Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni segist óafvitandi hafa haft félag í skattaskjóli - Ólöf með umboð fyrir félag á Jómfrúareyjum

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, átti þriðj­ungs­hlut í fé­lagi á Seychell­es-eyj­um. „Nei, ég hef ekki ver­ið með nein­ar eign­ir í skatta­skjól­um eða neitt slíkt,“ sagði hann í fyrra. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra var með um­boð fyr­ir fé­lag í Bresku jóm­frúareyj­un­um. Hún seg­ir það hafa ver­ið vegna ráð­gjaf­ar Lands­bank­ans.

Bjarni segist óafvitandi hafa haft félag í skattaskjóli - Ólöf með umboð fyrir félag á Jómfrúareyjum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, átti þriðjungshlut í félagi sem er staðsett í skattaskjóli á Seychelles-eyjum. Í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook segist hann hafa staðið í þeirri trú að félagið, Falson & Co, sem notað var til að halda utan um fasteign í Dubai, hefði verið skráð í Lúxemborg þar til að blaðamaður sagði honum annað.

Í febrúar 2015 sagði Bjarni í samtali við Kastljósið að hann ætti ekki eignir í skattaskjóli: Nei, ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum eða neitt slíkt, sagði hann. Þá sagðist hann jafnframt hafa dregið sig úr viðskiptum og ætti ekki hlutabréf, en á þeim tíma sem hann hafi verið í viðskiptum hafi hann ekki nýtt sér skattaskjól í sínum viðskiptum.

Nú segist hann hafa svarað eftir bestu vitund, það hafi ekki verið fyrr en honum barst ábending frá erlendum blaðamanni að hann komst að því að svo hefði ekki verið.

Nei, ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum eða neitt slíkt.

Ólöf með umboð fyrir félag í Bresku jómfrúareyjunum

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal Var með umboð fyrir félag eiginmanns síns í skattaskjóli á Bresku jómfrúareyjunum.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tengist einnig aflandsfélögum sem vistuð eru í skattaskjólum, samkvæmt frétt Eyjunnar.

Í svari Ólafar við fyrirspurn Stundarinnar segir hún að hún hafi ekki átt hlut í félagi í skattaskjóli, en í ljós kemur að hún hafði umboð fyrir félag eiginmanns síns á Bresku jómfrúareyjunum.

„Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla,“ segir hún í svarinu.

„Miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn barst mér fyrirspurn frá tveimur þýskum blaðamönnum, Frederik Obermaier og Bastian Obermayer, fyrir hönd dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og útvarps- og sjónvarpsstöðvarinnar NDR, um Dooley Securities S.A, hlutafélag sem mun hafa veriðskráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Fyrirspurn þeirra snéri að hugsanlegum tengslum mínum við félagið. Mánudaginn 22. mars svaraði ég fyrirspurninni. Nokkrum dögum áður hafði, Tómas Sigurðsson, eiginmaður minn einnig svarað fyrirspurninni. Tómas hefur unnið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki undanfarin 12 ár, fyrst hér á Íslandi en síðar í Evrópu og nú starfar hann í New York,“ segir hún.

Stofnaði félag í skattaskjóli samkvæmt ráðgjöf Landsbankans

Skýringin á því að nafn hennar er á lista yfir Íslendinga með félög í skattaskjólum segir hún vera félag sem eiginmaður hennar lét stofna samkvæmt ráðgjöf Landsbankans árið 2006.

„Síðari hluta ársins 2006 leitaði Tómas ráðgjafar hjá Landsbanka Íslands varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Markmiðið var að njóta leiðsagnar bankans varðandi hugsanlegar fjárfestingar í erlendum verðbréfum enda starfsvettvangur Tómasar alþjóðlegur. Ráðgjafar Landsbankans lögðu til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag. Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði félagið, Dooley Securities og var bankinn skráður eigandi þess. Í undibúningi þessa máls veitti bankinn Tómasi umboð á umrætt félag og óskaði hann jafnframt eftir því að ég fengi sambærilegt umboð. Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á umræddum lista. En aðstæður breyttust og aldrei kom til þess að Tómas tæki yfir eignarhald þessa félags eða nýtti það til fjárfestinga. Allt þetta gerðist áður en ég tók sæti á Alþingi og voru þessi áform löngu aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.“

Ráðgjafar Landsbankans lögðu til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag.

Fyrirspurn á alla ráðherra

Stundin sendi jafnframt fyrirspurn á alla ráðherra í morgun og óskaði eftir upplýsingum um eignir þeirra erlendis.

RÚV greindi síðan frá því fyrr í kvöld að þrír ráðherrar tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. Kastljós mun á næstu dögum greina frá áður óbirtum upplýsingum um eignarhald stjórnmálamanna á fyrirtækjum í skattaskjólum í samstarfi við Reykjavík Media, fjölmiðlafyrirtæki í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.

Fyrir tveimur vikum greindi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, frá því að hún ætti félag sem skráð er erlendis. Það gerði hún eftir að Jóhannes Kr. hafði spurst fyrir um félagið. Eftir að hún greindi frá þessum upplýsingum kom á daginn að félagið var skráð í skattaskjóli á Bresku jómfrúareyjunum og hefði gert kröfur upp á um hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna.

Sigmundur Davíð
Sigmundur Davíð Eiginkona hans á félag í skattaskjóli á Bresku Jómfrúareyjunum.

Yfirlýsing Bjarna

Sem fyrr segir staðfesti Bjarni eignarhald sitt á félaginu í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook rétt í þessu. Hún var svo hljóðandi: 

Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram:

Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 m.kr. þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Ég gerði grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum og hef alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varnaþing í Lúxemborg. Það var ekki fyrr en mér barst ábending frá erlendum blaðamanni að ég komst að því að svo hefði ekki verið, en umrætt félag Falson & Co, var skráð á Seychelles-eyjum. Það hafði þó engin áhrif í skattalegu samhengi.

„Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði.“

Í þessu ljósi ber að skoða svör mín í Kastljósi 11. febrúar 2015, þar sem ég sagði aðspurður að ég hefði ekki átt neinar eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi.

Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Það hafði engar tekjur, skuldaði ekkert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eignir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starfsemi. Við gildistöku reglna um hagsmunaskráningu þingmanna átti ég því hvorki hlut í félagi í atvinnurekstri né aðrar fasteignir en húsnæði til eigin nota. Rétt er að taka fram að um þessi fasteignakaup hefur áður verið fjallað í fjölmiðlum árið 2010.

Ég tók þá ákvörðun er ég bauð mig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins að stunda ekki viðskipti samhliða starfi mínu og hef frá árinu 2009 ekki átt hlutabréf. Sem fjármálaráðherra hef ég beitt mér fyrir aðild Íslands að upplýsingaskiptasamningum um skattamál við önnur lönd, sem tryggja sjálfvirkar og betri upplýsingar fyrir íslensk skattyfirvöld. Að auki lagði ég til við ríkisstjórn Íslands að sérstök fjárheimild yrði sótt fyrir kaup á skattagögnum.

Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár