Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dekurmeðferð Heilsudrekans: „Dekur eða pyntingar?“

Björn Geir Leifs­son skurð­lækn­ir gagn­rýn­ir „ald­ar­gömlu aust­ur­lensku að­ferð­ina“ gua sha. Hann seg­ir sögu af manni sem kom á bráða­mót­tök­una í Mal­mö illa far­inn af gua sha. „Með­ferð­in“ kost­ar um 17 þús­und í Heilsu­drek­an­um.

Dekurmeðferð Heilsudrekans: „Dekur eða pyntingar?“
Gua sha sem gekk of langt Björn Geir segir þessa mynd vera lýsandi fyrir ásigkomulag mannsins í Malmö. „Þetta er alvöru Gua Sha,“ skrifar Björn Geir. Myndin er tekin af Wikipedia.

Björn Geir Leifsson skurðlæknir gagnrýnir harðlega svokallaða dekurmeðferð Heisludrekans á Facebook-síðu sinni. Um er að ræða gua sha meðferð sem kostar 16.900 krónur hjá Heilsdrekanum. „Ævaforn kínversk dekurmeðferð sem heitir „gua sha“ sem t.d. eykur flæði í andlitinu, endurnýjar húðina, minnkar augnþreytu, yngir upp andlitið, eykur orku og nærð góðri slökun,“ segir á heimasíðu Heilsudrekans. Á kínversku þýðir „gua“ að skafa meðan „sha“ þýðir mar. „Ekki beint trúverðugt það, ef skoðað er hvað Gua Sha er í raun og veru, jafnvel eins og það er stundað í dag. Þarna er hugtakið greinilega notað um einhvers konar andlitsgælur,“ segir Björn Geri um þessa lýsingu.

Líkt og blóðsugumeðferð

Björn Geir segir að gua sha sé í ætt við blóðtökuaðferðir sem og blóðsugumeðferð. „Meginhluti þessara lækningafornleifa, sem enn eru notaðar af auðtrúa sálum á rætur sínar að rekja til fornu blóðtökuaðferðanna þar sem stungið var og rist í kroppinn og blóð tekið í þeirri trú að það gerði einhverjum gott. Það sem við þekkjum í dag sem nálastungur var ekki til fyrr en í upphafi síðustu aldar um það bil. Þar áður samanstóðu austurlenskar stungulækningar af því sama og á vesturlöndum á öldum áður, stungum og skurðum til að hleypa út ímynduðum vessum og ólofti,“ skrifar Björn Geir.

Skurðlæknir
Skurðlæknir Björn Geir heldur úti „Vitleysuvaktinni“ þar sem óhefðbundnar lækningar eru gagnrýndar.

Ætlaði að hringja á lögregluna

Björn Geir rifjar svo upp atvik sem hann varð vitni að fyrir tveimur áratugum í Svíþjóð. „Þetta var að kvöldi á bráðavakt í Malmö fyrir tveimur áratugum þegar komið var inn með illa haldinn mann með mikla kviðverki. Það fyrsta sem skurðlækninum datt í hug þegar hann sá manninn var að láta einhvern hringja á lögregluna því maðurinn var marinn og blár frá hvirfli til ilja og greinilegt að hann hafði orðið fyrir útbreiddum áverkum. Marblettirnir voru í rákum og flekkjum sem ekki gátu verið af öðru en utanaðkomandi áverkum. Hann gat þó útskýrt að þetta hefði til komið vegna þess að fjölskyldan reyndi að lækna kviðverkina með því að skrapa fram mar með peningi. Sú töf sem varð á meðhöndlun botnlangabólgunnar hefði hæglega getað leitt til dauða, svo langt var hann leiddur,“ skrifar Björn Geir.

„Það er orðið að hátísku meðal vesturlenskra vitleysinga sem finnst spennandi og hressandi að láta þykjustulækna féfletta sig.“

Hátíska hjá Vesturlandabúum

Björn Geir bendir á að umrædd meðferð sé ekki eingöngu stunduð meðal austurlenskra innflytjenda á Vesturlöndum. „En gua sha og skyldar meiðingameðferðir er ekki bara til sem heimiliskreddur í austurlenskum innflytjendafjölskyldum. Það er orðið að hátísku meðal vesturlenskra vitleysinga sem finnst spennandi og hressandi að láta þykjustulækna féfletta sig,“ skrifar Björn Geir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár