Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna

For­sæt­is­ráð­herra legg­ur til að völd for­seta Al­þing­is, sem val­inn er af rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um, verði auk­in með þeim hætti að hann ráði lengd um­ræðna þing­mála á Al­þingi. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þing­flokks­formað­ur Pírata telja til­lögu Bjarna vera frá­leita.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna
Bjarni Benediktsson Telur að auka þurfi völd forseta Alþingis. Mynd: RÚV

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill að forseti Alþingis fái aukin völd til þess að stjórna störfum þingsins og þar með takmarka umræðutíma minnihlutans. Bjarni sagði frá skoðun sinni í þættinum Eyjunni á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi.

„Það sem mér finnst einna mestu skipta er að forseti Alþingis myndi úthluta umræðutíma og standa stíft á því. [Þegar] öll sjónarmið í þessari umræðu eru komin fram eða við höfum gefið nægilegan tíma til þess að þau kæmu fram, er umræðunni lokið. Henni er bara lokið og þá er næsta mál á dagskrá,“ sagði Bjarni Benediktsson í þætti Eyjunnar í gærkvöldi.

Bjarni viðurkenndi í þættinum að réttur minnihlutans ynni gegn þessum breytingum, en taldi mögulegt að innleiða breytingarnar engu að síður. „Það sem kemur í veg fyrir að það sé gert er minnihlutavernd. Það eru uppi sjónarmið um að þá muni meirihluti þingisins valta yfir. En við þurfum bara að ræða það. Það eru leiðir sem hægt er að skoða,“ sagði Bjarni.

Formaður Samfylkingarinnar og þingflokksformaður Pírata telja tillögu Bjarna vera fráleita. Þeir segja það vera samdóma álit þingmanna á Alþingi að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hafi miðlað málum vel á milli stjórnarandstöðunnar og minnihlutans og ekki hafi komið upp núningar vegna umræðutíma þingmála á þingárinu. „Ég átta mig ekki á því hvaða áhyggjur Bjarni hefur. Það tíðkast reglulega í þinginu að menn semji um ákveðna umræðulengd þingmála. Það gengur hins vegar ekki að forseti Alþingis sé einum falið þetta vald,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Einar BrynjólfssonSegir tillögu Bjarna vera vonda hugmynd.

Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata, segir Pírata hafa lengi talað fyrir því að forseta Alþingis yrðu falin meiri völd og embættið gert sjálfstæðara frá framkvæmdavaldinu. „Að úthluta ræðutíma án samráðs er hins vegar ekki góð hugmynd. Eins og þetta er núna þá hefur ríkisstjórn og forsætisráðherra forseta Alþingis í vasanum.“

Samkvæmt þingskaparlögum skal forseti hafa samráð við formenn þingflokka um fyrirkomulag umræðna um mikilvæg mál ef ætla má að umræður verði miklar. Þá er honum heimilt með samþykki allra þingflokksformanna að ákveða, áður en umræða hefst, hve lengi umræðan má standa. Forseta er einnig heimilt að stinga upp á því að umræðum sé hætt. Samþykki meirihluta atkvæða þingmanna ræður úrslitum um slíkar tillögu.

Þannig er fyrirkomulag núgildandi þingskaparlaga, við úthlutun ræðutíma, talið mynda sátt um málið meðal stjórnarflokka og minnihlutans. Tillaga Bjarna sem gengur gegn núgildandi fyrirkomulagi er því fráleit í augum Einars og Loga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu