Útlendingastofnun afgreiddi 54 mál í júlímánuði og aðeins fimm einstaklingar fengu hælisumsókn sína samþykkta. 27 málum lauk með synjun og 21 mál var afgreitt með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Þetta kemur fram í tölfræði sem birt er á vef Útlendingastofnunar í dag.
Í júlímánuði sóttu 42 einstaklingar frá 11 löndum um vernd á Íslandi. Flestir komu frá Albaníu og Írak. Heildarfjöldi umsækjenda á fyrstu sjö mánuðum ársins er þar með orðinn 316 en á sama tíma á síðasta ári höfðu 108 umsóknir borist.
Af þeim 54 málum sem afgreidd voru í júlímánuði voru 32 mál tekin til efnislegrar meðferðar, en einn umsækjandi hafði þegar fengið vernd annars staðar. Þá voru 15 efnismál afgreidd á grundvelli forgangsmeðferðar í maí.
Athugasemdir