Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Biðst afsökunar á því að hafa sett hús sveitarfélagsins á Airbnb

Ró­bert Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri Grinda­vík­ur, við­ur­kenn­ir að hafa ekki feng­ið heim­ild hjá bæj­ar­stjórn til að setja hús í eigu sveit­ar­fé­lag­ins á Airbnb.

Biðst afsökunar á því að hafa sett hús sveitarfélagsins á Airbnb

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa skráð hús í eigu Grindavíkurbæjar á Airbnb. Þá viðurkennir hann að hafa ekki fengið heimild hjá sveitarfélaginu til að skrá eignina á síðuna. 

Stundin sagði frá því í byrjun mánaðar að Róbert byggi í húsnæði í eigu sveitarfélagsins en leigði jafnframt út herbergi í húsinu til ferðamanna. Hvorki Róbert né Hjálmar Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar, vildu þá tjá sig um það hvort húsið væri leigt út með samþykki bæjarstjórnar. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,“ útskýrði Róbert í samtali við Stundina. 


Yfirlýsing Róberts í heild sinni:

Um miðjan ágúst síðastliðinn skráði ég eitt herbergi á heimili mínu til leigu fyrir ferðamenn á vefsíðunni Airbnb, eins og kom fram í fréttaflutningi Stundarinnar. Ég afskráði herbergið af síðunni 10. september síðastliðinn.

Þar sem ég hef afnot af húsi í eigu Grindavíkurbæjar, hefði ég átt að leita heimildar eigandans áður en ég skráði eignina á Airbnb. Það gerði ég ekki, sem voru mistök sem ég biðst innilega afsökunar á.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár