Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjarlægði ummæli sín og umræðurnar um þau: „Ég skipti ekki um skoðun“

Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ist þakk­lát fyr­ir að um­ræð­an um gagn­rýni sína hafi færst yf­ir á Stund­ina.

Fjarlægði ummæli sín og umræðurnar um þau: „Ég skipti ekki um skoðun“

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segist hafa fjarlægt harðorða yfirlýsingu um þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýni þeirra á Bjarna Benediktsson og arfleifð vinstristjórnarinnar af Facebook vegna þess að hún lítur svo á að umræðan um málið hafi færst yfir á Stundina. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn blaðsins. Fjörugar umræður sköpuðust undir færslu Theodóru þar sem hún var krafin svara við fullyrðingum sínum, m.a. þeirri staðhæfingu að fyrirtæki hefðu verið rekin í gjaldþrot með ólögmætum hætti og spurð hvaða þingmenn hún væri að gagnrýna. Allar umræðurnar eru horfnar eftir að Theodóra fjarlægði færslu sína.

Á meðal þess sem fram kom í færslu Theodóru var gagnrýni á stjórnarandstöðuna fyrir að „leggja ofuráherslu á hvort“ Bjarni Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra hefði setið á skýrslu um skiptingu höfuðstólslækkunar húsnæðislána fram yfir kosningar. Fyrir liggur að lokadrög að skýrslunni voru tilbúin í júní 2016, vinnslu hennar lokið fyrir kosningarnar í október 2016 en skýrslan þó ekki birt fyrr en 18. janúar síðastliðinn að frumkvæði Benedikts Jóhannessonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Skýrslan varpar ljósi á það hvernig stór hluti af þeim fjármunum sem varið var til höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána á síðasta kjörtímabili rann til stóreignafólks.

Theodóra telur að sömu aðilar og gagnrýna Bjarna Benediktsson fyrir að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar – en slík gagnrýni hefur einkum heyrst frá þingmönnum Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingarinnar – séu þannig að „komast hjá því“ að ræða um innihald skýrslunnar. Í færslu sinni kallaði hún eftir uppgjöri við þá stefnu sem var rekin í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að því er varðar skuldamál heimila og fyrirtækja. „Sorglegt að horfa upp á þá sem kusu með leiðréttingunni eða sátu hjá komast hjá því að ræða innihald skýrslunnar og leggja ofuráherslu á hvort ráðherra hafi setið á henni yfir kosningar,“ skrifaði Theodóra. Sem kunnugt er greiddu nær allir þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata atkvæði gegn frumvarpi um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána árið 2014 en Framsóknarflokkurinn, sem nú er í stjórnarandstöðu, stóð að málinu ásamt Sjálfstæðisflokknum. 

Theodóra fullyrti að Samfylkingin hefði enn tækifæri til að leiðrétta þau mistök að hafa tekið sér stöðu með fjármálakerfinu gegn skuldsettum heimilum. „Fólk er enn að drukkna í skuldarfeni [sic] og það er óuppgert tjón hundruða heimila vegna nákvæmlega þessara mistaka sem Samfylkingin gerði. Væri fallegt að sjá Vinstri græna fara í sambærilega innri skoðun og jafnvel fleiri flokka. Þar fyrir utan þurfum við uppgjör á þeim úrræðum sem flokkarnir buðu upp á eftir bankahrunið. Ein skýrsla um "Leiðréttinguna" dugar ekki. Sorglegt að horfa upp á þá sem kusu með leiðréttingunni eða sátu hjá komast hjá því að ræða innihald skýrslunar [sic] og leggja ofuráherslu á hvort ráðherra hafi setið á henni yfir kosningar. Skýrsla um þau fyrirtæki sem rekin voru í gjaldþrot með ólögmætum hætti væri gagnleg, heildarskýrsla um öll þau úrræði sem í boði voru er nauðsynleg“ skrifaði hún. 

Stundin sendi Theodóru tölvupóst og spurði hvers vegna hún hefði fjarlægt textann. „Nei ég skipti ekki um skoðun enda hafa afleiðingar hrunsins verið í mínu fangi í mörg ár. Hins vegar þá færðist umræðan yfir á Stundina og er ég þakklát fyrir það. Nauðsynlegt að vekja athygli á hruninu því fjölmargir eru enn að glíma við afleiðingar,“ sagði hún í svari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár