Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson fær að „njóta vafans“

Eft­ir „ólíð­andi“ skýrslu­mál fær Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að „njóta vaf­ans“, að sögn Pawels Bartoszeks, þing­manns Við­reisn­ar. Bjarni verð­ur því for­sæt­is­ráð­herra í skugga þess að hann ákvað að koma í veg fyr­ir birt­ingu skýrslu um um­fang af­l­and­seigna Ís­lend­inga, sem er áfell­is­dóm­ur yf­ir stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarni Benediktsson fær að „njóta vafans“
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisfokksins verður forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Mynd: Pressphotos/Geirix

Þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ákveðið að birta ekki skattaskjólsskýrslu, sem gagnrýnir harðlega aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokksins, fyrr en eftir kosningar, og að vinnubrögðin hafi verið „ólíðandi“, mun Bjarni „njóta vafans“ og verða næsti forsætisráðherra Íslands.

Þetta kemur fram í viðtali við Pawel Bartoszek, þingmann Viðreisnar, við Morgunblaðið í dag

„Bjarni fór vel yfir þetta frá sín­um sjón­ar­hóli og við vilj­um trúa því að hann hafi að minnsta kosti ekki haft neinn sér­stak­an ásetn­ing í þessu máli. Það breyt­ir þó ekki því að vinnu­brögðin eru ekki til fyr­ir­mynd­ar – langt í frá,“ segir Pawel.

„Ólíðandi“

Pawel BartoszekNýr þingmaður Viðreisnar treystir Bjarna þrátt fyrir „óviðunandi“ skýrslumál.

Haft er eftir Pawel að skýrslumálið sé „ólíðandi“. Fram hefur komið að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem sjálfur átti eignir í skattaskjóli, ákvað að birta ekki skýrslu um umfang eigna Íslendinga í skattaskjóli fyrir kosningar. Jafnframt hefur komið fram að efni skýrslunnar er áfellisdómur yfir „aðgerðarleysi“ Sjálfstæðisflokksins vegna skattaundanskota og „aflandsvæðingu“ íslenskra viðskipta í valdatíð flokksins. Auk þess hefur komið fram að Bjarni sagði ósatt í viðtali við Ríkisútvarpið um málið. Hann sagði að hann hefði fengið skýrsluna eftir að Alþingi var slitið og því ekki náð að kynna hana þar fyrir kosningar. Skýrslan var hins vegar afhent ráðuneyti hans 13. september, mánuði áður en Alþingi var slitið. Loks hafði merking á forsíðu skýrslunnar, sem sagði „september 2016“, verið gerð ólæsileg fyrir birtingu hennar.

Þrátt fyrir gagnrýni á vinnubrögð og hagsmunastöðu Bjarna í málinu verður hann gerður að forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar sem tilkynnt er um í dag. 

Pawel segist, í samtali við Morgunblaðið, treysta honum til að leiða ríkisstjórn. „Mér fannst svör Bjarna þó vera þess eðlis að ég treysti hon­um til að leiða rík­is­stjórn. Ég er per­sónu­lega til­bú­inn að leyfa hon­um að njóta vafans.“

Vildi ekki „kosningasamhengi“

Áður hefur komið fram að Bjarni geymdi 40 milljónir króna í aflandsfélagi, leyndi því, gaf skattayfirvöldum rangar upplýsingar um skráningu félagsins og neitaði því, aðspurður í viðtali við Kastljósið, að hafa átt eignir í skattaskjóli.

Boðað var til kosninga síðastliðið vor vegna umræðu um skattaskjólseignir stjórnmálamanna. Fram kom við svokallaðan Panama-leka, úr lögfræðistofunni Mossack Fonseca, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði átt skattaskjólsfélag með eiginkonu sinni, án þess að láta vita af því, með verulegar kröfur á hendur þrotabúum íslensku bankanna á sama tíma og Sigmundur átti viðræður vegna þess. Bjarni útskýrði ákvörðun sína um að fresta birtingu skýrslunnar með því að hann vildi ekki „setja skýrsluna í kosningasamhengi“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár