Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280 milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Jó­hann­es Stef­áns­son stýrði aldrei banka­reikn­ing­um Sam­herja­fé­laga á Kýp­ur sem greitt hafa hálf­an millj­arða króna í mút­ur til Tunda­vala In­vest­ments í Dubaí. Meira hef­ur ver­ið greitt í mút­ur eft­ir að hann hætti en þeg­ar hann vann hjá Sam­herja. Þor­steinn Már Bald­vins­son kenn­ir Jó­hann­esi al­far­ið um mútu­greiðsl­urn­ar.

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280  milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti
280 milljónir í mútur eftir starfslokin Samherjafélög á Kýpur hafa greitt 280 milljónir króna í mútur til Dubaí eftir að Jóhannes Stefánsson hætti að vinna hjá fyrirtækinu um sumarið 2016. Mynd: Davíð Þór

Tvö eignarhaldsfélög Samherja á Kýpur greiddu rúmlega 280 milljónir króna í mútur til eignarhaldsfélags James Hatuikulipi í Dubai eftir að Jóhannes Stefánsson hætti hjá fyrirtækinu í júlí árið 2016. Þetta eru hærri mútugreiðslur en bárust til Dubai-félagsins þegar Jóhannes starfaði hjá Samherja í Namibíu á árunum 2012 til 2016 en þá námu greiðslurnar tæplega 220 milljónum.  Þetta sýna gögnin sem Wikileaks, Stundin, Kveikur og Al Jazeera vinna úr í sameiningu. 

Jóhannes stýrði hins vegar aldrei bankareikningum félaganna á Kýpur, hvorki meðan hann starfaði hjá Samherja né eftir að hann lét af störfum hjá félaginu. Jóhannes var með prókúru á bankareikningum Samherjafélaga í Namibíu en ekki á Kýpur, hvorki meðan hann starfaði þar né eftir að hann hætti. 

Síðustu millifærslurnar sem miðlarnir hafa heimildir fyrir eru frá því í byrjun þessa árs, frá 9. og 31. janúar 2019 en þá var Jóhannes búinn að setja sig í samband við Wikileaks út af Namibíumálinu með það fyrir augum að upplýsa um millifærslurnar. 

Getur Jóhannes hafa stýrt bankareikningunum?

Samherji heldur því fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær að Jóhannes Stefánsson beri einn ábyrgð á mútugreiðslunum. Neitar Þorsteinn Már Baldvinsson því ekki að greiðslurnar hafi átt sér stað: „Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, eftir þátt Ríkisútvarpsins þar sem margvíslegar ásakanir komu fram á hendur fyrirtækinu.

Ef það sem Þorsteinn Már segir er rétt þá hefur Jóhannes Stefánsson náð að stýra og framkvæma greiðslur frá fyrirtækjum Samherja á Kýpur, Esju Seafood og Noa Pelagic Ltd., upp á 280 milljónir króna eftir að hann hætti að vinna hjá Samherja. Hvernig Jóhannes á að hafa getað gert þetta kemur ekki fram í yfirlýsingu Samherja. Einnig kemur ekki fram hvaða hagsmuni Jóhannes á að hafa haft af því sem einstaklingur að stunda mútugreiðslur til aðila sem útveguðu Samherja kvóta af reikningum Samherjafélaga eftir að hann hætti að vinna þar fyrir rúmlega þremur árum. 

Í þessu felst líka að Jóhannes hefur þurft að hafa komið að mútumillifærslunum frá Kýpur, með einhverjum hætti, eftir að hann ákvað að upplýsa um málið og vinna við það var hafin.

Millifærslurnar innan Namibíu

Við þessar millifærslur frá Kýpurfélögunum, sem Jóhannes stýrði aldrei og hafði aldrei prókúru fyrir, bætast millifærslur frá Namibíufélögum Samherja til fyrirtækja Namibíumannanna.  Þessar millifærslur eru fjölmargar og umfangsmiklar.  

Árið 2018 millifærði Samherjafélög í Namibíu til dæmis 16  sinnum inn á reikninga eignarhaldsfélaga í eigu þremenninganna, meðal annars JTH Trading og Fitty Entertainment. Þessar millifærslur námu í heildina meira en 70 milljónum króna.

Jóhannes Stefánsson hafði á þessum tíma ekki lengur prókúru yfir þessum bankareikningum eða aðgang að þeim með nokkrum hætti enda löngu hættur að vinna hjá Samherja þegar þessar mútugreiðslur áttu sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár