Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson rýfur þögnina um barnið sem norska barnaverndin vill

„Þetta er mál sem snert­ir okk­ur öll,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son sem ræddi mál fimm ára ís­lensks drengs sem flytja á nauð­ug­an til Nor­egs eft­ir 35 daga. Hing­að til hef­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið neit­að að tjá sig og var þetta því í fyrsta skipt­ið sem stjórn­völd tjá sig um mál­ið.

Bjarni Benediktsson rýfur þögnina um barnið sem norska barnaverndin vill
Bjarni Benediktsson Sinnir starfi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal. Bjarni rauf þögnina í viðtali við Harmageddon í dag.

Bjarni Benediktsson, sitjandi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal, rauf þögnina um Eyjólf, fimm ára íslenskan dreng sem flytja á nauðugan til Noregs, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í hádeginu í dag. Stundin hefur ítarlega fjallað um málið og greindi fyrst frá því þann 28. júlí þegar amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, steig fram og sagðist hafa rænt barnabarninu sínu til þess að bjarga því.

Bjarni sagði þetta mál sem „snertir okkur öll“ og að kerfið okkar hér á landi væri ekki eins og „ískalt vélmenni“ sem hugsi ekkert og framkvæmi smakvæmt einhverjum rúðustrikuðum reglum.

Bíða niðurstöðu Hæstaréttar Íslands

„Já, þetta er mál sem snertir okkur, þegar í hlut eiga Íslendingar, íslenskur drengur sem kerfið einhvern veginn er að hrifsa til sín. Það sem er að gerast núna í þessari formlegu afgreiðslu er það að það er verið að láta reyna á alþjóðlegan sáttmála sem Ísland á aðild að. Þetta fellur undir skilgreininguna að vera brottnámsmál og það er verið að láta reyna á það hvort niðurstaðan sem fékkst í Noregi haldi gagnvart Íslandi. Það eru samkvæmt þessum sáttmála undanþágur frá því hvenær stjórnvöld í einu landi eða dómstólar eiga að virða þá meginreglu að erlenda ríkið ráði. Við verðum auðvitað fyrst að fá niðurstöðu í dómstólameðferðina en síðan hefur líka verið samband á milli barnaverndaryfirvalda – þetta er ekki þannig að kerfið okkar sé eins og ískalt stálvélmenni sem að hugsi ekkert og bara framkvæmi samkvæmt einhverjum rúðustrikuðum reglum. Þetta er ekki þannig og auðvitað erum við hér bæði innanríkisráðuneytið, barnaverndaryfirvöld og síðan úti í Noregi, það eru allir að horfa á það að það eru sálir sem eiga allt undir í þessu ferli,“ sagði Bjarni.

Fluttur fram og tilbaka á milli landa?

Líkt og Stundin greindi frá í gær þá hefur Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, haft samband við norsku barnaverndina í Kristiansand, sömu stofnun og krefst framsals drengsins. Þetta staðfesti Bragi í samtali við Stundina en sagði þó að norska barnaverndin hafi viljað fá niðurstöðu úr áfrýjuninni til Hæstaréttar áður en viðræðum yrði haldið áfram. Það þýðir einfaldlega að svo gæti farið að drengurinn yrði fluttur til Noregs eftir 35 daga og í kjölfarið myndu einhvers konar samningaviðræður fara fram um framsal drengsins aftur til Íslands. Frosti Logason, einn af stjórnendum Harmageddon, spurði Bjarna um einmitt þetta.

Þið viljið leyfa formsatriðunum að klárast í Hæstarétti og sjá síðan til eftir það? Á að senda drenginn út og vinna síðan í þessu þá?

„Það sem er ekki hægt fyrir innanríkisráðuneytið að gera er að grípa inn í framkvæmd dómsmáls. Það bara er ekki hægt. Menn verða bara að trúa því og treysta á það að það er verið að fylgjast nákvæmlega með þessu máli, málið er í réttum farvegi, barnaverndaryfirvöld eru að fylgjast með því og ég hef augun á því líka og við munum gera allt sem við getum sem stjórnvöld fyrir íslenska ríkisborgara og vegna þess að bæði þessi Haag-sáttmáli sem þú vísar til og íslensk lög og norsk, þau eru öll smíðuð með það fyrir augum að gæta hagsmuna barnsins. Til þess er þetta allt saman. Þetta er ekki smíðað til að verja hagsmuni fósturheimila,“ svaraði Bjarni.

En manni finnst samt eins og þetta kerfi sé að fara gegn sjálfum sér eða því sem því var ætlað?

„Ég held að við séum bara öll á sama stað með það að þegar við hugsum um þetta mál þá óttumst við verstu mögulegu niðurstöðu. Við skulum ekki gefa okkur hana fyrirfram.“

Eyjólfur á 35 daga eftir á Íslandi

Líkt og Stundin hefur áður greint frá þá dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur norsku barnaverndinni í hag í byrjun október. Dómurinn var byggður á Haag-samningnum þar sem segir meðal annars að taka verði mál brottnumins barns fyrir í því landi sem það hafði fasta búsetu í áður en það var brottnumið. Lögfróðir menn hafa þó bent á að Haag-samningnum hafi verið ætlað að vernda foreldra en ekki stofnanir á borð við norsku barnaverndina.

Í dómsorði kom fram að fjölskylda Eyjólfs hefur 60 daga til þess að koma honum í hendur íslenskra stjórnvalda sem síðan munu fylgja honum til Noregs. Helena, amma Eyjólfs, neitar að afhenda norskum stjórnvöldum drenginn og því ljóst að hann verður fjarlægður með lögregluvaldi af heimili sínu í Reykjavík og fluttur nauðugur af landi brott. Í dag eru 35 dagar þar til lögreglan knýr til dyra á heimili hins fimm ára Eyjólfs.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Bjarna Benediktsson frá því í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
10
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár