Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins

Lög­fræð­ing­ur­inn Sæv­ar Þór Jóns­son, sem er í þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, sendi Stund­inni inn­heimtu­kröfu upp á 7,5 millj­ón­ir króna vegna birt­ing­ar mynda af Arn­þrúði Karls­dótt­ur sem Út­varp Saga not­aði til kynn­ing­ar á dag­skrárlið­um. Full­trúi Sæv­ars bauðst til þess að fall­ið yrði frá kröf­unni gegn því að Sæv­ari yrði hald­ið fyr­ir ut­an um­fjöll­un blaðs­ins um út­varps­stöð­ina.

Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins
Arnþrúður, Pétur og Sævar Þór Sævar Þór sendi kröfu um að greiddar yrðu 500 þúsund krónur fyrir hverja mynd af Arnþrúði Karlsdóttur.

Útvarp Saga krefst 7,5 milljóna króna frá útgáfufélagi Stundarinnar vegna birtingar á myndum af  útvarpsstjóranum Arnþrúði Karlsdóttur, sem stöðin deildi á Facebook-síðu sinni til kynningar á efni útvarpsstöðvarinnar. Krafan var send af lögfræðingnum Sævari Þór Jónssyni, sem er á þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Sævar hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist leita uppi ærumeiðandi ummæli um forsvarsmenn Útvarps Sögu. Eftir að blaðamaður Stundarinnar falaðist eftir viðbrögðum Sævars Þórs var boðist til þess að afturkalla kröfuna gegn því að ekki yrði rætt um Sævar í samhengi við umfjöllun um Útvarp Sögu.

 Sævar Þór tilkynnti um yfirvofandi lögfræðilegar aðgerðir vegna umræðunnar um rasisma á Útvarpi Sögu í bloggfærslu á Eyjunni í fyrra. Í færslunni, sem bar fyrirsögnina „Ekkert heilagt“, lýsti hann því að tjáningafrelsinu væru skorður settar og að fólk þyrfti að geta varið ummæli sín fyrir dómi. „Að undanförnu hef ég fyrir hönd stjórnenda útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu fylgst með umræðunni um stöðina og forsvarsmenn hennar og má með sanni segja að sú umræða er komin út fyrir öll velsæmismörk ... Stjórnendur útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu hafa falið mér að sækja þá til ábyrgðar sem harðast hafa gengið fram gegn persónum þeirra með óvægnum og ómálefnalegum hætti.“ 

 

Arnþrúður KarlsdóttirHér ásamt Pétri Gunnlaugssyni, félaga sínum af Útvarpi Sögu, til hægri.

Krafan 483 þúsund krónum hærri en verðskrá

Nú þegar tæpir ellefu mánuðir eru liðnir frá því að leit Sævars að fjandmönnum stöðvarinnar hófst er aðeins eitt mál á borði Sævars, og beinist það gegn Stundinni. Hann sækir ekki á grundvelli meiðyrða heldur birtinga á ljósmyndum af opinberri Facebook-síðu Útvarps Sögu, meðal annars ádeilumyndinni af Arnþrúði í búrku. Þann 31. ágúst sendi lögmannsstofan Lögmenn Sundagörðum innheimtuviðvörun á Stundina vegna notkunar á ljósmyndum í eigu útvarpsstöðvarinnar með fréttum á vef Stundarinnar. Sævar fer fram á 500 þúsund krónur fyrir hvert skipti sem mynd er birt af Arnþrúði af Facebook-síðu Útvarps Sögu.

Algengt er að fjölmiðlar birti kynningarmyndir fyrirtækja af Facebook-síðum þeirra. Hvað varðar höfundarrétt segir gjaldskrá Myndstefs að gjald fyrir prentaða ljósmynd sem er 1/8 úr blaðsíðu sé tæplega 17 þúsund krónur, eða 483 þúsund krónum lægra en krafa Sævars fyrir Útvarps Sögu í fimmtán tilfellum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræða um rasisma

Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu
Erlent

Ótt­ast að falsk­ar frétt­ir grafi und­an lýð­ræð­inu í Evr­ópu

Svo­köll­uð­um fölsk­um frétt­um hef­ur fjölg­að veru­lega í Þýskalandi á nýju ári. Face­book hef­ur gert samn­ing við rann­sókn­ar­fjöl­mið­il­inn Cor­rectiv um að sann­reyna þýsk­ar frétt­ir. Svip­að­ir samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir í Banda­ríkj­un­um. Frönsk og þýsk stjórn­völd ótt­ast að falsk­ar frétt­ir geti haft veru­leg áhrif á kosn­inga­úr­slit í lönd­un­um tveim­ur. Stjórn­mála­menn nýta sér orð­ræð­una um falsk­ar frétt­ir í þeim til­gangi að grafa und­an gagn­rýn­inni um­ræðu.
Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“
Fréttir

Vill að þeir sem sýna af sér „óæski­lega hegð­un“ verði til­kynnt­ir til stjórn­valda svo hægt sé að „grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða“

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og odd­viti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, tel­ur að fram und­an séu tím­ar þar sem grípa þurfi til að­gerða í þágu ör­ygg­is og frið­ar sem fólk kunni að upp­lifa sem tak­mörk­un á mann­rétt­ind­um sín­um. Vax­andi út­lend­inga­hat­ur sér­stakt áhyggju­efni.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár