Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flóttafólk selt til líffæraþjófa

Smygl­ari sem ít­alska lög­regl­an hand­tók ný­ver­ið lýs­ir öm­ur­leg­um ör­lög­um flótta­fólks sem ekki get­ur greitt smygl­ur­um far­gjald­ið sitt. Í ein­hverj­um til­fell­um sé fólk­ið selt að­il­um sem taka þau af lífi og selja úr þeim líf­fær­in.

Flóttafólk selt til líffæraþjófa
Flóttafólk. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka undanfarin ár. Mynd: Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna / UNHCR

**VARÚÐ! MYNDIR Í FRÉTTINNI ERU MJÖG SLÁANDI OG ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA.**

Flóttafólk sem ekki getur greitt smyglurum sínum fyrir ferðina frá Afríku til Evrópu er drepið og líffærin úr þeim seld, játar fyrrum smyglari.

Nuredein Wehabrebi Atta, sem nýverið var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sinn þátt í smygli á flóttafólki, sagði ítölsku lögreglunni frá því að flóttamenn sem ekki gátu greitt fyrir ferðina yfir Miðjarðarhafið væru „seldir á 15.000 evrur til hópa, sérstaklega Egypta, sem eru sérhæfðir í að skera úr þeim líffærin.“

Vitnisburður hans varð til þess að opinbera fjölþjóðlegt samstarf hópa sem stunda flutning á flóttafólki. Hefur ítalska lögreglan í kjölfarið handtekið 38 manns sem grunaðir eru um aðild – 25 Erítreubúa, 12 Eþíópíumenn og einn Ítala.

Innanríkisráðherra landsins, Angelino Alfana, sagði aðgerðir yfirvalda vera þungt högg á starfsemi hinnar skipulögðu glæpastarfsemi, sem var að mestu stýrt frá Róm.

„Andlátin sem við fréttum af eru aðeins lítið brot af þeim.“

Nuredein Wehabrebi Atta er fyrsti útlendingurinn sem hefur verið veitt vitnavernd á Ítalíu. Hann sagði að mikill fjöldi látinna flóttamanna meðal þeirra sem reyndu að komast yfir hafið hefði leitt til þess að hann vildi játa brot sín. Sérstaklega lát 360 flóttamanna sem drukknuðu eftir að bátur sökk við Lampedusa, eyju sem liggur á milli Sikileyjar og Túnis, þótt hann hafi ekki verið viðriðinn atvikið.

„Andlátin sem við fréttum af eru aðeins lítið brot af þeim,“ sagði Atta lögreglunni. „Bara í Erítreu hafa orðið dauðsföll í átta af hverjum tíu fjölskyldum.“

Sagði hann einnig að flóttamenn sem ekki gætu greitt fargald sitt væru svo seldir til fólks sem stundar ólögleg viðskipti með líffæri.

Fórnarlömbin.
Fórnarlömbin. Lík flóttamanna sem hafa verið myrtir og líffærin hreinsuð úr þeim hafa verið að finnast í Egyptalandi.

Fjöldi flóttamanna sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka höfðu í lok ársins 2015 náð upp í 65 milljónir. Að meðaltali þurftu 24 manneskjur að flýja heimili sín á hverri mínútu, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, sem gera 34 þúsund manneskjur á dag.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár