Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson fær að „njóta vafans“

Eft­ir „ólíð­andi“ skýrslu­mál fær Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að „njóta vaf­ans“, að sögn Pawels Bartoszeks, þing­manns Við­reisn­ar. Bjarni verð­ur því for­sæt­is­ráð­herra í skugga þess að hann ákvað að koma í veg fyr­ir birt­ingu skýrslu um um­fang af­l­and­seigna Ís­lend­inga, sem er áfell­is­dóm­ur yf­ir stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarni Benediktsson fær að „njóta vafans“
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisfokksins verður forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Mynd: Pressphotos/Geirix

Þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ákveðið að birta ekki skattaskjólsskýrslu, sem gagnrýnir harðlega aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokksins, fyrr en eftir kosningar, og að vinnubrögðin hafi verið „ólíðandi“, mun Bjarni „njóta vafans“ og verða næsti forsætisráðherra Íslands.

Þetta kemur fram í viðtali við Pawel Bartoszek, þingmann Viðreisnar, við Morgunblaðið í dag

„Bjarni fór vel yfir þetta frá sín­um sjón­ar­hóli og við vilj­um trúa því að hann hafi að minnsta kosti ekki haft neinn sér­stak­an ásetn­ing í þessu máli. Það breyt­ir þó ekki því að vinnu­brögðin eru ekki til fyr­ir­mynd­ar – langt í frá,“ segir Pawel.

„Ólíðandi“

Pawel BartoszekNýr þingmaður Viðreisnar treystir Bjarna þrátt fyrir „óviðunandi“ skýrslumál.

Haft er eftir Pawel að skýrslumálið sé „ólíðandi“. Fram hefur komið að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem sjálfur átti eignir í skattaskjóli, ákvað að birta ekki skýrslu um umfang eigna Íslendinga í skattaskjóli fyrir kosningar. Jafnframt hefur komið fram að efni skýrslunnar er áfellisdómur yfir „aðgerðarleysi“ Sjálfstæðisflokksins vegna skattaundanskota og „aflandsvæðingu“ íslenskra viðskipta í valdatíð flokksins. Auk þess hefur komið fram að Bjarni sagði ósatt í viðtali við Ríkisútvarpið um málið. Hann sagði að hann hefði fengið skýrsluna eftir að Alþingi var slitið og því ekki náð að kynna hana þar fyrir kosningar. Skýrslan var hins vegar afhent ráðuneyti hans 13. september, mánuði áður en Alþingi var slitið. Loks hafði merking á forsíðu skýrslunnar, sem sagði „september 2016“, verið gerð ólæsileg fyrir birtingu hennar.

Þrátt fyrir gagnrýni á vinnubrögð og hagsmunastöðu Bjarna í málinu verður hann gerður að forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar sem tilkynnt er um í dag. 

Pawel segist, í samtali við Morgunblaðið, treysta honum til að leiða ríkisstjórn. „Mér fannst svör Bjarna þó vera þess eðlis að ég treysti hon­um til að leiða rík­is­stjórn. Ég er per­sónu­lega til­bú­inn að leyfa hon­um að njóta vafans.“

Vildi ekki „kosningasamhengi“

Áður hefur komið fram að Bjarni geymdi 40 milljónir króna í aflandsfélagi, leyndi því, gaf skattayfirvöldum rangar upplýsingar um skráningu félagsins og neitaði því, aðspurður í viðtali við Kastljósið, að hafa átt eignir í skattaskjóli.

Boðað var til kosninga síðastliðið vor vegna umræðu um skattaskjólseignir stjórnmálamanna. Fram kom við svokallaðan Panama-leka, úr lögfræðistofunni Mossack Fonseca, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði átt skattaskjólsfélag með eiginkonu sinni, án þess að láta vita af því, með verulegar kröfur á hendur þrotabúum íslensku bankanna á sama tíma og Sigmundur átti viðræður vegna þess. Bjarni útskýrði ákvörðun sína um að fresta birtingu skýrslunnar með því að hann vildi ekki „setja skýrsluna í kosningasamhengi“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
2
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Byggjum við af gæðum?
5
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár