Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni Benediktsson sagði kjararáð „handónýtt“ en fær núna hálfrar milljón króna launahækkun

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skip­aði í kjara­ráð sem hækk­aði laun hans um 500 þús­und krón­ur á mán­uði á kjör­dag. Hann sagði í fyrra að kjara­ráð væri „handónýtt“.

Bjarni Benediktsson sagði kjararáð „handónýtt“ en fær núna hálfrar milljón króna launahækkun
Bjarni Benediktsson Skipaði fulltrúa í kjararáð sem ákvað launahækkun til hans og annarra þingmanna og ráðherra. Mynd: Pressphotos

„Þetta kerfi er handónýtt, bara handótnýtt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um kjararáð í fyrra.

Á kjördag ákvað kjararáð að hækka laun hans og annarra ráðherra um tæplega 500 þúsund krónur á mánuði og laun þingmanna um 338 þúsund krónur á mánuði. „Það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni í fyrra.

Bjarni lét orðin falla á fundi þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarpið 16. september í fyrra. Þar kynnti hann einnig áform um endurskoðun á lögum um kjararáð. Fundurinn var haldinn á Grand hótel, en þar fagnaði Bjarni kosningasigri sínum sama dag og launahækkunin var ákveðin.

Gagnrýni Bjarna sneri hins vegar ekki að hækkun launa eins og þeirri sem kjararáð ákvað á kjördag og lagafrumvarp hans um breytingar á kjararáðslögum hefði ekki komið í veg fyrir hana.

Gagnrýndi launalækkun þingmanna

Laun ráðherra voru lækkuð um 15 prósent og þingmanna um 7,5 prósent 1. janúar 2009 vegna efnahagshrunsins og gagnrýndi Bjarni það. 

„Það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt“

„Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“ sagði hann. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“

Laun alþingismanna hækkuðu um 60 þúsund krónur í nóvember í fyrra og aftur um 7,15 prósent í sumar. Þau hafa nú hækkað um 75 prósent á ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, upp í 1,1 milljón króna á mánuði, á sama tíma og almenn laun hafa hækkað mun minna, eða um 29 prósent.

Bjarni skipaði í kjararáð

Kjararáð er skipað fimm ráðsmönnum og er einn þeirra skipaður af fjármálaráðherranum, sem í þessu tilfelli var Bjarni Benediktsson, þrír af Alþingi og einn af Hæstarétti.

Núverandi ráð var skipað 1. júlí 2014 í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í mörg ár. Varaformaðurinn, Óskar Bergsson, var oddviti Framsóknar í borginni og státar sig af því að hafa virkjað Sigmund Davíð í starf Framsóknarflokksins.

Jónas Þór, lögmaður og stjórnarformaður Landsvirkjunar, er núverandi formaður kjararáðs. Jónas hefur lengi verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í stjórn Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í fjögur ár, 1994-98, og var formaður í eitt ár, 1996-97. Þá var hann jafnframt varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) undir formennsku Ásdísar Höllu Bragadóttur á árunum 1997-99.

Laun alþingismanna hafa hækkað mun meira en laun almennings.

Nánar um fólkið í kjararáði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár