Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dekurmeðferð Heilsudrekans: „Dekur eða pyntingar?“

Björn Geir Leifs­son skurð­lækn­ir gagn­rýn­ir „ald­ar­gömlu aust­ur­lensku að­ferð­ina“ gua sha. Hann seg­ir sögu af manni sem kom á bráða­mót­tök­una í Mal­mö illa far­inn af gua sha. „Með­ferð­in“ kost­ar um 17 þús­und í Heilsu­drek­an­um.

Dekurmeðferð Heilsudrekans: „Dekur eða pyntingar?“
Gua sha sem gekk of langt Björn Geir segir þessa mynd vera lýsandi fyrir ásigkomulag mannsins í Malmö. „Þetta er alvöru Gua Sha,“ skrifar Björn Geir. Myndin er tekin af Wikipedia.

Björn Geir Leifsson skurðlæknir gagnrýnir harðlega svokallaða dekurmeðferð Heisludrekans á Facebook-síðu sinni. Um er að ræða gua sha meðferð sem kostar 16.900 krónur hjá Heilsdrekanum. „Ævaforn kínversk dekurmeðferð sem heitir „gua sha“ sem t.d. eykur flæði í andlitinu, endurnýjar húðina, minnkar augnþreytu, yngir upp andlitið, eykur orku og nærð góðri slökun,“ segir á heimasíðu Heilsudrekans. Á kínversku þýðir „gua“ að skafa meðan „sha“ þýðir mar. „Ekki beint trúverðugt það, ef skoðað er hvað Gua Sha er í raun og veru, jafnvel eins og það er stundað í dag. Þarna er hugtakið greinilega notað um einhvers konar andlitsgælur,“ segir Björn Geri um þessa lýsingu.

Líkt og blóðsugumeðferð

Björn Geir segir að gua sha sé í ætt við blóðtökuaðferðir sem og blóðsugumeðferð. „Meginhluti þessara lækningafornleifa, sem enn eru notaðar af auðtrúa sálum á rætur sínar að rekja til fornu blóðtökuaðferðanna þar sem stungið var og rist í kroppinn og blóð tekið í þeirri trú að það gerði einhverjum gott. Það sem við þekkjum í dag sem nálastungur var ekki til fyrr en í upphafi síðustu aldar um það bil. Þar áður samanstóðu austurlenskar stungulækningar af því sama og á vesturlöndum á öldum áður, stungum og skurðum til að hleypa út ímynduðum vessum og ólofti,“ skrifar Björn Geir.

Skurðlæknir
Skurðlæknir Björn Geir heldur úti „Vitleysuvaktinni“ þar sem óhefðbundnar lækningar eru gagnrýndar.

Ætlaði að hringja á lögregluna

Björn Geir rifjar svo upp atvik sem hann varð vitni að fyrir tveimur áratugum í Svíþjóð. „Þetta var að kvöldi á bráðavakt í Malmö fyrir tveimur áratugum þegar komið var inn með illa haldinn mann með mikla kviðverki. Það fyrsta sem skurðlækninum datt í hug þegar hann sá manninn var að láta einhvern hringja á lögregluna því maðurinn var marinn og blár frá hvirfli til ilja og greinilegt að hann hafði orðið fyrir útbreiddum áverkum. Marblettirnir voru í rákum og flekkjum sem ekki gátu verið af öðru en utanaðkomandi áverkum. Hann gat þó útskýrt að þetta hefði til komið vegna þess að fjölskyldan reyndi að lækna kviðverkina með því að skrapa fram mar með peningi. Sú töf sem varð á meðhöndlun botnlangabólgunnar hefði hæglega getað leitt til dauða, svo langt var hann leiddur,“ skrifar Björn Geir.

„Það er orðið að hátísku meðal vesturlenskra vitleysinga sem finnst spennandi og hressandi að láta þykjustulækna féfletta sig.“

Hátíska hjá Vesturlandabúum

Björn Geir bendir á að umrædd meðferð sé ekki eingöngu stunduð meðal austurlenskra innflytjenda á Vesturlöndum. „En gua sha og skyldar meiðingameðferðir er ekki bara til sem heimiliskreddur í austurlenskum innflytjendafjölskyldum. Það er orðið að hátísku meðal vesturlenskra vitleysinga sem finnst spennandi og hressandi að láta þykjustulækna féfletta sig,“ skrifar Björn Geir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár