Ekki er ástæða til að efast um að ákvæði 14. gr. laga um opinber innkaup geti átt við ísraelsk fyrirtæki. Þetta segir utanríkisráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar um fréttatilkynningu þess frá því í síðustu viku. Þar var fullyrt að ef Reykjavíkurborg hygðist breyta innkaupastefnu sinni með bindandi hætti, þannig að ísraelskar vörur yrðu sniðgengnar, þá færi slíkt í bága við lög.
Í svarinu kemur fram að ákvæði 14. gr. laga um opinber innkaup endurspegli sams konar bann við mismunun og er að finna í alþjóðlegum samningum sem Ísland á aðild að. Er vísað sérstaklega til samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um opinber innkaup frá 2014. Bæði Ísland og Ísrael eru aðilar að þeim samningi.
Athugasemdir