Ég á barnsföður. Nei, leyfið mér að byrja upp á nýtt. Ég á barn. Ég deili uppeldinu með þremur einstaklingum, bónusmömmu, bónuspabba og svo auðvitað fyrrnefndum barnsföður mínum.
Ég og bónusmamma vinnum hjá sama fyrirtæki. Það er engin tilviljun, hún einfaldlega mælti með mér þegar hún vissi að ég væri í atvinnuleit, enda vissi hún að ég væri hæf í starfið. Hún var margoft spurð hvort hún væri viss um þetta og hvort hún gerði sér grein fyrir því hvað hún væri að gera. Enda er mýtan um hina ógnvænlegu barnsmóður/nýju kærustu það langlíf að það þykir í hæsta máta óeðlilegt að við skulum vera vinkonur. Ég veit fátt skemmtilegra en að umgangast hana og saman, að okkar mati allavega, veitum við samstarfsfélögum okkar endalausa afþreyingu með óviðeigandi gríni um okkar fjölskyldumynstur, þar sem kæri barnsfaðir minn er oftar en ekki skotspónninn. Uppspretta gamanefnisins er óendanleg því það er af …
Athugasemdir