Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni segist óafvitandi hafa haft félag í skattaskjóli - Ólöf með umboð fyrir félag á Jómfrúareyjum

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, átti þriðj­ungs­hlut í fé­lagi á Seychell­es-eyj­um. „Nei, ég hef ekki ver­ið með nein­ar eign­ir í skatta­skjól­um eða neitt slíkt,“ sagði hann í fyrra. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra var með um­boð fyr­ir fé­lag í Bresku jóm­frúareyj­un­um. Hún seg­ir það hafa ver­ið vegna ráð­gjaf­ar Lands­bank­ans.

Bjarni segist óafvitandi hafa haft félag í skattaskjóli - Ólöf með umboð fyrir félag á Jómfrúareyjum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, átti þriðjungshlut í félagi sem er staðsett í skattaskjóli á Seychelles-eyjum. Í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook segist hann hafa staðið í þeirri trú að félagið, Falson & Co, sem notað var til að halda utan um fasteign í Dubai, hefði verið skráð í Lúxemborg þar til að blaðamaður sagði honum annað.

Í febrúar 2015 sagði Bjarni í samtali við Kastljósið að hann ætti ekki eignir í skattaskjóli: Nei, ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum eða neitt slíkt, sagði hann. Þá sagðist hann jafnframt hafa dregið sig úr viðskiptum og ætti ekki hlutabréf, en á þeim tíma sem hann hafi verið í viðskiptum hafi hann ekki nýtt sér skattaskjól í sínum viðskiptum.

Nú segist hann hafa svarað eftir bestu vitund, það hafi ekki verið fyrr en honum barst ábending frá erlendum blaðamanni að hann komst að því að svo hefði ekki verið.

Nei, ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum eða neitt slíkt.

Ólöf með umboð fyrir félag í Bresku jómfrúareyjunum

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal Var með umboð fyrir félag eiginmanns síns í skattaskjóli á Bresku jómfrúareyjunum.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tengist einnig aflandsfélögum sem vistuð eru í skattaskjólum, samkvæmt frétt Eyjunnar.

Í svari Ólafar við fyrirspurn Stundarinnar segir hún að hún hafi ekki átt hlut í félagi í skattaskjóli, en í ljós kemur að hún hafði umboð fyrir félag eiginmanns síns á Bresku jómfrúareyjunum.

„Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla,“ segir hún í svarinu.

„Miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn barst mér fyrirspurn frá tveimur þýskum blaðamönnum, Frederik Obermaier og Bastian Obermayer, fyrir hönd dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og útvarps- og sjónvarpsstöðvarinnar NDR, um Dooley Securities S.A, hlutafélag sem mun hafa veriðskráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Fyrirspurn þeirra snéri að hugsanlegum tengslum mínum við félagið. Mánudaginn 22. mars svaraði ég fyrirspurninni. Nokkrum dögum áður hafði, Tómas Sigurðsson, eiginmaður minn einnig svarað fyrirspurninni. Tómas hefur unnið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki undanfarin 12 ár, fyrst hér á Íslandi en síðar í Evrópu og nú starfar hann í New York,“ segir hún.

Stofnaði félag í skattaskjóli samkvæmt ráðgjöf Landsbankans

Skýringin á því að nafn hennar er á lista yfir Íslendinga með félög í skattaskjólum segir hún vera félag sem eiginmaður hennar lét stofna samkvæmt ráðgjöf Landsbankans árið 2006.

„Síðari hluta ársins 2006 leitaði Tómas ráðgjafar hjá Landsbanka Íslands varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Markmiðið var að njóta leiðsagnar bankans varðandi hugsanlegar fjárfestingar í erlendum verðbréfum enda starfsvettvangur Tómasar alþjóðlegur. Ráðgjafar Landsbankans lögðu til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag. Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði félagið, Dooley Securities og var bankinn skráður eigandi þess. Í undibúningi þessa máls veitti bankinn Tómasi umboð á umrætt félag og óskaði hann jafnframt eftir því að ég fengi sambærilegt umboð. Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á umræddum lista. En aðstæður breyttust og aldrei kom til þess að Tómas tæki yfir eignarhald þessa félags eða nýtti það til fjárfestinga. Allt þetta gerðist áður en ég tók sæti á Alþingi og voru þessi áform löngu aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.“

Ráðgjafar Landsbankans lögðu til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag.

Fyrirspurn á alla ráðherra

Stundin sendi jafnframt fyrirspurn á alla ráðherra í morgun og óskaði eftir upplýsingum um eignir þeirra erlendis.

RÚV greindi síðan frá því fyrr í kvöld að þrír ráðherrar tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. Kastljós mun á næstu dögum greina frá áður óbirtum upplýsingum um eignarhald stjórnmálamanna á fyrirtækjum í skattaskjólum í samstarfi við Reykjavík Media, fjölmiðlafyrirtæki í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.

Fyrir tveimur vikum greindi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, frá því að hún ætti félag sem skráð er erlendis. Það gerði hún eftir að Jóhannes Kr. hafði spurst fyrir um félagið. Eftir að hún greindi frá þessum upplýsingum kom á daginn að félagið var skráð í skattaskjóli á Bresku jómfrúareyjunum og hefði gert kröfur upp á um hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna.

Sigmundur Davíð
Sigmundur Davíð Eiginkona hans á félag í skattaskjóli á Bresku Jómfrúareyjunum.

Yfirlýsing Bjarna

Sem fyrr segir staðfesti Bjarni eignarhald sitt á félaginu í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook rétt í þessu. Hún var svo hljóðandi: 

Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram:

Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 m.kr. þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Ég gerði grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum og hef alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varnaþing í Lúxemborg. Það var ekki fyrr en mér barst ábending frá erlendum blaðamanni að ég komst að því að svo hefði ekki verið, en umrætt félag Falson & Co, var skráð á Seychelles-eyjum. Það hafði þó engin áhrif í skattalegu samhengi.

„Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði.“

Í þessu ljósi ber að skoða svör mín í Kastljósi 11. febrúar 2015, þar sem ég sagði aðspurður að ég hefði ekki átt neinar eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi.

Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Það hafði engar tekjur, skuldaði ekkert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eignir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starfsemi. Við gildistöku reglna um hagsmunaskráningu þingmanna átti ég því hvorki hlut í félagi í atvinnurekstri né aðrar fasteignir en húsnæði til eigin nota. Rétt er að taka fram að um þessi fasteignakaup hefur áður verið fjallað í fjölmiðlum árið 2010.

Ég tók þá ákvörðun er ég bauð mig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins að stunda ekki viðskipti samhliða starfi mínu og hef frá árinu 2009 ekki átt hlutabréf. Sem fjármálaráðherra hef ég beitt mér fyrir aðild Íslands að upplýsingaskiptasamningum um skattamál við önnur lönd, sem tryggja sjálfvirkar og betri upplýsingar fyrir íslensk skattyfirvöld. Að auki lagði ég til við ríkisstjórn Íslands að sérstök fjárheimild yrði sótt fyrir kaup á skattagögnum.

Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár