Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Áslaug Arna fullyrti ranglega að ríkisútgjöld væru nánast hvergi hærri meðal þróaðra ríkja en á Íslandi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins og formað­ur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, flutti jóm­frú­ar­ræðu sína á Al­þingi í gær.

Áslaug Arna fullyrti ranglega að ríkisútgjöld væru nánast hvergi hærri meðal þróaðra ríkja en á Íslandi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona og ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sagði í jómfrúarræðu sinni á Alþingi í gær að útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu væru nánast hvergi hærri meðal þróaðra ríkja en á Íslandi. 

Á annan tug þróaðra ríkja, meðal annars flest nágrannaríki Íslands, verja hærra hlutfalli af vergri landsframleiðslu til ríkisútgjalda heldur en íslenska ríkið. Í þessum hópi eru til dæmis Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Þýskaland og Frakkland. Þá eru meðalútgjöld hins opinbera á evrusvæðinu mun hærri en á Íslandi.

„Íslendingar hafa, því miður, fengið að kynnast of mörgum og of miklum sveiflum í hagkerfinu. Okkur hefur tekist illa að tryggja stöðugleika og við virðumst of oft missa tökin, ekki síst þegar vel gengur. Áskorun okkar nú er að viðhalda þeirri góðu stöðu sem við búum við í dag og styrkja um leið þær stoðir sem velferð okkar og öryggi hvílir á,“ sagði Áslaug Arna í ræðu sinni um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. „Útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu eru eiginlega hvergi hærri meðal þróaðra ríkja en á Íslandi. Ef enn skortir fé í viss verkefni, sem við erum sammála um að geri, hlýtur vandamálið að liggja í augum uppi. Það felst í rangri forgangsröðun og nýtingu þeirra fjármuna sem fyrir eru.“

Eurostat og OECD taka árlega saman gögn um fjármál hins opinbera þar sem bera má saman hagstærðir ríkja. Samkvæmt gögnunum, sem aðgengileg eru á netinu, er Ísland langt frá því að vera það þróaða ríki sem ver mestum fjármunum til opinberra útgjalda miðað við landsframleiðslu. 18 ríki voru framar Íslandi í röðinni árið 2015 og 15 ríki árið 2014 samkvæmt upplýsingum á vef Eurostat. Staðan er svipuð ef litið er fleiri ár aftur í tímann. Þá eru meðalútgjöld hins opinbera á evrusvæðinu mun hærri en á Íslandi.

Á vef OECD má sjá hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu hjá 30 ríkjum samtakanna og eru þar 12 ríki með hærri ríkisútgjöld en Ísland. Hlutfallið er 45,3 prósent hjá Íslandi en hátt í 60 prósent hjá Belgíu, Danmörku, Frakklandi og Finnlandi. 

Í jómfrúarræðu sinni sagði Áslaug Arna að þess væru fjölmörg dæmi á liðnum árum að skammsýnir stjórnmálamenn ynnu að því að auka umsvif ríkisins á öllum sviðum og „blása ríkisbáknið út burt séð frá því hvort á því var nokkur nauðsyn“. Reikningurinn hafi síðan verið sendur skattgreiðendum framtíðarinnar. „Stjórnmálamenn hafa verið, og eru sumir hverjir enn, ósparir á annarra manna fé og telja ekkert athugavert við stóraukin og ósjálfbær útgjöld ríkissjóðs ár eftir ár,“ sagði Áslaug Arna. 

Sjá einnig:

Segir að heilbrigðisþjónustan á Íslandi sé
betri en þjónustan á hinum Norðurlöndunum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár