Eftir þingkosningar vorið 2009 var Guðmundur Steingrímsson alþingismaður í svolítið sérkennilegri stöðu.
Hann hafði verið varaþingmaður Samfylkingarinnar kjörtímabilið 2007–2009. Líka aðstoðarmaður borgarstjóra og aldavinar síns, Dags B. Eggertssonar, í skrautlegu meirihlutasamstarfi í Reykjavík.
Sá síðarnefndi hafði raunar líka skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, föður Guðmundar.
Sem varaþingmaður Samfylkingarinnar hafði Guðmundur haft lítið að gera. Eiginlega ekki neitt, fyrir utan fjóra daga haustið 2007.
Þangað til. Þangað til. Og þá var það ekkert smá.
Guðmundur settist nefnilega á þing í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur 6. október 2008, daginn sem Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland. Á þingi var hann í tvær vikur, þær hinar sömu og hér fór allt fjandans til, Landsbankinn féll, sett voru neyðarlög, Bretar virkjuðu gegn Íslendingum hryðjuverkalög, Kaupþing féll og krónan var lögð inn á gjörgæzludeild, svo aðeins fátt sé nefnt um þessa atburða- og örlagaríku daga.
Óhætt er að fullyrða, að enginn hafi tekið í …
Athugasemdir