Claudie Ashonie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, sem vísað var úr landi í síðustu viku þrátt fyrir að vera komin 36 vikur á leið, gagnrýnir nýleg ummæli Sigríðar Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að óskað hefði verið eftir því að konan færi sjálfviljug úr landi en hún ekki orðið við því.
„Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ sagði Sigríður í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudag.
Claudie segir að fyrrum dómsmálaráðherra hafi þarna farið rangt með staðreyndir málsins. „Þetta er einfaldlega rangt og fyrrverandi dómsmálaráðherra ætti að vita betur, …
Athugasemdir