Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gagnrýnir Framsókn fyrir að vilja taka yfir Arion banka

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jaf­rétt­is­mála­ráð­herra, seg­ir það ekki vera hlut­verk rík­is­sjóðs að standa í spá­kaup­mennsku með fjár­mála­stofn­an­ir lands­ins. Þrír þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins vilja að rík­ið taki yf­ir eign­ar­hald á Ari­on banka.

Gagnrýnir Framsókn fyrir að vilja taka yfir Arion banka

„Nú má vera að Framsóknarflokknum þyki gaman að sýsla með banka. Reynslan af því er hins vegar ekkert sérstaklega góð eins og nýleg skýrsla sérstakrar rannsóknarnefndar sýnir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, meðal annars í færslu á Facebook í dag. Tilefnið er þingsályktunartillaga þriggja þingmanna Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Elsu Láru Arnardóttur og Gunnars Braga Sveinssonar, um að ríkið taki yfir eignarhald á Arion banka. 

„Við eigum að einblína á að greiða niður skuldir ríkissjóðs og draga þannig úr óhóflegum vaxtakostnaði.“

„Framsóknarflokkurinn virðist mjög áhugasamur um að ríkið eignist Arion banka til viðbótar við þá þrjá banka sem ríkið á fyrir, Landsbankann, Íslandsbanka og Íbúðarlánasjóð,“ segir Þorsteinn. „Ætla má að markaðsverð hlutarins sé um 140-150 milljarðar króna en á móti á ríkið kröfu á þrotabúið upp á um 84 milljarða. Miðað við kaupverð á bankanum þyrfti ríkissjóður að leggja út u.þ.b. 60 milljarða króna fyrir kaupunum í stað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár