Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kallar eftir því að umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans

„Ég tel að um­boðs­mað­ur Al­þing­is sé næsti vett­vang­ur þessa máls,“ sagði Júlí­us Víf­ill Ingvars­son sem ætl­ar að senda um­boðs­manni sér­stakt er­indi vegna snið­göngu­máls­ins. Sam­þykkt borg­ar­stjórn­ar var dreg­in til baka í gær.

Kallar eftir því að umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans
Júlíus Vífill borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Mynd: xd.is

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill „vísa innkaupabanni til umboðsmanns“. Þetta kemur fram á Mbl.is í dag og er vísað til samþykktar borgarstjórnar frá 15. september um að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísrael meðan hernám Palestínu stendur yfir.

Júlíus kallar eftir því að umboðsmaður Alþingis hefji frumkvæðisathugun á vinnubrögðum borgarstjórnarmeirihlutans. Í ljósi þess að Júlíus hefur ekki verið beittur rangsleitni af hálfu stjórnvalds getur hann ekki sent umboðsmanni hefðbundna kvörtun. Hins vegar ætlar hann að biðja umboðsmann um að rannsaka verklag borgarstjórnarmeirihlutans á grundvelli 5. gr. laga um umboðsmann þar sem fjallað er um frumkvæðismál. Nái vilji Júlíusar fram að ganga verður þetta fyrsta frumkvæðismálið sem umboðsmaður tekur til formlegrar athugunar á þessu ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sniðgöngumálið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár