Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dorrit átti sjálf hlut í aflandsfélögum

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son í sigti er­lendra fjöl­miðla eft­ir að hafa sagt ósatt. „Nei, nei, nei, nei, nei - eða hvað?“ seg­ir í fyr­ir­sögn Süddeutsche Zeit­ung.

Dorrit átti sjálf hlut í aflandsfélögum

Dorrit Moussiaeff, forsetafrú Íslands, tengist minnst fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og að minnsta kosti tveimur aflandsfélögum. 

Samkvæmt upplýsingum frá HSBC átti Dorrit hlut á móti fjölskyldu sinni í félaginu Jaywick Properties Inc á Bresku jómfrúareyjunum en var einnig skráð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust. 

Guardian
Guardian Í umfjöllun breska miðilsins Guardian kemur fram að Ólafur þurfi að svara fyrir aflandseignir konunnar sinnar.

Til viðbótar benda gögnin til þess að hún hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára móðir hennar Alisa félli frá. Reykjavik Media fjallar um málið í dag, auk Guardian og Süddeutshe Zeitung. 

Nýverið var Ólafur Ragnar spurður að því í viðtali við CNN hvort eiginkona hans ætti aflandsreikninga eða hvort eitthvað ætti eftir að koma fram um hann og fjölskyldu hans.„Nei, nei, nei, nei, nei, það mun ekki koma á daginn.“ svaraði Ólafur Ragnar. 

Aðalfrétt Süddeutsche Zeitung
Aðalfrétt Süddeutsche Zeitung Í umfjöllun þýska blaðsins Süddeutsche kemur fram að forsætisráðherra Íslands hafi þurft að segja af sér og nú glími forsetinn „við vandamál vegna aflandsviðskipta“.

Eða hvað?

Í aðalumfjöllun vefútgáfu Süddeutsche Zeitung er fjallað um ósannindi forseta Íslands undir fyrirsögninni: „Nei, nei, nei, nei, nei – eða hvað?“

Þar segir: „Forseti Íslands fullyrti að kona hans hefði ekkert að gera með aflandsfélög. Samt er nú gert opinbert: Forsetafrúin hafði tengsl við nokkur skúffufyrirtæki.“

80 milljónir í Sviss

Raunin er sú að fjölskylda Dorritar, þar á meðal systur hennar tvær, áttu reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss árin 2006 og 2007. Sjálf var Dorrit skráð fyrir hlut í félögunum sem nefnd eru hér að ofan, en til viðbótar benda gögnin til þess að hún hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna. Fram kemur í umfjöllun Reykjavik Media að Dorrit líti á viðskiptin sem einkamál og vilji ekki svara spurningum um þau. 

Þá er haft eftir Örnólfi Thorssyni forsetaritara að forsetinn hafi enga vitneskju haft um félögin né heyrt um þau. Eins og bent er á í grein Guardian um málið hefur Ólafur Ragnar rætt á neikvæðum nótum um aflandsstarfsemi og meðal annars sagt að Íslendingar hafi mótmælt vegna þess að fólk fann fyrir siðferðilegri ógeðstilfinningu (e. moral disgust) eftir uppljóstranir um aflandsfélög.

Eins og frægt er orðið flutti Dorrit Moussaieff lögheimili sitt til Bretlands árið 2012.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár