Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni Benediktsson rýfur þögnina um barnið sem norska barnaverndin vill

„Þetta er mál sem snert­ir okk­ur öll,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son sem ræddi mál fimm ára ís­lensks drengs sem flytja á nauð­ug­an til Nor­egs eft­ir 35 daga. Hing­að til hef­ur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið neit­að að tjá sig og var þetta því í fyrsta skipt­ið sem stjórn­völd tjá sig um mál­ið.

Bjarni Benediktsson rýfur þögnina um barnið sem norska barnaverndin vill
Bjarni Benediktsson Sinnir starfi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal. Bjarni rauf þögnina í viðtali við Harmageddon í dag.

Bjarni Benediktsson, sitjandi innanríkisráðherra í fjarveru Ólafar Nordal, rauf þögnina um Eyjólf, fimm ára íslenskan dreng sem flytja á nauðugan til Noregs, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í hádeginu í dag. Stundin hefur ítarlega fjallað um málið og greindi fyrst frá því þann 28. júlí þegar amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, steig fram og sagðist hafa rænt barnabarninu sínu til þess að bjarga því.

Bjarni sagði þetta mál sem „snertir okkur öll“ og að kerfið okkar hér á landi væri ekki eins og „ískalt vélmenni“ sem hugsi ekkert og framkvæmi smakvæmt einhverjum rúðustrikuðum reglum.

Bíða niðurstöðu Hæstaréttar Íslands

„Já, þetta er mál sem snertir okkur, þegar í hlut eiga Íslendingar, íslenskur drengur sem kerfið einhvern veginn er að hrifsa til sín. Það sem er að gerast núna í þessari formlegu afgreiðslu er það að það er verið að láta reyna á alþjóðlegan sáttmála sem Ísland á aðild að. Þetta fellur undir skilgreininguna að vera brottnámsmál og það er verið að láta reyna á það hvort niðurstaðan sem fékkst í Noregi haldi gagnvart Íslandi. Það eru samkvæmt þessum sáttmála undanþágur frá því hvenær stjórnvöld í einu landi eða dómstólar eiga að virða þá meginreglu að erlenda ríkið ráði. Við verðum auðvitað fyrst að fá niðurstöðu í dómstólameðferðina en síðan hefur líka verið samband á milli barnaverndaryfirvalda – þetta er ekki þannig að kerfið okkar sé eins og ískalt stálvélmenni sem að hugsi ekkert og bara framkvæmi samkvæmt einhverjum rúðustrikuðum reglum. Þetta er ekki þannig og auðvitað erum við hér bæði innanríkisráðuneytið, barnaverndaryfirvöld og síðan úti í Noregi, það eru allir að horfa á það að það eru sálir sem eiga allt undir í þessu ferli,“ sagði Bjarni.

Fluttur fram og tilbaka á milli landa?

Líkt og Stundin greindi frá í gær þá hefur Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, haft samband við norsku barnaverndina í Kristiansand, sömu stofnun og krefst framsals drengsins. Þetta staðfesti Bragi í samtali við Stundina en sagði þó að norska barnaverndin hafi viljað fá niðurstöðu úr áfrýjuninni til Hæstaréttar áður en viðræðum yrði haldið áfram. Það þýðir einfaldlega að svo gæti farið að drengurinn yrði fluttur til Noregs eftir 35 daga og í kjölfarið myndu einhvers konar samningaviðræður fara fram um framsal drengsins aftur til Íslands. Frosti Logason, einn af stjórnendum Harmageddon, spurði Bjarna um einmitt þetta.

Þið viljið leyfa formsatriðunum að klárast í Hæstarétti og sjá síðan til eftir það? Á að senda drenginn út og vinna síðan í þessu þá?

„Það sem er ekki hægt fyrir innanríkisráðuneytið að gera er að grípa inn í framkvæmd dómsmáls. Það bara er ekki hægt. Menn verða bara að trúa því og treysta á það að það er verið að fylgjast nákvæmlega með þessu máli, málið er í réttum farvegi, barnaverndaryfirvöld eru að fylgjast með því og ég hef augun á því líka og við munum gera allt sem við getum sem stjórnvöld fyrir íslenska ríkisborgara og vegna þess að bæði þessi Haag-sáttmáli sem þú vísar til og íslensk lög og norsk, þau eru öll smíðuð með það fyrir augum að gæta hagsmuna barnsins. Til þess er þetta allt saman. Þetta er ekki smíðað til að verja hagsmuni fósturheimila,“ svaraði Bjarni.

En manni finnst samt eins og þetta kerfi sé að fara gegn sjálfum sér eða því sem því var ætlað?

„Ég held að við séum bara öll á sama stað með það að þegar við hugsum um þetta mál þá óttumst við verstu mögulegu niðurstöðu. Við skulum ekki gefa okkur hana fyrirfram.“

Eyjólfur á 35 daga eftir á Íslandi

Líkt og Stundin hefur áður greint frá þá dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur norsku barnaverndinni í hag í byrjun október. Dómurinn var byggður á Haag-samningnum þar sem segir meðal annars að taka verði mál brottnumins barns fyrir í því landi sem það hafði fasta búsetu í áður en það var brottnumið. Lögfróðir menn hafa þó bent á að Haag-samningnum hafi verið ætlað að vernda foreldra en ekki stofnanir á borð við norsku barnaverndina.

Í dómsorði kom fram að fjölskylda Eyjólfs hefur 60 daga til þess að koma honum í hendur íslenskra stjórnvalda sem síðan munu fylgja honum til Noregs. Helena, amma Eyjólfs, neitar að afhenda norskum stjórnvöldum drenginn og því ljóst að hann verður fjarlægður með lögregluvaldi af heimili sínu í Reykjavík og fluttur nauðugur af landi brott. Í dag eru 35 dagar þar til lögreglan knýr til dyra á heimili hins fimm ára Eyjólfs.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Bjarna Benediktsson frá því í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár