Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna

For­sæt­is­ráð­herra legg­ur til að völd for­seta Al­þing­is, sem val­inn er af rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um, verði auk­in með þeim hætti að hann ráði lengd um­ræðna þing­mála á Al­þingi. Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þing­flokks­formað­ur Pírata telja til­lögu Bjarna vera frá­leita.

Bjarni Benediktsson vill að forseti Alþingis ráði lengd umræðna
Bjarni Benediktsson Telur að auka þurfi völd forseta Alþingis. Mynd: RÚV

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill að forseti Alþingis fái aukin völd til þess að stjórna störfum þingsins og þar með takmarka umræðutíma minnihlutans. Bjarni sagði frá skoðun sinni í þættinum Eyjunni á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi.

„Það sem mér finnst einna mestu skipta er að forseti Alþingis myndi úthluta umræðutíma og standa stíft á því. [Þegar] öll sjónarmið í þessari umræðu eru komin fram eða við höfum gefið nægilegan tíma til þess að þau kæmu fram, er umræðunni lokið. Henni er bara lokið og þá er næsta mál á dagskrá,“ sagði Bjarni Benediktsson í þætti Eyjunnar í gærkvöldi.

Bjarni viðurkenndi í þættinum að réttur minnihlutans ynni gegn þessum breytingum, en taldi mögulegt að innleiða breytingarnar engu að síður. „Það sem kemur í veg fyrir að það sé gert er minnihlutavernd. Það eru uppi sjónarmið um að þá muni meirihluti þingisins valta yfir. En við þurfum bara að ræða það. Það eru leiðir sem hægt er að skoða,“ sagði Bjarni.

Formaður Samfylkingarinnar og þingflokksformaður Pírata telja tillögu Bjarna vera fráleita. Þeir segja það vera samdóma álit þingmanna á Alþingi að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hafi miðlað málum vel á milli stjórnarandstöðunnar og minnihlutans og ekki hafi komið upp núningar vegna umræðutíma þingmála á þingárinu. „Ég átta mig ekki á því hvaða áhyggjur Bjarni hefur. Það tíðkast reglulega í þinginu að menn semji um ákveðna umræðulengd þingmála. Það gengur hins vegar ekki að forseti Alþingis sé einum falið þetta vald,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Einar BrynjólfssonSegir tillögu Bjarna vera vonda hugmynd.

Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata, segir Pírata hafa lengi talað fyrir því að forseta Alþingis yrðu falin meiri völd og embættið gert sjálfstæðara frá framkvæmdavaldinu. „Að úthluta ræðutíma án samráðs er hins vegar ekki góð hugmynd. Eins og þetta er núna þá hefur ríkisstjórn og forsætisráðherra forseta Alþingis í vasanum.“

Samkvæmt þingskaparlögum skal forseti hafa samráð við formenn þingflokka um fyrirkomulag umræðna um mikilvæg mál ef ætla má að umræður verði miklar. Þá er honum heimilt með samþykki allra þingflokksformanna að ákveða, áður en umræða hefst, hve lengi umræðan má standa. Forseta er einnig heimilt að stinga upp á því að umræðum sé hætt. Samþykki meirihluta atkvæða þingmanna ræður úrslitum um slíkar tillögu.

Þannig er fyrirkomulag núgildandi þingskaparlaga, við úthlutun ræðutíma, talið mynda sátt um málið meðal stjórnarflokka og minnihlutans. Tillaga Bjarna sem gengur gegn núgildandi fyrirkomulagi er því fráleit í augum Einars og Loga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár