Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsætisráðherra: „Rof milli raunveruleika og skynjunar“ hjá Íslendingum

Stór hluti Ís­lend­inga seg­ist vilja kjósa Pírata vegna þess að rof er á milli raun­veru­leik­ans og skynj­un­ar fólks á hon­um, sem veld­ur auknu van­trausti á stjórn­mála­mönn­um, að sögn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra.

Forsætisráðherra: „Rof milli raunveruleika og skynjunar“ hjá Íslendingum
Segist ranglega sagður þola ekki gagnrýni Að mati Sigmundar er það pólitísk taktík að saka hann um að þola ekki gagnrýni. Hún sé andsvar við því að hann leiðréttir rangfærslur. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að Íslendingar ættu að vera bjartsýnir og jákvæðir, en eru það ekki, meðal annars vegna þess að skynjun fólks á raunveruleikanum er röng. Hann segir að rof á milli raunveruleika og skynjunar hjá þjóðinni valdi því að ríkisstjórnin er með aðeins stuðning hjá þriðjungi þjóðarinnar.

„Að einhverju leyti skýrist þetta kannski á þessu rofi milli raunveruleika og skynjunar eða umfjöllunar,“ segir Sigmundur í viðtali hjá Eyjunni. „En þarna er líka hollt að líta til annarra landa. Það eru framkvæmdar sambærilegar kannanir til dæmis í Bretlandi fyrir kosningarnar þar, þar sem mátti sjá svipaðar niðurstöður. Stjórnmálamenn eru ekkert sérstaklega vel liðnir á Vesturlöndum þessa dagana. Það tekur á sig ýmsar birtingarmyndir, en almennt er ríkjandi mjög mikið vantraust í garð stjórnmálamanna og flokka. Sérð það líka náttúrlega á þessum fylgiskönnunum og þessu ótrúlega fylgi sem Píratar fá.“

Ragnhugmyndir um stjórnmálamenn

Sigmundur nefnir dæmi um misskiptingu, að í umræðunni sé að misskipting hafi aukist, en það sé ekki raunin. Auk þess sé umræða um heilbrigðiskerfið dæmi um slíkt rof, þar sem fólk segi heilbrigðiskerfið vera fjársvelt, enda hafi fjárframlög aldrei verið hærri til Landspítalans. Hann segir stöðugt verið að færa fram rangar fullyrðingar. 

„Þá ná rangfærslur sem styðja við ranghugmyndirnar betur í gegn“

„Á meðan ástandið er eins og það er, þá er svo auðvelt að tala inn í það ástand. Þá ná rangfærslur sem styðja við ranghugmyndirnar betur í gegn heldur en raunveruleikinn. Ef að menn trúa því að stjórnmálamenn séu ómögulegir, þá á fólk sjálfsagt auðveldara að trúa því að þeir séu ómögulegir á allan hátt. Þegar rangfærslur og allt sem er neikvætt og niðrandi tal á greiða leið í gegn, og er talið trúverðugt, á meðan allt hið jákvæða er tortryggt, það skapar neikvæðan spíral sem getur endað mjög illa.“

Rangfærslur um að hann þoli ekki gagnrýni

Sigmundur segist sjálfur verða fyrir því að sakaður um að þola ekki gagnrýni, en það sé andsvar Samfylkingarmanna og andstæðinga hans við því að hann leiðrétti rangfærslur.

„Það er gömul klisja, en reyndar ekki svo gömul. Það var eftir eitthvert skiptið sem að ég benti á rangfærslur hjá tilteknum flokki í stjórnarandstöðunni, þá sendu þau út línu um það að nú skyldu allir tala um að ég væri svo hörundsár, svo ég noti nú sama orð og þau notuðu. Þannig að það birtist varla þingmaður frá Samfylkingunni í fjölmiðlum nokkra daga í röð öðruvísi en að tala um að ég væri svo hörundsár. Þetta er dæmi um svona pólitíska taktík sem er mikið stunduð af ákveðnum aðilum, að setja út einhverja línu sem allir hamast á til að reyna að stimpla hana inn, þessi stimplunarstjórnmál eins og ég kalla það þangað til ég finn betra orð yfir það. Ég hins vegar hafði í því tilviki ekki gert annað en að leiðrétta rangfærslur. Ef ég væri viðkvæmur fyrir gagnrýni þá væri ég nú varla stöðugt að taka slagi um umdeild pólitísk mál þar sem menn ganga oft býsna langt, án þess að ég láti það á mig fá.“

Fólk verði þreytt á niðurrifstalinu

Að mati Sigmundar ætti þjóðin að vera jákvæð en ekki tortryggin.

„Það er alveg rétt að það er mikið sundurlyndi ríkjandi. Það satt best að segja ætti ekki að þurfa að vera eins mikið og það er. Bjartsýni og jákvæðni ætti að vera ríkjandi. Þegar við berum þróunina hér á landi saman við þróunina nánast alls staðar annars staðar, þá ættum við Íslendingar að vera bjartsýn á framtíðina. Reyndar verður þarna að fylgja sögunni þó ég tali um að neikvæðni og tortryggni séu áberandi í umræðu hér á landi, þá er þó stór hluti þjóðarinnar ekki á þeim stað. Þótt auðvitað hafi þetta smátt og smátt áhrif. Við sjáum að mjög stór hluti Íslendinga vill fara að líta fram á við og er orðinn þreyttur á niðurrifstalinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár