Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frumvarp um jafnlaunavottun afgreitt úr ríkisstjórn

Frum­varp­ið sem var kynnt á blaða­manna­fundi Við­reisn­ar í októ­ber og átti að verða for­gangs­mál varð ekki fyrsta frum­varp­ið sem ráð­herra lagði fram á Al­þingi líkt og lagt var upp með. Frum­varp­ið hef­ur vak­ið heims­at­hygli þótt það hafi í raun ekki enn kom­ið fyr­ir Al­þingi. Það var hins veg­ar af­greitt úr rík­is­stjórn í síð­ustu viku.

Frumvarp um jafnlaunavottun afgreitt úr ríkisstjórn

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, lagði í dag fram sitt fyrsta frumvarp á Alþingi, um  breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög. Áður hafði hann boðað að sitt fyrsta frumvarp yrði um jafnlaunavottun en Viðreisn lagði mikla áherslu á málið í kosningabaráttunni. Boðað var til sérstaks blaðamannafundar til þess að kynna frumvarpið, sem var þá þegar tilbúið og fullyrt að það yrði fyrsta þingmál Viðreisnar. Frumvarpið hefur hins vegar legið inni í ráðuneytinu frá því að ráðherrann tók til starfa og hefur ekki enn verið lagt fyrir þingið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál,“ sagði Þorsteinn, í samtali við Vísi um miðjan mars.  

Helsta áherslumál Viðreisnar

Í október boðaði Viðreisn til sérstaks blaðamannafundar til þess að kynna frumvarp sem skyldar fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri til þess að skila jafnlaunavottun. Samkvæmt frumvarpinnu átti að gera það opinbert ef fyrirtæki eða stofnanir greiða starfsmönnum sínum ólík laun á grundvelli kynferðis en ekki annarra sjónarmiða, en slík mismunun er lögbrot. Með frumvarpinu var lagt upp með að uppræta óútskýrðan launamun kynjanna.  

Málið rataði inn í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar og samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Í sama mánuði boðaði Þorsteinn að frumvarpið yrði það fyrsta sem hann myndi leggja fyrir á Alþingi. Síðan var stefnt að því að leggja frumvarpið fyrir í mars, en það hefur enn ekki verið gert.

Frumvarpið hefur hins vegar verið lagt fram í ríkisstjórn og var samþykkt þaðan í síðustu viku, samkvæmt svari frá aðstoðarmanni ráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, við fyrirspurn Stundarinnar. 

Blendin viðbrögð 

Hugmyndin um jafnlaunavottun hefur vakið blendin viðbrögð á meðal þingmanna. Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa sagt að þeir ætli ekki að styðja frumvarpið. Auk þess hefur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lýst yfir efasemdum um kynbundinn launamun og jafnlaunavottun.

Samtök atvinnulífsins hafa einnig gagnrýnt frumvarpið, en Vísir greindi frá því í mars að reynt væri að fá jafnlaunavottun inn í kjarasamninga. Frumvarpið gæti því orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga,“ sagði Þorsteinn þá.

Þótt frumvarpið hafi ekki enn verið lagt fyrir á þingi hefur það vakið athygli langt út fyrir landsteinana og verið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum á borð við Time, The New York Times, NPR, Independent og fleiri. Í mars sagði Þorsteinn í viðtali við norska fjölmiðilinn Dagsavisen að Norðmenn gætu svo sannarlega fetað í fótspor Íslendinga og lögfest jafnlaunavottun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár