Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dorrit átti sjálf hlut í aflandsfélögum

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son í sigti er­lendra fjöl­miðla eft­ir að hafa sagt ósatt. „Nei, nei, nei, nei, nei - eða hvað?“ seg­ir í fyr­ir­sögn Süddeutsche Zeit­ung.

Dorrit átti sjálf hlut í aflandsfélögum

Dorrit Moussiaeff, forsetafrú Íslands, tengist minnst fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og að minnsta kosti tveimur aflandsfélögum. 

Samkvæmt upplýsingum frá HSBC átti Dorrit hlut á móti fjölskyldu sinni í félaginu Jaywick Properties Inc á Bresku jómfrúareyjunum en var einnig skráð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust. 

Guardian
Guardian Í umfjöllun breska miðilsins Guardian kemur fram að Ólafur þurfi að svara fyrir aflandseignir konunnar sinnar.

Til viðbótar benda gögnin til þess að hún hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára móðir hennar Alisa félli frá. Reykjavik Media fjallar um málið í dag, auk Guardian og Süddeutshe Zeitung. 

Nýverið var Ólafur Ragnar spurður að því í viðtali við CNN hvort eiginkona hans ætti aflandsreikninga eða hvort eitthvað ætti eftir að koma fram um hann og fjölskyldu hans.„Nei, nei, nei, nei, nei, það mun ekki koma á daginn.“ svaraði Ólafur Ragnar. 

Aðalfrétt Süddeutsche Zeitung
Aðalfrétt Süddeutsche Zeitung Í umfjöllun þýska blaðsins Süddeutsche kemur fram að forsætisráðherra Íslands hafi þurft að segja af sér og nú glími forsetinn „við vandamál vegna aflandsviðskipta“.

Eða hvað?

Í aðalumfjöllun vefútgáfu Süddeutsche Zeitung er fjallað um ósannindi forseta Íslands undir fyrirsögninni: „Nei, nei, nei, nei, nei – eða hvað?“

Þar segir: „Forseti Íslands fullyrti að kona hans hefði ekkert að gera með aflandsfélög. Samt er nú gert opinbert: Forsetafrúin hafði tengsl við nokkur skúffufyrirtæki.“

80 milljónir í Sviss

Raunin er sú að fjölskylda Dorritar, þar á meðal systur hennar tvær, áttu reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss árin 2006 og 2007. Sjálf var Dorrit skráð fyrir hlut í félögunum sem nefnd eru hér að ofan, en til viðbótar benda gögnin til þess að hún hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna. Fram kemur í umfjöllun Reykjavik Media að Dorrit líti á viðskiptin sem einkamál og vilji ekki svara spurningum um þau. 

Þá er haft eftir Örnólfi Thorssyni forsetaritara að forsetinn hafi enga vitneskju haft um félögin né heyrt um þau. Eins og bent er á í grein Guardian um málið hefur Ólafur Ragnar rætt á neikvæðum nótum um aflandsstarfsemi og meðal annars sagt að Íslendingar hafi mótmælt vegna þess að fólk fann fyrir siðferðilegri ógeðstilfinningu (e. moral disgust) eftir uppljóstranir um aflandsfélög.

Eins og frægt er orðið flutti Dorrit Moussaieff lögheimili sitt til Bretlands árið 2012.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu