Hellen Magnea Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu og embættismaður í stjórnarráðinu til tæpra tveggja áratuga, hefur átt hlut í aflandsfélagi á Tortóla ásamt eiginmanni sínum, Erni Karlssyni, um árabil. Félagið var stofnað árið 2001 og heitir Javelin Associates Holding Inc.
Þetta kemur fram í gagnagrunni á vef Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna sem byggir á Panamaskjölunum. Kastljós fjallaði um málið í gær og greindi frá því að samkvæmt gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca hefðu á þriðja hundrað milljóna króna verið fluttar frá Íslandi og inn í Tortólafélagið.
Athugasemdir