Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Allt Grænland sýnir Íslandi samhug“

Kveikt hafa ver­ið ljós um allt Græn­land í kvöld vegna Birnu Brjáns­dótt­ur.

„Allt Grænland sýnir Íslandi samhug“
Frétt Sermitsiaq Tæplega 450 ummæli hafa verið skrifuð við frétt Sermitsiaq um samhug Grænlendinga. Mynd: Sermitsiaq.ag

Stór hópur fólks safnaðist saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk, höfuðborg Grænlands, í 15 gráða frosti í kvöld. Hópurinn tendraði ljós til minningar um Birnu Brjánsdóttur og til að sýna aðstandendum hennar, og Íslendingum öllum, samhug.

Ljósin voru ekki aðeins tendruð í Nuuk. Einnig hefur fólk safnast saman og kveikt á kertum í bæjunum Maniitsoq, Paamiut, Qaqortoq, Nanortalik og Uummannaq. Samkvæmt frétt Sermitsiaq stóð einnig til að kveikja ljós í Tasiilaq.

Í Tasiilaq á Austur-Grænlandi hafa íbúar undanfarið syrgt þrjár konur. Á einni viku sviptu tvær konur sig lífi. Þriðja konan, sem var 39 ára gömul, var myrt 13. janúar af 72 ára gömlum manni.  

Skipta um prófílmyndSumir Grænlendingar hafa skipt um prófílmynd á Facebook og sett fána Íslands og Grænlands.

Grænlendingar hafa fylgst náið með framvindu rannsóknarinnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur og eftir að hún fannst látin í dag barst samúðarbylgja frá landinu til Íslands.

„Þetta er mál sem snerti mig djúpt, eins og aðra hér,“ sagði Aviaja E. Lynge, sem upphaflega setti fram hugmyndina um að kveikja ljós í Facebook-færslu.

„Manni líður eins og maður geti ekki gert neitt þegar eitthvað svona hræðilegt gerist. Við tengjumst Íslandi sterkum böndum og það er gott að sýna samúð á þennan hátt, nú þegar getur ekki gert neitt annað,“ bætti hún við í samtali við Sermitsiaq.

Hugmyndin um að sýna samhug með tendrun ljósa dreifðist um allt Grænland í dag. Fjallað er um viðbrögð Grænlendinga í fréttinni „Allt Grænland sýnir Íslandi samhug“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
3
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár