Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lýst yfir áhuga á aðskilnaði ríkis og kirkju og hyggst setja af stað vinnu við undirbúning þess á næsta ári. Nýr samningur ríkis og kirkju, sem forveri hennar í starfi undirritaði, tryggir hins vegar greiðslur til þjóðkirkjunnar næstu 15 ár hið minnsta. Þingmaður Pírata segir samninginn festa þjóðkirkjuna í sessi og sum ákvæði hans andstæð lögum.
Samkvæmt samningnum, sem þrír ráðherrar og biskup undirrituðu í september, mun íslenska ríkið greiða árlega rúma 2,7 milljarða króna til þjóðkirkjunnar og tekur upphæðin breytingum í samræmi við verðlag og kjarasamninga BHM. Samningurinn hefur ekki áhrif á aðrar greiðslur til þjóðkirkjunnar sem lög kveða á um og er óháður öðrum tekjum sem þjóðkirkjan aflar sér.
Samningurinn verður ekki endurskoðaður í að minnsta kosti 15 ár og samningsaðilar geta ekki krafist breytinga á grundvelli fjölgunar eða fækkunar meðlima þjóðkirkjunnar. „Samningur þessi er ótímabundinn, en samningsaðilar geta hvor um sig óskað …
Athugasemdir