Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, seg­ist ekki bú­ast við að þing­menn grípi inn í launa­hækk­an­ir sín­ar og seg­ir þær vera „leið­rétt­ingu“, en laun al­menn­ings hafa hækk­að mun minna en laun al­þing­is­manna á síð­asta ára­tug.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans
Benedikt Jóhannesson Formaður Viðreisnar reynir nú að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð. Mynd: Pressphotos

45 prósenta launahækkun alþingismanna, sem ákveðin var á kjördag en tilkynnt eftir kosningar, verður líklega ekki afturkölluð af alþingismönnum, þrátt fyrir að forseti Íslands hafi hvatt alþingismenn til að „vinda ofan af“ hækkuninni og gefið sína launahækkun til góðgerðarmála.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að launahækkunin væri „leiðrétting á inngripum undanfarinna ára“ og að hann vænti þess að hún yrði ekki afturkölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði upphaflega að hækkunin væri „mjög mikil“ og þarfnaðist skýringa, en kvaðst síðar ekki spenntur fyrir því að grípa inn í hana.

Laun þingmanna voru hækkuð um 338 þúsund krónur á mánuði 29. október í 1,1 milljón króna á mánuði, fyrir utan álagsgreiðslur. Hækkunin nemur 1,3 lágmarkslaunum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar og forseti Íslands hækkuðu um hálfa milljón króna í mánaðarlaunum á sama tíma.

„Verið er að leiðrétta alls konar inngrip“

„Ég býst ekki við því að hróflað verði við úrskurði kjararáðs, þrátt fyrir óánægju. Verið er að leiðrétta alls konar inngrip undanfarinna ára og því á ég ekki von á að gripið verði inn í ákvörðun kjararáðs,“ segir Benedikt Jóhannesson í Morgunblaðinu í dag.

Þingmenn og ráðherrar fá meiri launahækkanirSamanburður á þróun launavísitölu, sem birtir almenna launaþróun, við launaþróun alþingismanna og ráðherra, sýnir að stjórnmálamenn hafa notið mun meiri launahækkana en almenningur á síðustu 10 árum.

Mun meiri hækkun en hjá almenningi

Þingmenn hafa hins vegar hækkað mun meira í launum en almennir launþegar á undanförnum árum.

Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á rúmlega þremur árum. Launavísitala, sem sýnir almenna launaþróun, hefur hins vegar aðeins hækkað um 28,9 prósent á sama tímabili. 

Hluti af hækkuninni skýrist af því að þingmenn voru lækkaðir í launum um 7,5% samkvæmt lagabreytingu 1. janúar 2009 vegna efnahagshrunsins. En það segir ekki alla söguna, því munurinn á launahækkunum alþingismanna og kjósenda þeirra teygir sig yfir lengra tímabil.

Árið 2006 voru laun alþingismanna 485.579 krónur á mánuði. Þar sem þau eru nú 1.101.194 krónur er hækkun þeirra 127 prósent á tíu árum.  

Almenn launaþróun frá árinu 2006 er hins vegar 98,6 prósent hækkun á tíu árum fram í september 2016, samkvæmt launavísitölu, töluvert minna en þingmanna. Þingmenn hafa því hækkað í launum 28,4 prósentustigum meira en almenningur á síðustu tíu árum. 

Forsetinn gagnrýndi hækkunina

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gagnrýndi launahækkunina daginn sem hún var tilkynnt og vísaði málinu óformlega til þingsins. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun,“ sagði hann.

„Mjög mikil hækkun“Bjarni Benediktsson skipaði meðal annarra í kjararáð en vill ekki grípa inn í ákvörðunina sem veitir honum hálfrar milljón króna launahækkun.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, skipaði einn af fimm meðlimum kjararáðs, auk þess sem þrír til viðbótar voru skipaðir af Alþingi, sagði að launahækkanirnar þörfnuðust skýringa, vegna þess hversu háar þær væru. „Þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast ítarlegra útskýringa,“ sagði hann.

Síðar, í byrjun desember, sagðist hann ekki spenntur fyrir því að Alþingi gripi inn í þessar miklu launahækkanir alþingismanna og ráðherra. Samkvæmt fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sagði Bjarni kjararáð vera „hálfgerðan dómstól og vildi síður að Alþingi væri að skipta sér af þeim úrskurði með beinum hætti“.

Bjarni sagði í fyrra að kerfið utan um kjararáð væri „handónýtt, bara handótnýtt“. 

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Fjórir af fimm meðlimum ráðsins eru pólitískt skipaðir, af alþingismönnunum og ráðherranum hjá hverjum ráðið hækkaði laun verulega á kjördag.

Varaði við launahækkunum almennings

Þorsteinn VíglundssonVaraði við því að fólk fengi launahækkanir.

Samflokksmaður Benedikts Jóhannessonar hjá Viðreisn, Þorsteinn Víglundsson, gagnrýndi launahækkanir almennings harðlega í fyrra. Þorsteinn var þá formaður Samtaka atvinnulífsins en er nú nýkjörinn þingmaður. Hann varaði við því að launahækkanir mættu mest verða 3 til 4 prósent til að forðast verðbólgu. „Við höfum séð að framleiðniaukning hefur því miður verið ónóg á síðustu árum. Ekki verið nema um það bil eitt prósent á ári að meðaltali. Það segir okkur að svigrúmið er á bilinu 3 til 4 prósent sem er í kringum 3,5 prósent eins og Seðlabankinn hefur bent á sem að atvinnulífið gæti ráðið við.“

Launahækkanir alþingismanna nema sem áður segir um 75 prósent á síðustu þremur árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
3
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
4
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
6
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
7
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
9
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
10
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár