Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir

Sam­herji styrkti Sjálf­stæð­is­flokk­inn, Fram­sókn­ar­flokk­inn og Vinstri græna alla á síð­asta ári. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga sem á Fisk Sea­food gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in á list­um yf­ir styrk­veit­ing­ar.

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir
Styrktu stjórnaflokkana Þorsteinn Már Baldvinsson stýrir Samherja sem styrkti alla ríkisstjórnarflokkana á síðasta ári. Mynd: Morgunblaðið/Kristinn

Aðilar í sjávarútvegi, útgerðarfélög, fiskvinnslur, fiskútflytjendur, ásamt fiskeldisfyrirtækum, styrktu ríkisstjórnarflokkana þrjá um ellefu milljónir króna á síðasta ári. Þar af fékk Sjálfstæðisflokkurinn hæstu upphæðina og frá flestum aðilum, tæpar sex milljónir króna. Styrkir frá aðilum í sjávarútvegi námu tæpum 40 prósentum allra styrkja frá lögaðilum sem Framsóknarflokkurinn fékk á síðasta ári. Styrkir frá aðilum í sjávarútvegi náum um 44 prósentum styrkupphæðar frá lögaðilum sem Vinstri græn fengu árið 2018.

Stærstu útgerðarfyrirtæki landsins er að finna sem styrktaraðila flokkanna þriggja. Þannig styrkti Samherji Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkinn um 400 þúsund krónur hvorn flokk, en það er hámarksupphæð sem hver lögaðili má styrkja stjórnmálaflokk um. Samherji styrkti svo Framsóknarflokkinn um 200 þúsund krónur. Samherji er eina fyrirtækið í sjávarútvegi sem styrkti alla stjórnarflokkana þrjá.

KS styrkti alla stjórnarflokkana

Kaupfélag Skagfirðinga, sem á eitt stærsta útgerðarfélag landsins, Fisk Seafood, styrkti einnig flokkana alla, Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græn um 400 þúsund hvorn flokk og Framsóknarflokkinn um 200 þúsund. Séu þær upphæðir teknar með í reikninginn styrktu fyrirtæki í sjávarútvegi því flokkana þrjá um tólf milljónir króna á síðasta ári.

Önnur stórfyrirtæki í sjávarútvegi styrktu ýmist einn eða tvo stjórnaflokkanna árið 2018. Þannig styrkti Ísfélag Vestmannaeyja bæði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Síldarvinnslan í Neskaupsstað styrkti hins vegar bæði Framsóknarflokkinn og Vinstri græn um 400 þúsund. Rammi á Siglufirði styrkti þá Framsóknarflokkinn um 400 þúsund krónur og Sjálfstæðisflokkinn um 250 þúsund krónur. Hvalur hf., fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, styrkti Framsóknarflokkinn um 150 þúsund og Sjálfstæðisflokkinn um 400 þúsund krónur. Skinney-Þinganes styrkti Framsóknarflokkinn um 400 þúsund krónur og Vinstri græn um 50 þúsund krónur. Brim styrkti síðan Vinstri græn um 200 þúsund krónur.

Fiskeldisfyrirtæki einnig á listunum

Þá styrktu fiskeldisfyrirtæki flokkana einnig. Arnarlax á Bíldudal styrkti Framsóknarflokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur, og slíkt hið sama gerði Laxar-fiskeldi. Landeldisstöðin Sleipnir, sem er í eigu Fiskeldis Austfjarða, styrkti þá Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur.

Alls styrktu fjórtán aðilar í sjávarútvegi Framsóknarsflokkinn á síðasta ári, fimm styrktu Vinstri græn en 28 aðilar styrktu Sjálfstæðisflokkinn. Lægstu styrkirnir sem Sjálfstæðisflokkur fékk voru 10 og 20 þúsund krónur, frá Narfa ehf. og Sæfelli hf.

Auk styrks sjávarútvegsfyrirtækjanna sem nefnd eru hér að frama vekur athygli að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur styrkti bæði Framsóknarflokkinn og Vinstri græn um sínar 50 þúsund krónurnar hvorn flokk. Þá styrkt Verkalýðsfélag Suðurnesja Vinstri græn um 30 þúsund krónur. Engin verkalýðsfélög styrktu Sjálfstæðisflokkinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár