Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Allt Grænland sýnir Íslandi samhug“

Kveikt hafa ver­ið ljós um allt Græn­land í kvöld vegna Birnu Brjáns­dótt­ur.

„Allt Grænland sýnir Íslandi samhug“
Frétt Sermitsiaq Tæplega 450 ummæli hafa verið skrifuð við frétt Sermitsiaq um samhug Grænlendinga. Mynd: Sermitsiaq.ag

Stór hópur fólks safnaðist saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk, höfuðborg Grænlands, í 15 gráða frosti í kvöld. Hópurinn tendraði ljós til minningar um Birnu Brjánsdóttur og til að sýna aðstandendum hennar, og Íslendingum öllum, samhug.

Ljósin voru ekki aðeins tendruð í Nuuk. Einnig hefur fólk safnast saman og kveikt á kertum í bæjunum Maniitsoq, Paamiut, Qaqortoq, Nanortalik og Uummannaq. Samkvæmt frétt Sermitsiaq stóð einnig til að kveikja ljós í Tasiilaq.

Í Tasiilaq á Austur-Grænlandi hafa íbúar undanfarið syrgt þrjár konur. Á einni viku sviptu tvær konur sig lífi. Þriðja konan, sem var 39 ára gömul, var myrt 13. janúar af 72 ára gömlum manni.  

Skipta um prófílmyndSumir Grænlendingar hafa skipt um prófílmynd á Facebook og sett fána Íslands og Grænlands.

Grænlendingar hafa fylgst náið með framvindu rannsóknarinnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur og eftir að hún fannst látin í dag barst samúðarbylgja frá landinu til Íslands.

„Þetta er mál sem snerti mig djúpt, eins og aðra hér,“ sagði Aviaja E. Lynge, sem upphaflega setti fram hugmyndina um að kveikja ljós í Facebook-færslu.

„Manni líður eins og maður geti ekki gert neitt þegar eitthvað svona hræðilegt gerist. Við tengjumst Íslandi sterkum böndum og það er gott að sýna samúð á þennan hátt, nú þegar getur ekki gert neitt annað,“ bætti hún við í samtali við Sermitsiaq.

Hugmyndin um að sýna samhug með tendrun ljósa dreifðist um allt Grænland í dag. Fjallað er um viðbrögð Grænlendinga í fréttinni „Allt Grænland sýnir Íslandi samhug“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár