Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Formaður og varaformaður kjararáðs koma úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn

Formað­ur kjara­ráðs, Jón­as Þór Guð­munds­son, hef­ur ver­ið virk­ur í starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mörg ár og Ósk­ar Bergs­son vara­formað­ur kjara­ráðs, var odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í borg­inni og seg­ist bera ábyrgð á því að virkja Sig­mund Dav­íð í starfi flokks­ins. Birgitta Jóns­dótt­ir og Dag­ur B. Eggerts­son hafa af­þakk­að launa­hækk­un­ina.

Formaður og varaformaður kjararáðs koma úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn
Ákvörðun kjararáðs og tímasetning hennar eru mjög umdeildar.

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í mörg ár. Varaformaðurinn, Óskar Bergsson, var oddviti Framsóknar í borginni og státar sig af því að hafa virkjað Sigmundi Davíð í starf Framsóknarflokksins.

Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og stjórnarformaður Landsvirkjunar, er núverandi formaður kjararáðs. Jónas hefur lengi verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í stjórn Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í fjögur ár, 1994-98, og var formaður í eitt ár, 1996-97. Þá var hann jafnframt varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) undir formennsku Ásdísar Höllu Bragadóttur á árunum 1997-99.

Jónas Þór
Jónas Þór Guðmundsson

Hann bauð sig fram til formanns SUS á sambandsþingi sem fram fór í Vestmannaeyjum árið 1999. Þar tapaði hann fyrir Sigurði Kára Kristjánssyni, sem síðar var þingmaður og nú, eins og Jónas Þór, starfandi lögmaður. Sigurður Kári fékk 211 atkvæði en Jónas Þór 143 atkvæði. Jónas var kosinn af Alþingi til þess að gegna formennsku kjararáðs.

Varaformaðurinn ber ábyrgð á Sigmundi Davíð

Óskar Bergsson, varaformaður kjararáðs, starfar sem fasteignasali. Hann var hinsvegar lengi virkur í starfi Framsóknar og var meðal annars oddviti flokksins í borginni. Hann tók við forystuhlutverki framsóknar í borgarstjórn eftir að Björn Ingi Hrafnsson dró sig í hlé, myndaði meirihluta með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sjálfstæðisflokknum og virkjaði ungan skipulaghagfræðing í flokksstarf Framsóknarflokksins en sú ráðstöfun átti eftir að verða afdrifarík.

„Sá ungi maður hét og heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og er nú formaður Framsóknarflokksins sem er að verða sá stærsti í landinu,“ segir Óskar Bergsson – fasteignasali á fasteignasölunni Torgi.

Óskar
Óskar Bergsson

Hinir aðalmennirnir í kjararáði eru: Svanhildur Kaaber, fyrrum varaþingkona Alþýðubandalagsins, fyrrum framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar­ græns framboðs, þingflokks VG og fyrrum formaður kjararáðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem skipaður er af Hæstarétti og Hulda Árnadóttir, sem skipuð var af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Er hún meðal annars þekkt fyrir að gæta hagsmuna Þóreyjar Vilhjálmsdóttur í lekamálinu.

Birgitta og Dagur B afþakka launahækkun

Laun borgarfulltrúa taka mið af þingfararkaupi og hækka því laun þeirra við þessa hækkun kjararáðs. Í athugasemd við færslu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á Facebook segist hann ætla að lækka laun sín einhliða aðhafist Alþingi ekkert í málinu. Birgitta Jónsdóttir, pírati, gagnrýnir hækkunirnar einnig harðlega og segist nú þegar hafa hringt niður á Alþingi til þess að kanna hvort hún geti afþakkað launahækkunina. 

 

Kjararáð skipast svo:

Aðalmenn:

Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi

Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi

Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti

Hulda Árnadóttir, skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra

Varamenn:

Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi

Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi

Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi

Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti

Þórlindur Kjartansson, skipaður af skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár