Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsetaframbjóðendur orðnir þrettán

Alls hafa þrett­án manns lýst því yf­ir að þeir muni bjóða sig fram til for­seta í kosn­ing­un­um þann 25. júní næst­kom­andi. Þar af hafa sjö bæst í hóp­inn frá því Stund­in lét gera könn­un á við­horfi al­menn­ings til þeirra fram­bjóð­enda sem þeg­ar höfðu stig­ið fram, auk þeirra sem nefnd­ir höfðu ver­ið í um­ræð­unni. Hér eru sjö nýj­ustu fram­bjóð­end­urn­ir:

Forsetaframbjóðendur orðnir þrettán

 

Kvartaði undan kókneyslu Indverja   

Bæring er fæddur á Patreksfirði 22. nóvember 1955. Á yngri árum starfaði hann meðal annars við sjómennsku, í byggingariðnaði og sölumennsku. Árið 1984 fluttist hann til Oregon og stundaði þar nám í viðskiptafræði við University of Oregon til 1987. Hann er fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International og var um hríð við stjórn markaðs- og söluaðgerða Coca Cola í Indlandi. 

Bæring talaði um það í viðtali við Morgunblaðið að honum þætti Indlandsmarkaðurinn mjög frábrugðinn þeim íslenska því Indverjar drekka „að jafnaði ekki nema 23 flöskur á ári“. Hann segir að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum til að hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varða hagsmuni þjóðarinnar. 

Bæring er giftur Rose Olafsson bæjarstjóra, sem er frá Filippseyjum, og á sex börn og sex barnabörn.

Gleymdi að flytja lögheimilið 

Guðmundur Franklín er fæddur þann 23. október árið 1963. Hann er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfasali að mennt. Hann var fyrsti íslenski verðbréfamiðlarinn á Wall Street og var þar í á annan áratug. 

Guðmundur stofnaði flokkinn Hægri græna, sem bauð fram í síðustu þingkosningunum. Skömmu fyrir kosningar kom í ljós að Guðmundur var enn með lögheimili erlendis. Hann flutti það of seint og var ekki kjörgengur. 

Guðmundur stofnaði Burnham International á Íslandi og var liður í því kaup á fyrirtækinu Handsali. Árið 2002 var félagið úrskurðað gjaldþrota og töpuðu margir umtalsverðum fjárhæðum. Kröfur í þrotabúið voru um fjögur hundruð milljónir króna. Eigendur Burnham á Íslandi voru í milljónaábyrgðum fyrir félagið. Guðmundur Franklín er fráskilinn.

Kynnti umdeilda stefnu Viðskiptaráðs 

Halla fæddist í Reykjavík 11. október 1968. Hún lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá Auburn University og MBA-prófi frá Thunderbird University í Bandaríkjunum með áherslu á alþjóðleg samskipti og tungumál. Hún leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og gegndi starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún stofnaði fjárfestingasjóðinn Auði Capital. 

Þann 7. febrúar 2007 kynnti Halla umdeilda stefnuskrá á Viðskiptaþingi sem bar heitið: „Hvernig verður Ísland best í heimi?“ Þar var lögð áhersla á frjálst atvinnulíf og mælir Halla meðal annars með því að „höftum og íþyngjandi reglum verði aflétt af öllum atvinnuvegum og viðskiptalífinu verði í auknum mæli gefinn kostur á að setja sér sjálft reglur“.  Einnig að „tollar, vörugjöld og sértækir skattar verði afnumdir“. Í stefnuskránni er einnig stefnt á að skólakerfið verið einkavætt, en ríkið „haldi áfram að fjármagna menntun á leik-, grunn og framhaldsskólastigi“. Þá verði ráðuneytum og stofnunum fækkað og náttúruauðlindir verði í auknum mæli í einkaeigu og nýttar á skynsamlegan máta svo þeirra verði notið af framtíðarkynslóðum. 

Halla er gift Birni Skúlasyni. Þau búa á Kársnesinu í Kópavogi og eiga tvö börn.

Talar um einelti og tilfinningar  

Heimir Örn er fæddur árið 1980. Hann er rafmagnstæknifræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Hann starfar sem áreiðanleikasérfræðingur hjá Icelandair og hefur verið í samninganefndum fyrir ýmis stéttarfélög sem samið hafa við ríkið og Samtök atvinnulífsins, auk þess sem hann er í stjórn Tæknifræðingafélags Íslands. 

Heimir Örn var í Borgarahreyfingunni og bauð sig fram árið 2009, en margir stuðningsmenn hennar lýstu yfir vantrausti á Hreyfingunni þegar hún tók við 28 milljóna fjárupphæð sem skráðum stjórnmálaflokkum ber að fá. Fulltrúar Hreyfingarinnar höfðu áður sagst ætla að leggja hana niður eftir að þeir kæmust á stjórnlagaþing. 

Heimir segir mikilvægt að „allar íþróttir“ hafi „jafnan aðgang að forsetanum til hvatninga“. Á vefsíðu tileinkaðri framboði hans, XHeimir, talar hann um einelti, meðal annars eigin upplifun, og tilfinningar karlmanna. Hann segir að kosingabarátta hans eigi eftir að verða „lífleg“. 

Heimir er giftur Þórunni Karólínu Pétursdóttur og saman eiga þau þrjú börn.

Alltaf ætlað að verða forseti 

Hrannar er fæddur 5. ágúst 1973 á Húsavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1993 og BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1996. Eftir að námi lauk starfaði Hrannar eitt sumar á Bylgjunni og síðan hjá Sjónvarpinu sem fastráðinn fréttamaður. Hann var framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs- og lögfræðimála hjá Vodafone auk þess sem hann var talsmaður fyrirtækisins. 

Undanfarin misseri hefur Hrannar starfað sjálfstætt og veitt fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf á sviði upplýsinga- og samskiptamála, þar með talið Stjórnarráði Íslands. 

Þegar Hrannar tilkynnti framboð sitt sagði Margrét, kona hans, að metnaður hans hafi fljótt komið í ljós: „Þegar við Hrannar vorum að byrja að hittast sagði hann mér að hann ætlaði að verða forseti og spurði hvort ég væri til í að taka það atriði með honum. Það var ekki fyrr en leið á sambandið að ég áttaði mig á því að hann ætlaði í alvörunni að gera þetta og hingað erum við komin.“

Hrannar er giftur Margréti Arnardóttur. Þau búa í Reykjavík og eiga saman fjögur börn. 

Vill sýna hugrekki og tala upphátt  

Vigfús Bjarni er fæddur árið 1975. Hann lauk cand. theol. prófi frá HÍ 2001. Þá stundaði hann framhaldsnám í sálgæslu og lauk meistaranámi í kennimannlegri guðfræði með áherslu á sálgæslu frá Luther Seminary 2003. Vigfús hefur verið sjúkrahúsprestur við Landspítala háskólasjúkrahús frá árinu 2005 og starfar á Barnaspítala Hringsins og BUGL. Vigfús hefur haldið fyrirlestra hér heima sem og námskeið tengd sálgæslu hjá Endurmenntun Háskólans. 

Vigfús Bjarni segist fylgjandi því að ákveðið hlutfall kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, meðal annars í tengslum við nýja stjórnarskrá, en þá yrði það ekki á borði forsetans. 

Fram að tvítugu starfaði Vigfús Bjarni með Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hann segir það ekki skipta máli hvort forsetinn sé trúaður eða ekki. Hann telur undirskriftaframtak Kára Stefánssonar merkilegt og segist hafa „hugrekki til að ganga inn í þessar aðstæður og tala upphátt“. Einnig segir hann að forsetaembættið eigi að minna á það sem sé sameiginlegt í þjóðarsálinni - dugnað, þrautseigju og sköpunargáfu. 

Boraði fingrunum í Biblíuna  

Guðrún Margrét er fædd árið 1959. Hún er hjúkrunafræðingur að mennt og einn af stofnendum hjálparsamtakanna ABC-barnahjálp. Hún hefur unnið mikið í sjálfboðavinnu síðan að hún stofnaði samtökin og hefur ferðast víðsvegar um heiminn, meðal annars til að kenna börnum í vanþróuðum ríkjum að lesa og skrifa. Guðrún varð kristin þegar hún var 13 ára gömul og eru hjálparsamtökin byggð á kristnum gildum. 

Á framboðsfundi þar sem Guðrún tilkynnti um framboð sagðist Guðrún hafa „borað fingrum í Biblíuna“ þegar hún var að velta fyr­ir sér fram­boðinu og að upp hafi komið hvert versið á fæt­ur öðru sem staðfesti fyr­ir henni og sann­færði um að hún ætti að sækj­ast eft­ir embætt­inu.

Guðrún Margrét var í viðtali hjá Stundinni í sumar í kjölfar þess að þrír íslenskir stjórnarmenn, þar á meðal hún sjálf, voru reknir úr stjórn ABC samtakanna í Keníu eftir deilur þar innanborðs. Þórunn Helgadóttir, formaður ABC samtakanna í Keníu, var sökuð um tilraun til þess að sölsa undir sig félagið og eignir þess. 

Þau hafa einnig tilkynnt framboð: 

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, boðaði framboð til forseta í fyrra.

Hildur Þórðardóttir, heilari, rithöfundur og þjóðfræðingur, lýsti því yfir á Facebook þann 3. janúar að hún hyggðist að gefa kost á sér til forseta og birti mynd af sér í þjóðbúningi. 

Ástþór Magnússon, stofnandi Eurocard á Íslandi og forsvarsmaður samtakanna Friðar 2000, er löngu orðinn þjóðþekktur vegna skrautlegra tilrauna sinna til að verða forseti.

Sturla Jónsson, vörubílsstjóri, baráttumaður fyrir hagsmunum skuldugra heimila og forsvarsmaður stjórnmálaflokksins Sturla Jónsson, sem bauð fram í síðustu þingkosningum, ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta. 

Ari Jósepsson, skemmtikraftur er einna þekktastur fyrir grín og glens á Youtube þar sem hann hefur birt hvert myndbandið á fætur öðru. Nú vill hann verða forseti. 

Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur stefnir ótrauð á Bessastaði og hefur stofnað framboðssíðu á Facebook þar sem hún birtir myndbönd og slær á létta strengi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár