Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Formaður og varaformaður kjararáðs koma úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn

Formað­ur kjara­ráðs, Jón­as Þór Guð­munds­son, hef­ur ver­ið virk­ur í starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mörg ár og Ósk­ar Bergs­son vara­formað­ur kjara­ráðs, var odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í borg­inni og seg­ist bera ábyrgð á því að virkja Sig­mund Dav­íð í starfi flokks­ins. Birgitta Jóns­dótt­ir og Dag­ur B. Eggerts­son hafa af­þakk­að launa­hækk­un­ina.

Formaður og varaformaður kjararáðs koma úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn
Ákvörðun kjararáðs og tímasetning hennar eru mjög umdeildar.

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í mörg ár. Varaformaðurinn, Óskar Bergsson, var oddviti Framsóknar í borginni og státar sig af því að hafa virkjað Sigmundi Davíð í starf Framsóknarflokksins.

Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og stjórnarformaður Landsvirkjunar, er núverandi formaður kjararáðs. Jónas hefur lengi verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í stjórn Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í fjögur ár, 1994-98, og var formaður í eitt ár, 1996-97. Þá var hann jafnframt varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) undir formennsku Ásdísar Höllu Bragadóttur á árunum 1997-99.

Jónas Þór
Jónas Þór Guðmundsson

Hann bauð sig fram til formanns SUS á sambandsþingi sem fram fór í Vestmannaeyjum árið 1999. Þar tapaði hann fyrir Sigurði Kára Kristjánssyni, sem síðar var þingmaður og nú, eins og Jónas Þór, starfandi lögmaður. Sigurður Kári fékk 211 atkvæði en Jónas Þór 143 atkvæði. Jónas var kosinn af Alþingi til þess að gegna formennsku kjararáðs.

Varaformaðurinn ber ábyrgð á Sigmundi Davíð

Óskar Bergsson, varaformaður kjararáðs, starfar sem fasteignasali. Hann var hinsvegar lengi virkur í starfi Framsóknar og var meðal annars oddviti flokksins í borginni. Hann tók við forystuhlutverki framsóknar í borgarstjórn eftir að Björn Ingi Hrafnsson dró sig í hlé, myndaði meirihluta með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sjálfstæðisflokknum og virkjaði ungan skipulaghagfræðing í flokksstarf Framsóknarflokksins en sú ráðstöfun átti eftir að verða afdrifarík.

„Sá ungi maður hét og heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og er nú formaður Framsóknarflokksins sem er að verða sá stærsti í landinu,“ segir Óskar Bergsson – fasteignasali á fasteignasölunni Torgi.

Óskar
Óskar Bergsson

Hinir aðalmennirnir í kjararáði eru: Svanhildur Kaaber, fyrrum varaþingkona Alþýðubandalagsins, fyrrum framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar­ græns framboðs, þingflokks VG og fyrrum formaður kjararáðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem skipaður er af Hæstarétti og Hulda Árnadóttir, sem skipuð var af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Er hún meðal annars þekkt fyrir að gæta hagsmuna Þóreyjar Vilhjálmsdóttur í lekamálinu.

Birgitta og Dagur B afþakka launahækkun

Laun borgarfulltrúa taka mið af þingfararkaupi og hækka því laun þeirra við þessa hækkun kjararáðs. Í athugasemd við færslu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á Facebook segist hann ætla að lækka laun sín einhliða aðhafist Alþingi ekkert í málinu. Birgitta Jónsdóttir, pírati, gagnrýnir hækkunirnar einnig harðlega og segist nú þegar hafa hringt niður á Alþingi til þess að kanna hvort hún geti afþakkað launahækkunina. 

 

Kjararáð skipast svo:

Aðalmenn:

Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi

Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi

Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti

Hulda Árnadóttir, skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra

Varamenn:

Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi

Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi

Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi

Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti

Þórlindur Kjartansson, skipaður af skipuð af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár