Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forseti Filippseyja kallar Obama „hóruunga“

For­seti Fil­ipps­eyja, Rodrigo Duterte, hef­ur heim­il­að af­tök­ur án dóms og laga í stríði sínu gegn eit­ur­lyfj­um. Óút­reikn­an­leg hegð­un hans og nú niðr­andi um­mæli um valda­mesta mann í heimi valda ekki að­eins upp­lausn á göt­um lands­ins, held­ur einnig á hluta­bréfa­mörk­uð­um.

Forseti Filippseyja kallar Obama „hóruunga“
Tveir forsetar í hár saman

Rodrigo Duterte hefur heimilað aftökur á þúsundum án dóms og laga í stríði sínu gegn fíkniefnum. Eftir að Obama gagnrýndi aðferðir hans missti Duterte stjórn á sér á fréttamannafundi og kallaði Obama Bandaríkjaforseta hóruunga.

Hegðun filippseyska forsetans er nú farin að bitna á mörkuðum landsins, þar sem nú tapast hundruðir milljóna dollara dag hvern.

Hlutabréfamarkaður Filippseyja heldur áfram að falla í kjölfar blóðugs stríðs forseta landsins gegn vímuefnum. Hefur hann hefur heimilað lögreglumönnum að taka meinta eiturlyfjasala, notendur og smyglara af lífi án dóms og laga og hafa í það minnsta 2.400 manns verið drepnir síðan þessi stefna var tekin. Hlutabréf á mörkuðum eyjanna féllu um 1,3% í kjölfar ummæla Duerte, þar sem hann kallaði Obama Bandaríkjaforseta hóruunga. Obama aflýsti í kjölfarið fundi með forsetanum.

„Við munum halda áfram og ég mun halda áfram og mér er skítsama um þá sem tjá sig um hegðun mína. Ég fellst ekki á þá forsendu að einhver sé æðri mér,“ sagði Duerte í uppnámi á fundi með blaðamönnum.

Markaðir hafa fallið um 6% frá 21. júlí, síðan hið blóðuga átak Duerte hófst. Mikill uppgangur hefur verið á hlutabréfamörkuðum Filippseyja undanfarin misseri, og setur þessi skyndilega lækkun því fjármál landsins í töluvert uppnám. Erlendir fjárfestar eru nú byrjaðir að draga sig út úr landinu, en þeir seldu hlutabréf fyrir 58 milljónir dollara í gær, og hafa selt fyrir 333 milljónir síðustu 11 daga eftir því sem fjármagn heldur áfram að flæða úr landinu.

Hegðun Duterte er því farin að reynast mörkuðum landsins fjötur um fót, en landið hefur verið mjög vinsælt meðal fjárfesta vegna eins mesta hagvöxts í allri Asíu upp á síðkastið. „Þessi síðasta uppákoma veldur ákveðnum áhyggjum, varðandi óútreiknanlega hegðun Duterte forseta, sem hefur mjög skaðleg áhrif og getur á endanum haft áhrif á efnahag og viðskipti,“ sagði Jonathan Ravelas, yfirmaður markaðsstefnu BDO Unibank, sem er stærsti lánadrottinn Filippseyja.  

„Sniðugir fjárfestar ættu að nýta sér þetta og safna eignum, því þetta ástand er allt byggt á tilfinningarökum,“ sagði Rafael Palma Gil, yfirmaður Rizal Commercial Banking Group í Manila. „Fyrir utan eldfimar yfirlýsingar og morð í eiturlyfjastríðum þá hafa fjárfestar kunnað að meta efnahagsstefnu Duterte, í það minnsta hingað til,“ sagði hann og bætti því við að hann byggist við því að markaðurinn myndi jafna sig.

Þegar Obama var spurður út í ummælin sagði hann Duterte vera „litríkan náunga“ og að stríðið gegn fíkniefnum væri erfið, hins vegar væri það stefna Bandaríkjanna að fara eftir reglum réttarkerfisins þegar tekið væri á þeim málum. Forsetarnir hittust þó stuttlega í gær og tókust í hendur, en þeir eru báðir á Asean ráðstefnunni í Laos, þar sem leiðtogar helstu ríkja Suðaustur-Asíu funda þessa dagana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár