Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna

For­sæt­is­ráð­herra legg­ur til að völd for­seta Al­þing­is, sem val­inn er af rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um, verði auk­in með þeim hætti að hann ráði lengd um­ræðna þing­mála á Al­þingi. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þing­flokks­formað­ur Pírata telja til­lögu Bjarna vera frá­leita.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna
Bjarni Benediktsson Telur að auka þurfi völd forseta Alþingis. Mynd: RÚV

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill að forseti Alþingis fái aukin völd til þess að stjórna störfum þingsins og þar með takmarka umræðutíma minnihlutans. Bjarni sagði frá skoðun sinni í þættinum Eyjunni á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi.

„Það sem mér finnst einna mestu skipta er að forseti Alþingis myndi úthluta umræðutíma og standa stíft á því. [Þegar] öll sjónarmið í þessari umræðu eru komin fram eða við höfum gefið nægilegan tíma til þess að þau kæmu fram, er umræðunni lokið. Henni er bara lokið og þá er næsta mál á dagskrá,“ sagði Bjarni Benediktsson í þætti Eyjunnar í gærkvöldi.

Bjarni viðurkenndi í þættinum að réttur minnihlutans ynni gegn þessum breytingum, en taldi mögulegt að innleiða breytingarnar engu að síður. „Það sem kemur í veg fyrir að það sé gert er minnihlutavernd. Það eru uppi sjónarmið um að þá muni meirihluti þingisins valta yfir. En við þurfum bara að ræða það. Það eru leiðir sem hægt er að skoða,“ sagði Bjarni.

Formaður Samfylkingarinnar og þingflokksformaður Pírata telja tillögu Bjarna vera fráleita. Þeir segja það vera samdóma álit þingmanna á Alþingi að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hafi miðlað málum vel á milli stjórnarandstöðunnar og minnihlutans og ekki hafi komið upp núningar vegna umræðutíma þingmála á þingárinu. „Ég átta mig ekki á því hvaða áhyggjur Bjarni hefur. Það tíðkast reglulega í þinginu að menn semji um ákveðna umræðulengd þingmála. Það gengur hins vegar ekki að forseti Alþingis sé einum falið þetta vald,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Einar BrynjólfssonSegir tillögu Bjarna vera vonda hugmynd.

Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata, segir Pírata hafa lengi talað fyrir því að forseta Alþingis yrðu falin meiri völd og embættið gert sjálfstæðara frá framkvæmdavaldinu. „Að úthluta ræðutíma án samráðs er hins vegar ekki góð hugmynd. Eins og þetta er núna þá hefur ríkisstjórn og forsætisráðherra forseta Alþingis í vasanum.“

Samkvæmt þingskaparlögum skal forseti hafa samráð við formenn þingflokka um fyrirkomulag umræðna um mikilvæg mál ef ætla má að umræður verði miklar. Þá er honum heimilt með samþykki allra þingflokksformanna að ákveða, áður en umræða hefst, hve lengi umræðan má standa. Forseta er einnig heimilt að stinga upp á því að umræðum sé hætt. Samþykki meirihluta atkvæða þingmanna ræður úrslitum um slíkar tillögu.

Þannig er fyrirkomulag núgildandi þingskaparlaga, við úthlutun ræðutíma, talið mynda sátt um málið meðal stjórnarflokka og minnihlutans. Tillaga Bjarna sem gengur gegn núgildandi fyrirkomulagi er því fráleit í augum Einars og Loga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár