Ég veit að ég átti rétt á þessu,“ segir Greta Freydís Kaldalóns, húsnæðiseigandi í Hólahverfinu í Breiðholti, sem missir af skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar vegna mistaka í tölvuaðgerð.
Umsókn var skilyrði
Þegar ríkisstjórnin ákvað að framfylgja kosningaloforði Framsóknarflokksins um 300 milljarða króna lækkun á húsnæðisskuldum almennings var ákveðið að gerð yrði krafa um að húsnæðiseigendur sæktu sérstaklega um niðurfellinguna, fremur en að hún yrði sjálfvirk og sjálfsögð. Þá lá fyrir að þeir sem ekki myndu sækja um leiðréttinguna fyrir lok dags 1. september í fyrra myndu verða af henni. Greta var ein af þeim sem vildu fá peningana sem voru í boði, en henni mistókst.
Athugasemdir