Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svanavatnið, uppgangur þjóðernispopúlisma og sækadelía

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 13.-21. nóv­em­ber.

Svanavatnið, uppgangur þjóðernispopúlisma og sækadelía

Þetta og margt annað er að gerast á næstunni.

Reykjavik Dance Festival

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 20.–23. nóvember
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðinum

Vetrarútgáfa Reykjavík Dance Festival er fögnuður danslista í breiðum skilningi, en margvíslegir viðburðir munu spretta upp á höfuðborgarsvæðinu, allt frá gjörningum í partí, listrænt spjall og sýningar. Meðal viðburða er gönguferð með fötluðum og ófötluðum leiðsögumönnum um Reykjavík, vinnusmiðja þar sem eldri borgurum býðst að læra að semja og spila pönktónlist og 35 mínútna athöfn þar sem konur á öllum aldri skapa lifandi andrúmsloft með söng og dansi þar sem kvenorka ræður ríkjum. Einnig verða reifaðar hugmyndir um krakkaveldi, eða hvernig heimurinn væri ef börn réðu ríkjum og hefðu ákvörðunarvald yfir til dæmis aðgerðaráætlun og framkvæmd gegn hamfarahlýnun.

Kvintett Rebekku Blöndal

Hvar? Harpa
Hvenær? 13. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Söngkonan Rebekka Blöndal og hljómsveit flytur lög stórsöngkonunnar Billie Holiday. Hún skildi eftir sig ótal perlur, margar þeirra magnþrungnar ballöður og ástarlög og verður það helsta sem unnendur hennar þekkja flutt á tónleikunum. Rebekka er ein af efnilegustu djasssöngkonum landsins, og tók þátt í söngvakeppninni The Voice 2015, en hún ætlar að túlka lög Billie á sinn hátt.

Ecstatic Vision, Godchilla, Pink Street Boys

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 13. nóvember kl. 22.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Þrjár sveitir sem eru að vinna með sækadelíu stíga á svið á Gauknum. Ecstatic Vision koma frá Fíladelfíu, en meðlimir sveitarinnar stofnuðu hana til að búa til þá tónlist sem þeim sjálfum fannst skemmtilegast að hlusta á. Með þeim spila leðjukenndu stóner-rokkararnir Godchilla og sótrokkararnir í Pink Street Boys.

ROCKY! - Óskabörn ógæfunnar

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

ROCKY er glænýtt danskt verk eftir einn mest spennandi leikhúsmann Danaveldis, Tue Biering, en það tæklar rammpólitískt mál sem hrjáir lýðveldi heimsins: hvíta þjóðernishyggju. Verkið er sett upp sem ímynduð saga andstæðings hnefaleikarans Rocky Balboa, en í þessari útfærslu er hann líka myndlíking fyrir upprisu þjóðernispopúlisma á Vesturlöndum. 

Drag-Súgur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 15. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.400 kr.

Dragdrottningarnar (og -konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur halda upp á fjögurra ára afmæli sitt með þessari stórstjörnusýningu. Búast má við gríni og glensi, metnaðarfullum tilþrifum sem RuPaul's Drag Race mætti taka sér til fyrirmyndar, og gordjöss dans- og söngatriðum. Gestum stendur til boða kaka og þemadrykkir, blöðrur og ýmislegt fleira.

Skjáskot

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 19. nóvember til 21. janúar
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Uppistandarinn og rithöfundurinn Bergur Ebbi velti upphátt fyrir sér málefnum eins og hver áhrif stafræns veruleika eru á hugsanir og athafnir einstaklinga, tilkall mismunandi kynslóða til réttlætis, BREXIT, Trump og fleiri spurningum fyrir áhorfendum Borgarleikhússins. Efnisþræðir þessa verks koma úr samnefndri bók hans, Skjáskot, sem kom út fyrir skömmu.

Minningardagur transfólks 

Hvar? Ráðhús Reykjavíkur
Hvenær? 20. nóvember kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þann 20. nóvember ár hvert er minningardagur transfólks haldinn hátíðlegur til að minnast transfólks sem hefur verið myrt vegna kynvitundar sinnar eða tekið eigið líf. Trans Ísland býður öllu transfólki, fjölskyldu og samherjum að koma saman og votta þeim sem hafa dáið á þessu ári virðingu, og á sama tíma koma saman og vonast eftir bjartari framtíð. 

Exxistenz

Hvar? Skynlistasafnið
Hvenær? Til 1. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Exxistenz er umbreytandi fylgjusnákur sem borðaði og braut niður Ekkisens, sýningarrými sem starfrækt var í 101 Reykjavík árin 2014–2019 og lagði drög að nýrri starfsemi sem skipulögð yrði í rými þess, sem tilraunavinnustofu og skynlistasafns. Skynlistasafnið var því vígt með opnunarathöfn þann 9. nóvember kl. 17.00, með breyttum innviðum, kynningu á nýjum áherslum og samsýningu á listaverkum sem fjalla um framtíðarverundina. 

Svanavatnið

Hvar? Harpa
Hvenær? 21.–23. nóvember
Aðgangseyrir: Frá 5.500 kr.

Svanavatnið er einhver vinsælasti ballett allra tíma og telst til helstu verka klassíska ballettheimsins. Stórkostleg tónlist Tsjajkvoskíjs á mikinn þátt í því að ballettinn hefur haldið vinsældum sínum frá upphafi, en Sinfóníuhljómsveit Íslands mun leika hana á sama tíma og rússneski dansflokkurinn St. Petersburg Festival Ballet flytur verkið.

Eitur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 12. desember
Aðgangseyrir: 6.750 kr.

Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við kynngimögnuð hlutverk í margverðlaunuðu leikriti um sorgina í ástinni, en Eitur fjallar um fráskilin hjón sem hittast aftur tíu árum eftir skilnað við óvæntar aðstæður. Þau dansa á hárfínni línu afbrýðisemi, söknuðar, væntumþykju, biturðar og kraumandi ástríðna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár