„Nú má vera að Framsóknarflokknum þyki gaman að sýsla með banka. Reynslan af því er hins vegar ekkert sérstaklega góð eins og nýleg skýrsla sérstakrar rannsóknarnefndar sýnir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, meðal annars í færslu á Facebook í dag. Tilefnið er þingsályktunartillaga þriggja þingmanna Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Elsu Láru Arnardóttur og Gunnars Braga Sveinssonar, um að ríkið taki yfir eignarhald á Arion banka.
„Við eigum að einblína á að greiða niður skuldir ríkissjóðs og draga þannig úr óhóflegum vaxtakostnaði.“
„Framsóknarflokkurinn virðist mjög áhugasamur um að ríkið eignist Arion banka til viðbótar við þá þrjá banka sem ríkið á fyrir, Landsbankann, Íslandsbanka og Íbúðarlánasjóð,“ segir Þorsteinn. „Ætla má að markaðsverð hlutarins sé um 140-150 milljarðar króna en á móti á ríkið kröfu á þrotabúið upp á um 84 milljarða. Miðað við kaupverð á bankanum þyrfti ríkissjóður að leggja út u.þ.b. 60 milljarða króna fyrir kaupunum í stað …
Athugasemdir