Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

AGS: Æskilegt að hækka auðlinda- og eignaskatta á Íslandi

Ís­lensk stjórn­völd sjá eft­ir því að hafa auk­ið rík­is­út­gjöld of mik­ið í fjár­lög­um árs­ins 2017 að því er fram kom á fund­um emb­ætt­is­manna við sendi­nefnd Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Geng­inu verð­ur leyft að styrkj­ast til að skapa svig­rúm til vaxta­lækk­ana.

AGS: Æskilegt að hækka auðlinda- og eignaskatta á Íslandi

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi telur að æskilegustu skattbreytingarnar hér á landi væru hækkun virðisaukaskatts, eignaskatta og auðlindaskatta. Mikilvægt sé að forgangsraða fjármunum hins opinbera til innviðafjárfestinga og heilbrigðis- og menntamála.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslum sem kynntar voru í gær vegna reglubundinnar umræðu um efnahagsaðstæður á Íslandi í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað að almennt þrep virðisaukaskatts verði lækkað árið 2019. Telur Fjármálaráð, sérfræðingahópur skipaður af fjármálaráðherra, að sú aðgerð sé „líkleg til að ganga gegn grunngildinu um stöðugleika við þær efnahagsaðstæður sem nú ríkja.“

Í fjármálaáætlun stjórnarinnar er hins vegar gert ráð fyrir hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, en óljóst er hvort þingmeirihluti sé fyrir slíkri breytingu.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað mjög fyrir hækkun eigna- og auðlindaskatta undanfarin ár, en fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ekki ráð fyrir aukinni skattheimtu á því sviði.

Genginu leyft að styrkjast

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að raunveruleg hætta sé á því að íslenska hag­kerfið ofhitni. Því sé brýnt að gæta aðhalds og draga úr spennu í efnahagslífinu. Fjárlög ársins 2017 hafi verið of þensluhvetjandi í ljósi þess hvar við erum stödd í hagsveiflunni og gæta þurfi vel að framhaldinu. Fram kemur að íslensk stjórnvöld hafi viðurkennt við starfsmenn sjóðsins að þau sjái eftir því að hafa aukið ríkisútgjöld um of í fjárlögum ársins 2017. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár