Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni gagnrýnir Andra Snæ og Ólaf Ragnar

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­setafram­bjóð­andi seg­ir fram­bjóð­end­ur sem setji sér­stök bar­áttu­mál á odd­inn frek­ar eiga heima í Al­þing­is­kosn­ing­um. For­seti eigi að standa ut­an og of­an við bar­áttu­mál. Þá tel­ur hann að for­seti eigi að sitja að há­marki í þrjú kjör­tíma­bil.

Guðni gagnrýnir Andra Snæ og Ólaf Ragnar

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi segir eðlilegt að forseti sitji að hámarki í þrjú kjörtímabil, eða í tólf ár. „Hraði samfélagsins í dag er slíkur, álagið sem á forseta hvílir er slíkt, eins og núverandi forseti hefur nú oft rakið, og festan í okkar stjórnskipan á að felast í því að við skiptum sæmilega reglulega um forseta. Fyrri forsetar hafa áttað sig á þessu,“ segir Guðni. Þá segir hann að forseti eigi að standa utan helstu átaka- og deilumála í samfélaginu og að þau baráttumál sem Andri Snær Magnason hefur sett á oddinn eigi frekar heima hjá þeim sem hugsa um framboð til Alþingis. „Nú vil ég ekkert taka hann sérstaklega fyrir, þetta gæti líka átt við um Sturlu Jónsson og Ástþór Magnússon,“ bætti hann við í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 

Guðni segist sjálfur ekki hafa sett á oddin ákveðin baráttumál, því gerði hann það ætti hann frekar að hugsa til þingkosninga í haust. „Þar er átakavettvangurinn,“ útskýrir hann. „Alþingi er vettvangurinn fyrir þá sem vilja berjast fyrir betra heilbrigðiskerfi, auknum jöfnuði, lægri sköttum, hærri sköttum, náttúruvernd og svo framvegis. Ef við fáum á Bessastaði forseta sem hefur að markmiði að vera í öðru liðinu í átakamálunum þá missir stór hluti þjóðarinnar sinn málsvara. Forseti á að vera forseti þeirra sem er með aðild að Evrópusambandinu, ef það eru einhverjir ennþá til sem hugsa á þann veg, og hann á líka að vera forseti þeirra sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Hann á að vera forseti þeirra sem óttast að við séum að eyðileggja íslenska náttúru og hann á líka að vera forseti þeirra sem segja að það sé allt í lagi að virkjun rísi á þessum stað. Forseti á að hlusta á alla.“

Rök Ólafs haldi vart vatni

Guðni Th. tilkynnti um forsetaframboð sitt í gær. Ræðan sem hann hélt við tilefni hefur vakið talsverða athygli en margir töldu að hann væri beinlínis að beina orðum sínum að Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta, þegar hann sagði að forseti ætti að vera kappsamur án drambs, standa við orð sín og hafa ekkert að fela. Guðni segir aftur á móti að sitjandi forseti sé ekki þungamiðjan í sinni kosningabaráttu og að orðum sínum væri ekki beint til hans frekar en annars. Hann vilji reka jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu. 

„Hann á að vera forseti þeirra sem óttast að við séum að eyðileggja íslenska náttúru og hann á líka að vera forseti þeirra sem segja að það sé allt í lagi að virkjun rísi á þessum stað.“

Aðspurður að hvaða leyti hann væri ólíkur Ólafi Ragnar svaraði Guðni: „Í bók Guðjóns Friðjónssonar sagnfræðings um embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar kom mjög vel fram hvað Ólafur Ragnar er kappsamur. Eins og sagnaritarinn sjálfur sagði í umræðum um bókina þá á hann það til að hlaupa fram úr sjálfum sér, láta kappið hlaupa með sig í gönur. Það verður kannski seint sagt um mig, þó enginn sé dómari í eigin sök. Kannski er maður ögn jarðbundnari. En ég vil ekki, ég ítreka það, ég vil ekki vera að bera mig saman í sífellu við sitjandi forseta og ég vil líka ítreka að Ólafur Ragnar hefur að mörgu leyti staðið sig vel í embætti. Við getum sagt að hann hafi skuldajafnað útrásarbullið með vasklegri framgöngu eftir hrunið. Ég hygg að dómur sögunnar verði honum um margt hagstæður, en mér fannst eins og mörgum að þau rök sem hann tiltók í nýársávarpinu um að nú væri ástæða til að láta gott heita væru góð og gild rök. En aftur á móti þær ástæður sem hann nefndi fyrir því að snúast hugur eftir fall forsætisráðherra og það allt saman, þau rök héldu vart vatni. Þannig það takast auðvitað á hjá Ólafi Ragnari kostir og gallar eins og hjá okkur öllum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár