„Ég er mikil útivistarmanneskja. Hjólasportið heillaði mig gjörsamlega strax og ég kynntist því. Ég keypti mér flott hjól árið 2008 til að verðlauna mig fyrir að hafa gengið með dóttur mína sem fæddist árið 2007. Síðan hefur hjólasportið átt mig alla,” segir María Ögn Guðmundsdóttir, þjálfari og eigandi hjolathjalfun.is.
Sprenging í hjólreiðum
María Ögn er ekki aðeins hjólreiðakona af lífi og sál. Hún á að baki marga sigra í hjólreiðunum og hampaði fyrsta sætinu í nær öllum keppnum síðustu sjö árin. Aðalstarf hennar er að standa fyrir keppnum og viðburðum á sviði hjólreiða auk þess að leiðbeina fólki við að hjóla og þjálfa það til sigra á þessu sviði.
„Hjólreiðar eru mikið almenningssport á Íslandi. Það hefur orðið
Athugasemdir