Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar

„Það eru tvö líf í húfi þeg­ar þung­uð kona flýg­ur,“ seg­ir starf­andi yf­ir­lækn­ir fæð­inga­þjón­ustu Land­spít­al­ans. Hún seg­ir lækna deild­ar­inn­ar ekki gefa út vott­orð af ástæðu­lausu. Al­var­legt sé ef ekki sé tek­ið mark á leið­bein­ing­um frá lækn­um Land­spít­al­ans.

Yfirlæknir fæðingaþjónustu segir „óskynsamlegt“ að hunsa ráðleggingar
Ólétta konan Læknir á kvennadeild sagði hana eiga „erfitt með langt flug“, en Útlendingastofnun sagði ekkert hafa komið fram um að „flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu“. Mynd: No Boders

„Það er einhver ástæða fyrir því að gefið var út vottorð hjá okkur og það er óskynsamlegt að fara ekki eftir þeim ráðleggingum,“ segir Eva Jónasdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans. „Það eru tvö líf í húfi þegar þungaðar konur eru að fljúga og ef þeim er ráðlagt að gera það ekki fylgir því ákveðin áhætta.”

Íslenskir lögreglumenn fylgdu 26 ára konu, sem er gengin 36 vikur á leið, úr landi í morgun með flugvél Icelandair. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans um að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug. Sjónarvottar hafa lýst því að konunni hafi verið mikið niðri fyrir nótt, hún verið stressuð og þá hafi byrjað að blæða mikið úr nefi.

Spurð að því hvernig læknar á Kvennadeild Landspítalans líti á þá staðreynd að frekar hafi verið tekið mark á lækni Útlendingastofnunar en lækni á Kvennadeild Landspítalans segir Eva: „Maður myndi ætla að það ætti að líta á og taka mark á nýjasta vottorðinu,“ segir hún. „Vottorð frá læknum sem hitta konuna og skoða hana ætti að sjálfsögðu að vega þyngra en eldra læknisvottorð, eða vottorð frá manneskju sem ekki hefur hitt hana, því erfitt er að meta stöðuna á öðru en að hitta viðkomandi. Auðvitað er það alvarlegt ef ekki er tekið mark á því sem sérfræðingar hérna segja.“

Hún tekur það fram að hún hafi ekki verið á vakt í nótt, þegar fjölskyldan dvaldi á spítalanum, auk þess að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. „En almennt ráðleggjum við konum ekki að fljúga eftir að þær eru gengnar á bilinu 35-36 vikur. Rétt rúmlega 5% kvenna fæða börn sín fyrir 37 vikurnar, þannig að þó að líkurnar séu ekki miklar eru þær vissulega fyrir hendi. Líkamlegt og andlegt álag getur haft áhrif þar á, þó erfitt sé að fullyrða um hvað kemur fæðingu af stað. Mikið álag hjálpar ekki til, ef þú ert viðkvæm fyrir.“

„Það er erfitt að lifa í óvissu með ófætt barn“

Eva segir að vaxandi hópur kvenna í hópi hælisleitenda og flóttafólks leiti á Kvennadeild Landspítalans og til heilsugæslunnar eftir aðstoð. Oft sé fólkið undir miklu álagi. „Já, oft eru þau undir álagi, enda vita þessar konur oft ekki hver verða þeirra næstu skref. Það er erfitt að lifa í óvissu með ófætt barn,“ segir Eva. Konur séu eins misjafnar og þær eru margar og því geti hún fátt sagt um líkamlegt ástand konunna sem send var úr landi. „Það þarf ekki lækni til þess að segja að það mikilvægasta fyrir konu sem gengin er 36 vikur, þegar styttist í fæðingu, er að búa við ró og öryggi og að vita hvað framtíðin ber í skauti sér, til dæmis hvar hún fæðir barnið sitt. Því miður er því ekki fyrir að fara hjá þessum hópi.“

Útlendingastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi fengið vottorð frá lækni á heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. „Viðkomandi leitaði síðan sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði kom ekkert fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað.“

Stundin hefur vottorðið undir höndum. Í því kemur fram: „Það vottast hér með að _____________ er ófrísk og gengin skv. síðustu tíðum 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Undir vottorðið skrifar læknir á kvennadeild Landspítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
2
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
10
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár