Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Börnin segja frá því sem gerðist í Læknum

„Ekki gera þetta,“ kall­aði Kristjana að litla bróð­ur sín­um áð­ur en hann féll í hyl­inn í Lækn­um. Eldri bróð­ir­inn sá Ís­land fjar­lægj­ast þeg­ar hann missti sjálf­ur með­vit­und.

Börnin segja frá því sem gerðist í Læknum
Einar Árni Ungi drengurinn frá Tálknafirði er talinn hafa bjargað lífi yngri bróður síns. Mynd: Rúv

Bræðurnir tveir frá Tálknafirði sem lentu í slysi í Læknum í Hafnarfirði og systir þeirra, Kristjana, sem sótti hjálp, sögðu alla söguna af slysinu í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. 

Hilmir Gauti Bjarnason, 9 ára, var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa eftir slysið. Hann hafði verið að reyna að ná bolta sem flaut á vatninu yfir hyl undir Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði þegar hann féll ofan í og festist í hringiðu.

Eldri bróðir hans, Einar Árni, lýsir því hvernig hann stökk á eftir honum og hætti lífi sínu til að bjarga hans.

Systkinin saman
Systkinin saman Systkinin Kristjana, Einar Árni og Hilmir Gauti á Landspítalanum, þar sem Hilmi var endanlega bjargað.

„Það var bolti þarna ofan í sem skoppaði smá upp og niður og Hilmir var að segja mér að hann ætlaði ekki að fara þarna ofan í. Hann var þarna fyrst á brúninni að reyna að ná boltanum og liggjandi á brúninni vinstra megin að reyna að ná honum. En það skvettist alltaf yfir andlitið á honum. Síðan sagði Kristjana „ekki gera þetta,“ út af því að hann gæti dottið á steypuna. Og hann hélt áfram að gera það. Síðan breytti hann um stellingu og fór ofan í með lappirnar.

„Þá fór Kristjana að öskra“

Þá fór Kristjana að öskra og ég fór úr jakkanum og var í öllu öðru, skónum og allt, og fór bara ofan í á eftir honum. Ég náði að lyfta honum aðeins upp, sem bjargaði líka pínu lífi hans, þannig að hann fékk pínu súrefni og þá var hann bara grátandi. Síðan var ég að klára að lyfta honum upp á bakkann, þá flæktist hann í löppinni á mér og ég datt með. Síðan var ég að rembast við að fara upp og reyna að ná súrefni, en út af því að við snerumst í hringi náðum við varla súrefni, eða í smá stund. Ég sá bara alltaf vatn en síðan prufaði ég að opna augun þegar ég var í vatninu og sá bara loftbólur. En ég sá alltaf steypuna þegar ég fór upp. Og síðan missti ég meðvitund og sá bara allt hvítt og Ísland að fara lengra og lengra í burtu.“

„Síðan missti ég meðvitund og sá bara allt hvítt og Ísland að fara lengra og lengra í burtu.“

Talið er að viðbrögð Einars Árna hafi skipt sköpum í því að halda lífi í Hilmi allan þann tíma sem hann var fastur í hylnum, en þau tryggðu að hann fékk súrefni lengur en ella. Að auki brást systir hans rétt og skjótt við, sem og vegfarendur sem stukku til hjálpar, bæði hin sextán ára gamla Eva Röver, nemandi í Lækjarskóla, sem kom móður barnanna til hjálpar, sem og 25 ára gamall vegfarandi sem stökk út í hylinn og lenti sjálfur í sjálfheldu. Þá lögðu tveir lögreglumenn sig í hættu við að bjarga bæði vegfarandanum, Einari Árna og Hilmi upp úr hringiðunni. Að auki var það Hilmi til láns að sérþjálfaðir sjúkraflutningamenn voru á námskeiði aðeins kílómetra frá, sem jók viðbragðshraðann.

Hilmir Gauti
Hilmir Gauti Hefur náð sér og varar við því að börn reyni að sækja fótbolta í vafasömum aðstæðum.

Einar Árni lýsir því hvernig hann komst aftur til meðvitundar og sá lögreglumennina tvo standa yfir sér. „Síðan fékk ég meðvitundina aftur og sá tvo lögreglumenn fyrir framan mig. Ég var liggjandi. Síðan man ég ekki meir. Síðan var ég allt í einu kominn inn í sjúkrabíl.“

Kristjana, systir hans, lýsir atburðarásinni frá öðru sjónarhorni. „Ég ætlaði að hoppa út í, en svo sá ég að ef Einar Árni getur það ekki, þá get ég það ekki. Ég vissi ekki hvort ég ætti fyrst að hringja í mömmu eða sjúkrabílinn, þannig að ég ákvað bara fyrst að hringja í mömmu. Svo heyrði Eva mig öskra. Hún hjálpaði virkilega mikið. Ég þorði ekki að horfa á þetta gerast. Hún hjálpaði mér að horfa ekki, snúa mér við, og talaði við mig. Hún spurði mig hvað ég væri gömul, hvar ég ætti heima, og hvað ég héti,“ segir hún.

Hjartað mitt hætti að slá í fjörtíu mínútur“

„Það var búið að segja mér frá þessu. Hjartað mitt hætti að slá í fjörtíu mínútur, þannig að ég man ekki neitt,“ segir Hilmir. Hann ætlar í framhaldinu að fara í skólann og reyna að halda lífi sínu áfram.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár