Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Benedikt segir ráðherra ekki hafa áhuga á aukinni þróunaraðstoð

Fram­kvæmda­stjóri SOS barna­þorp­anna seg­ir stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á sviði þró­un­ar­að­stoð­ar „lýsa ákveð­inni sjálfs­elsku þjóð­ar sem hef­ur nóg til alls.“ Fjár­mála­ráð­herra kenn­ir ótil­greind­um ráð­herra eða ráð­herr­um um að ekki sé meiri fjár­mun­um var­ið til þró­un­ar­að­stoð­ar en raun ber vitni.

Benedikt segir ráðherra ekki hafa áhuga á aukinni þróunaraðstoð

Þróunaraðstoð er ekki „áhugamál“ allra ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá þessu á opnum fundi Viðreisnar í kvöld. 

Eins og Stundin hefur áður greint frá gerir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ráð fyrir að Ísland verði áfram undir meðaltali OECD-ríkja og langt undir meðaltali Norðurlandanna hvað varðar framlög til þróunarsamvinnu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum næstu fimm ári. Var fjármálaráðherra gagnrýndur fyrir þetta á fundi Viðreisnar í dag og spurður hvort ekki mætti gera betur. 

„Jújú, auðvitað er hægt að gera betur á þessu sviði en þá þurfum við að taka peningana einhvers staðar annars staðar og það er bara ákvörðun sem þarf að taka,“ svaraði Benedikt. „Þetta er áhugamál margra í ríkisstjórninni að auka þetta en kannski ekki alveg allra.“

„Þetta er áhugamál margra í ríkisstjórninni að auka þetta en kannski ekki alveg allra“

Árið 2013 náðist þverpólitísk sátt um aukin framlög til þróunarsamvinnu á Alþingi. 39 þingmenn úr öllum flokkum samþykktu þingsályktun þar sem mörkuð var sú stefna að árið 2019 rynnu 0,7% af vergum þjóðartekjum Íslendinga til þróunarmála. Þetta eru hátt í þrefalt hærri framlög en núverandi ríkisstjórn vill verja til málaflokksins árið 2019 og allt til ársins 2022.

Framlög Íslendinga til þróunarsamvinnu nema 0,25% af vergum þjóðartekjum á þessu ári og samkvæmt áætlunin fjármálaráðherra munu þau nema 0,26% út áætlunartímabil fjármálaáætlunarinnar. 

Ragnar Schram, framkvæmdastjórir SOS Barnaþorpanna á Íslandi, skilaði fjárlaganefnd Alþingis umsögn um fjármálaáætlunina í dag. Þar harmar hann stefnu ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlög til þróunarmála.

„Í ljósi þess að Ísland hefur stutt markmið Sameinuðu þjóðanna í áraraðir um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum í þróunarsamvinnu verður að segja að umrædd markmið um 0,26% eru allt of lág og lýsa ákveðinni sjálfselsku þjóðar sem hefur nóg til alls,“ skrifar Ragnar.

„Lýsa ákveðinni sjálfselsku
þjóðar sem hefur nóg til alls“

Þá gerir hann athugasemd við þá aðferðafræði ríkisstjórnarinnar að setja þróunarsamvinnu annars vegar og móttöku flóttamanna og hælisleitenda hins vegar undir sama hatt í fjármálaáætluninni. Með þessu sé verið að „klípa af þróunarlöndunum það sem þau ættu að fá samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár