Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Föður barnanna vísað úr landi í nótt

Eu­gene verð­ur vís­að úr landi í nótt og því að­skil­inn barn­s­móð­ur sinni Regínu Os­aramaese og börn­un­um þeirra þriggja Fel­ix, Daniel og Precious. Fjöl­skyld­an hef­ur dval­ið á land­inu í þrjú ár og fædd­ust tvö yngstu börn­in hér á landi.

Föður barnanna vísað úr landi í nótt
Aðskilinn börnunum sínum Hér er barnsmóðir Eugene, Regína, ásamt sonum þeirra, Felix og Daniel. Að auki eiga þau dótturina Precious sem fæddist í janúar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hinum nígeríska Eugene, barnsföður Regínu Osaramaese, verður vísað úr landi í nótt. Hann hefur þegar verið handtekinn af lögreglu og bíður nú brottflutnings. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir ákvörðunina hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. „Það var búið að fresta för Regínu og barnanna og taldi ég að það myndi einnig gilda fyrir Eugene. En það virðist ekki hafa gert það,“ segir Gísli í samtali við Stundina. „Þannig þetta kemur mér mjög á óvart. Ég fékk bara að vita af þessu sjálfur núna fyrir hálftíma.“

„Á morgun mun ég fara fram á það við Útlendingastofnun að Eugene verði sendur til baka.“

Stundin hefur fjallað ítarlega um fjölskylduna undanfarið ár. Eugene og Regina Osaramaese koma bæði frá Nígeríu og flúðu bæði landið vegna ofsókna. Regína hefur ekki komið til Nígeríu síðan hún var sex ára gömul. Fjölskyldan hefur nú verið á Íslandi í þrjú ár og tvö barnanna fæddust á Íslandi. Daníel, elsti sonur þeirra, er rúmlega fjögurra ára gamall, Felix  er rúmlega tveggja ára og sú yngsta, Precious, fæddist í janúar síðastliðnum. Börnin þekkja ekkert annað líf en á Íslandi. 

Gísli segist nú vinna í nýrri beiðni um endurupptöku á málinu sem verði meðal annars byggð á ákvörðun Kærunefndar Útlendingamála um að veita Saad og Fadilu dvalarleyfi hér á landi, en aðstæður þeirra voru sambærilegar Regínu og Eugene. Stundin greindi frá því í gær að Kærunefnd Útlendingamála hafi lagt fyrir Útlendingastofnun að veita Saad og Fadilu, auk tveggja barna þeirra, dvalarleyfi í ljósi aðstæðna þeirra.

„Á morgun mun ég fara fram á það við Útlendingastofnun að Eugene verði sendur til baka, en það á að senda hann fyrst til Stuttgart og þaðan til Nígeríu,“ segir Gísli.

Telur líf sitt í hættu í Nígeríu

Þegar Stundin fjallaði um mál Reginu þann 20. mars á síðasta ári sagðist hún þreytt og buguð vegna stöðugrar óvissu um framtíð barna sinna. „Ég kom hingað í leit að góðu lífi fyrir börnin mín,“ sagði hún. 

Eugene sagði sögu fjölskyldunnar í viðtali við No Borders Iceland í fyrra, en hann hefur ekki treyst sér til að koma fram undir fullu nafni og mynd vegna hótana ofbeldismanna í Nígeríu í sinn garð. „Líf mitt er í hættu í Nígeru. Það er ekki góður kostur. Regina á sér engan að þar, því hún yfirgaf landið svo ung. Ekkert, við höfum ekkert sem bíður okkar í Nígeríu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár