Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Formaður og varaformaður kjararáðs koma úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn

Formað­ur kjara­ráðs, Jón­as Þór Guð­munds­son, hef­ur ver­ið virk­ur í starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mörg ár og Ósk­ar Bergs­son vara­formað­ur kjara­ráðs, var odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í borg­inni og seg­ist bera ábyrgð á því að virkja Sig­mund Dav­íð í starfi flokks­ins. Birgitta Jóns­dótt­ir og Dag­ur B. Eggerts­son hafa af­þakk­að launa­hækk­un­ina.

Formaður og varaformaður kjararáðs koma úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn
Ákvörðun kjararáðs og tímasetning hennar eru mjög umdeildar.

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í mörg ár. Varaformaðurinn, Óskar Bergsson, var oddviti Framsóknar í borginni og státar sig af því að hafa virkjað Sigmundi Davíð í starf Framsóknarflokksins.

Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og stjórnarformaður Landsvirkjunar, er núverandi formaður kjararáðs. Jónas hefur lengi verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í stjórn Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í fjögur ár, 1994-98, og var formaður í eitt ár, 1996-97. Þá var hann jafnframt varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) undir formennsku Ásdísar Höllu Bragadóttur á árunum 1997-99.

Jónas Þór
Jónas Þór Guðmundsson

Hann bauð sig fram til formanns SUS á sambandsþingi sem fram fór í Vestmannaeyjum árið 1999. Þar tapaði hann fyrir Sigurði Kára Kristjánssyni, sem síðar var þingmaður og nú, eins og Jónas Þór, starfandi lögmaður. Sigurður Kári fékk 211 atkvæði en Jónas Þór 143 atkvæði. Jónas var kosinn af Alþingi til þess að gegna formennsku kjararáðs.

Varaformaðurinn ber ábyrgð á Sigmundi Davíð

Óskar Bergsson, varaformaður kjararáðs, starfar sem fasteignasali. Hann var hinsvegar lengi virkur í starfi Framsóknar og var meðal annars oddviti flokksins í borginni. Hann tók við forystuhlutverki framsóknar í borgarstjórn eftir að Björn Ingi Hrafnsson dró sig í hlé, myndaði meirihluta með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sjálfstæðisflokknum og virkjaði ungan skipulaghagfræðing í flokksstarf Framsóknarflokksins en sú ráðstöfun átti eftir að verða afdrifarík.

„Sá ungi maður hét og heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og er nú formaður Framsóknarflokksins sem er að verða sá stærsti í landinu,“ segir Óskar Bergsson – fasteignasali á fasteignasölunni Torgi.

Óskar
Óskar Bergsson

Hinir aðalmennirnir í kjararáði eru: Svanhildur Kaaber, fyrrum varaþingkona Alþýðubandalagsins, fyrrum framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar­ græns framboðs, þingflokks VG og fyrrum formaður kjararáðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem skipaður er af Hæstarétti og Hulda Árnadóttir, sem skipuð var af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Er hún meðal annars þekkt fyrir að gæta hagsmuna Þóreyjar Vilhjálmsdóttur í lekamálinu.

Birgitta og Dagur B afþakka launahækkun

Laun borgarfulltrúa taka mið af þingfararkaupi og hækka því laun þeirra við þessa hækkun kjararáðs. Í athugasemd við færslu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á Facebook segist hann ætla að lækka laun sín einhliða aðhafist Alþingi ekkert í málinu. Birgitta Jónsdóttir, pírati, gagnrýnir hækkunirnar einnig harðlega og segist nú þegar hafa hringt niður á Alþingi til þess að kanna hvort hún geti afþakkað launahækkunina. 

 

Kjararáð skipast svo:

Aðalmenn:

Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi

Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi

Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti

Hulda Árnadóttir, skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra

Varamenn:

Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi

Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi

Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi

Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti

Þórlindur Kjartansson, skipaður af skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár