Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svanavatnið, uppgangur þjóðernispopúlisma og sækadelía

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 13.-21. nóv­em­ber.

Svanavatnið, uppgangur þjóðernispopúlisma og sækadelía

Þetta og margt annað er að gerast á næstunni.

Reykjavik Dance Festival

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 20.–23. nóvember
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðinum

Vetrarútgáfa Reykjavík Dance Festival er fögnuður danslista í breiðum skilningi, en margvíslegir viðburðir munu spretta upp á höfuðborgarsvæðinu, allt frá gjörningum í partí, listrænt spjall og sýningar. Meðal viðburða er gönguferð með fötluðum og ófötluðum leiðsögumönnum um Reykjavík, vinnusmiðja þar sem eldri borgurum býðst að læra að semja og spila pönktónlist og 35 mínútna athöfn þar sem konur á öllum aldri skapa lifandi andrúmsloft með söng og dansi þar sem kvenorka ræður ríkjum. Einnig verða reifaðar hugmyndir um krakkaveldi, eða hvernig heimurinn væri ef börn réðu ríkjum og hefðu ákvörðunarvald yfir til dæmis aðgerðaráætlun og framkvæmd gegn hamfarahlýnun.

Kvintett Rebekku Blöndal

Hvar? Harpa
Hvenær? 13. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Söngkonan Rebekka Blöndal og hljómsveit flytur lög stórsöngkonunnar Billie Holiday. Hún skildi eftir sig ótal perlur, margar þeirra magnþrungnar ballöður og ástarlög og verður það helsta sem unnendur hennar þekkja flutt á tónleikunum. Rebekka er ein af efnilegustu djasssöngkonum landsins, og tók þátt í söngvakeppninni The Voice 2015, en hún ætlar að túlka lög Billie á sinn hátt.

Ecstatic Vision, Godchilla, Pink Street Boys

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 13. nóvember kl. 22.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Þrjár sveitir sem eru að vinna með sækadelíu stíga á svið á Gauknum. Ecstatic Vision koma frá Fíladelfíu, en meðlimir sveitarinnar stofnuðu hana til að búa til þá tónlist sem þeim sjálfum fannst skemmtilegast að hlusta á. Með þeim spila leðjukenndu stóner-rokkararnir Godchilla og sótrokkararnir í Pink Street Boys.

ROCKY! - Óskabörn ógæfunnar

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

ROCKY er glænýtt danskt verk eftir einn mest spennandi leikhúsmann Danaveldis, Tue Biering, en það tæklar rammpólitískt mál sem hrjáir lýðveldi heimsins: hvíta þjóðernishyggju. Verkið er sett upp sem ímynduð saga andstæðings hnefaleikarans Rocky Balboa, en í þessari útfærslu er hann líka myndlíking fyrir upprisu þjóðernispopúlisma á Vesturlöndum. 

Drag-Súgur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 15. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.400 kr.

Dragdrottningarnar (og -konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur halda upp á fjögurra ára afmæli sitt með þessari stórstjörnusýningu. Búast má við gríni og glensi, metnaðarfullum tilþrifum sem RuPaul's Drag Race mætti taka sér til fyrirmyndar, og gordjöss dans- og söngatriðum. Gestum stendur til boða kaka og þemadrykkir, blöðrur og ýmislegt fleira.

Skjáskot

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 19. nóvember til 21. janúar
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Uppistandarinn og rithöfundurinn Bergur Ebbi velti upphátt fyrir sér málefnum eins og hver áhrif stafræns veruleika eru á hugsanir og athafnir einstaklinga, tilkall mismunandi kynslóða til réttlætis, BREXIT, Trump og fleiri spurningum fyrir áhorfendum Borgarleikhússins. Efnisþræðir þessa verks koma úr samnefndri bók hans, Skjáskot, sem kom út fyrir skömmu.

Minningardagur transfólks 

Hvar? Ráðhús Reykjavíkur
Hvenær? 20. nóvember kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þann 20. nóvember ár hvert er minningardagur transfólks haldinn hátíðlegur til að minnast transfólks sem hefur verið myrt vegna kynvitundar sinnar eða tekið eigið líf. Trans Ísland býður öllu transfólki, fjölskyldu og samherjum að koma saman og votta þeim sem hafa dáið á þessu ári virðingu, og á sama tíma koma saman og vonast eftir bjartari framtíð. 

Exxistenz

Hvar? Skynlistasafnið
Hvenær? Til 1. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Exxistenz er umbreytandi fylgjusnákur sem borðaði og braut niður Ekkisens, sýningarrými sem starfrækt var í 101 Reykjavík árin 2014–2019 og lagði drög að nýrri starfsemi sem skipulögð yrði í rými þess, sem tilraunavinnustofu og skynlistasafns. Skynlistasafnið var því vígt með opnunarathöfn þann 9. nóvember kl. 17.00, með breyttum innviðum, kynningu á nýjum áherslum og samsýningu á listaverkum sem fjalla um framtíðarverundina. 

Svanavatnið

Hvar? Harpa
Hvenær? 21.–23. nóvember
Aðgangseyrir: Frá 5.500 kr.

Svanavatnið er einhver vinsælasti ballett allra tíma og telst til helstu verka klassíska ballettheimsins. Stórkostleg tónlist Tsjajkvoskíjs á mikinn þátt í því að ballettinn hefur haldið vinsældum sínum frá upphafi, en Sinfóníuhljómsveit Íslands mun leika hana á sama tíma og rússneski dansflokkurinn St. Petersburg Festival Ballet flytur verkið.

Eitur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 12. desember
Aðgangseyrir: 6.750 kr.

Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við kynngimögnuð hlutverk í margverðlaunuðu leikriti um sorgina í ástinni, en Eitur fjallar um fráskilin hjón sem hittast aftur tíu árum eftir skilnað við óvæntar aðstæður. Þau dansa á hárfínni línu afbrýðisemi, söknuðar, væntumþykju, biturðar og kraumandi ástríðna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár