Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Albanska kon­an sem var send úr landi í fyrrinótt er verkj­uð og á leið­inni á spít­ala í Alban­íu. Hún var send í nítj­án klukku­stunda flug þrátt fyr­ir að lækn­ir mælti gegn því að færi í löng flug. Kon­an skildi sím­ann sinn eft­ir á Ís­landi og vin­kona henn­ar leit­ar henn­ar.

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Albönsk kona sem gengin er 36 vikur á leið og var send úr landi í gærmorgun er mjög verkjuð og leiðinni á spítala í Albaníu. „Mér líður ekki vel eins og er og er á leiðinni á spítala,“ segir hún í samtali við Stundina. Hún kom til heimalandsins Albaníu seint í gærkvöldi eftir nítján tíma ferðalag en læknir á kvennadeild Landspítalans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoðkerfisvandamál.

Leitar fregnaMorgane Priet Maheo hjá samtökunum Réttur barna á flótta og vinkona albönsku konunnar, hefur reynt að fá fregnir af henni síðastliðinn sólarhring.

Morgane Priet Maheo hjá samtökunum Réttur barna á flótta og vinkona albönsku konunnar, hefur áhyggjur af heilsu hennar. Konan átti sitt fyrra barn á 36. viku meðgöngu með keisaraskurði. „Ég var að hringja til þess að reyna að ná sambandi við hana vegna þess að ég er með smá áhyggjur. Ég er bara að reyna að fá fréttir,“ sagði Morgane í samtali við Stundina í gær, en þá hafði hún allan daginn reynt að fá fregnir af því hvar konan væri niðurkomin og hver staða hennar væri.

Hringdi hún meðal annars ítrekað í síma konunnar í þessum tilgangi. Eftir nokkrar hringingar svaraði hinsvegar maður sem hafði verið nágranni hennar á gistiheimilinu þar sem hún hafði haldið til ásamt unnusta sínum og barni. „Hann sagði að hún hefði skilið símann sinn eftir,“ sagði Morgane sem á erfitt með að átta sig á því hversvegna hún hafi ákveðið að  taka símann ekki með sér. „Hún skildi símann sinn eftir á hótelinu, sem er skrítið, þar sem hún er með fullt af myndum inni í símanum,“ segir Morgane. 

Reyndi að fá fréttir

Íslenskir lögreglumenn úr stoðdeild Ríkislögreglustjóra fylgdu konunni, sem er gengin 36 vikur á leið, úr landi í gærmorgun með flugvél Icelandair, ásamt unnusta hennar og tveggja ára barni. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug. Sjónarvottar á vegum No Borders samtakanna og samtökunum Réttur barna á flótta fengu ekki að vera viðstaddir á meðan fólkið pakkaði niður í töskur í fylgd lögreglumanna.

Morgane fór með konunni í skoðun hjá Mæðravernd á mánudagskvöld en var hinsvegar ekki viðstödd þegar lögreglumenn tóku fjölskylduna af gistiheimilinu þar sem þau höfðu haldið til síðastliðin mánuð. Hún reyndi í allan gærdag að fá fregnir af því hvar fjölskyldan væri niðurkomin og hringdi meðal annars þýska ríkislögreglustjóraembættiðí þeim tilgangi. Þar var henni hinsvegar tjáð að það væri ekkert á skrá um að komið hefði verið með albanska ríkisborgara til landsins. Líkt og fram hefur komið millilenti fjölskyldan í Berlín í gær, áður en þau héldu ferðinni áfram til Vínarborgar í Austurríki og þaðan til Albaníu, en ferðalagið tók nítján klukkustundir.

Stundin greindi frá því í gær að þýskir lögreglumenn hefðu tekið á móti fjölskyldunni í Berlín. Sjónarvottur lýsti því hvernig íslenskir lögreglumenn fylgdu fjölskyldunni um borð í vélina á Leifstöð á undan öðrum farþegum. Þá fylgdu þeir þeim til móts við þýska lögreglumenn sem tóku á móti þeim í Berlín.

„Ég tékkaði mig bara inn eins og venjulegur maður og þegar kom að því að fara inn í vélina þá sá ég að það var einhver seinkun. Allt í einu birtast lögreglumenn með tvo fullorðna einstaklinga og eitt barn á milli sín og fara fram fyrir röðina og beint inn í vél. Ég pældi einhvern veginn ekkert í þessu og vissi í rauninni ekkert hvað væri að gerast, en tók náttúrulega eftir þessu eins og aðrir,“ sagði farþeginn sem áttaði sig síðar á því að um væri að ræða fólkið sem fjallað hefur verið um í fréttum.

Útlendingastofnun hefur staðhæft að konan hafi verið ferðafær, samkvæmt vottorði frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Í vottorði læknis á kvennadeild Landspítalans kemur hinsvegar fram að konan sé „slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Fylgdust með atburðarrásinni

No Borders samtökin hafa fylgt málinu eftir frá upphafi og flutt fregnir af atburðarrásinni. Elínborg Harpa Önundardóttir, meðlimur samtakanna, fór upp á spítala þegar hún fékk fregnir af því sem væri að gerast. Þegar hún kom á vettvang þá var lögreglan nýfarin, en henni tjáð að lögregluljósin hefðu blikkað lengi vel fyrir utan gluggan á meðan verið var að skoða konuna. „Starfsmönnunum og konunni fannst þetta mjög óhuggulegt og lýstu yfir óþægindum varðandi þetta, að það væri beðið svona fyrir utan gluggann á meðan hún væri þarna með bumbuna úti og mælitækin á sér,“ segir Elínborg Harpa í samtali við Stundina.

Vottorðið veitti vonKatrín Alda Ámundadóttir, meðlimur No Borders, hefur fylgst náið með atburðarásinni.

Elínborg segist hafa verið vongóð um að brottvísun yrði frestað, eftir að þau voru komin með vottorð í hendurnar þar sem fram kom að konan gæti átt erfitt með langt flug. „Þrátt fyrir að hafi séð Útlendingastofnun og stoðdeild lögreglunnar gera allskonar hluti, sem geta einhvernveginn ekki átt að vera hluti af verklaginu þeirra, þá einhvern veginn svona trúði ég þí samt að þetta gæti breytt einhverju.“

Katrín Alda Ámundadóttir, annar meðlimur No Borders, sem fylgdist náið með atburðarrásinni, tekur undir með Elínborgu um að vottorðið hafi veitt ákveðna von. „Sérstaklega í ljósi þess að hún hafði ekki séð neinn annan lækni í einhvern tíma og því hefði enginn annar getað gefið út „fit to fly“ vottorð,“ segir Katrín Alda í samtali við Stundina. Annað hafi hinsvegar komið á daginn þegar í ljós kom að lögreglan hafi fengið annað vottorð frá lækni sem konan hafði ekki verið í sambandi við.

Hún segir aðgerðir lögreglunnar því miður ekki koma henni eða félögum þeirra svo mikið á óvart. „Hreint út sagt þá kom það mörgum okkar ekkert sérlega á óvart þar sem við höfum horft upp á ýmislegt sem lögreglan gerir á vegum Útlendingastofnunnar. Þetta var hins vegar mjög gróft dæmi um þessa valdnýðslu sem á sér oft stað.“

Sem fyrr segir þá er konan nú talsvert verkjuð og á leiðinni á spítala í Albaníu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár