Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Albanska kon­an sem var send úr landi í fyrrinótt er verkj­uð og á leið­inni á spít­ala í Alban­íu. Hún var send í nítj­án klukku­stunda flug þrátt fyr­ir að lækn­ir mælti gegn því að færi í löng flug. Kon­an skildi sím­ann sinn eft­ir á Ís­landi og vin­kona henn­ar leit­ar henn­ar.

Ólétta konan sem var flutt úr landi er verkjuð og á leiðinni á spítala

Albönsk kona sem gengin er 36 vikur á leið og var send úr landi í gærmorgun er mjög verkjuð og leiðinni á spítala í Albaníu. „Mér líður ekki vel eins og er og er á leiðinni á spítala,“ segir hún í samtali við Stundina. Hún kom til heimalandsins Albaníu seint í gærkvöldi eftir nítján tíma ferðalag en læknir á kvennadeild Landspítalans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoðkerfisvandamál.

Leitar fregnaMorgane Priet Maheo hjá samtökunum Réttur barna á flótta og vinkona albönsku konunnar, hefur reynt að fá fregnir af henni síðastliðinn sólarhring.

Morgane Priet Maheo hjá samtökunum Réttur barna á flótta og vinkona albönsku konunnar, hefur áhyggjur af heilsu hennar. Konan átti sitt fyrra barn á 36. viku meðgöngu með keisaraskurði. „Ég var að hringja til þess að reyna að ná sambandi við hana vegna þess að ég er með smá áhyggjur. Ég er bara að reyna að fá fréttir,“ sagði Morgane í samtali við Stundina í gær, en þá hafði hún allan daginn reynt að fá fregnir af því hvar konan væri niðurkomin og hver staða hennar væri.

Hringdi hún meðal annars ítrekað í síma konunnar í þessum tilgangi. Eftir nokkrar hringingar svaraði hinsvegar maður sem hafði verið nágranni hennar á gistiheimilinu þar sem hún hafði haldið til ásamt unnusta sínum og barni. „Hann sagði að hún hefði skilið símann sinn eftir,“ sagði Morgane sem á erfitt með að átta sig á því hversvegna hún hafi ákveðið að  taka símann ekki með sér. „Hún skildi símann sinn eftir á hótelinu, sem er skrítið, þar sem hún er með fullt af myndum inni í símanum,“ segir Morgane. 

Reyndi að fá fréttir

Íslenskir lögreglumenn úr stoðdeild Ríkislögreglustjóra fylgdu konunni, sem er gengin 36 vikur á leið, úr landi í gærmorgun með flugvél Icelandair, ásamt unnusta hennar og tveggja ára barni. Ekki var tekið tillit til vottorðs frá lækni á kvennadeild Landspítalans þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og gæti átt erfitt með langt flug. Sjónarvottar á vegum No Borders samtakanna og samtökunum Réttur barna á flótta fengu ekki að vera viðstaddir á meðan fólkið pakkaði niður í töskur í fylgd lögreglumanna.

Morgane fór með konunni í skoðun hjá Mæðravernd á mánudagskvöld en var hinsvegar ekki viðstödd þegar lögreglumenn tóku fjölskylduna af gistiheimilinu þar sem þau höfðu haldið til síðastliðin mánuð. Hún reyndi í allan gærdag að fá fregnir af því hvar fjölskyldan væri niðurkomin og hringdi meðal annars þýska ríkislögreglustjóraembættiðí þeim tilgangi. Þar var henni hinsvegar tjáð að það væri ekkert á skrá um að komið hefði verið með albanska ríkisborgara til landsins. Líkt og fram hefur komið millilenti fjölskyldan í Berlín í gær, áður en þau héldu ferðinni áfram til Vínarborgar í Austurríki og þaðan til Albaníu, en ferðalagið tók nítján klukkustundir.

Stundin greindi frá því í gær að þýskir lögreglumenn hefðu tekið á móti fjölskyldunni í Berlín. Sjónarvottur lýsti því hvernig íslenskir lögreglumenn fylgdu fjölskyldunni um borð í vélina á Leifstöð á undan öðrum farþegum. Þá fylgdu þeir þeim til móts við þýska lögreglumenn sem tóku á móti þeim í Berlín.

„Ég tékkaði mig bara inn eins og venjulegur maður og þegar kom að því að fara inn í vélina þá sá ég að það var einhver seinkun. Allt í einu birtast lögreglumenn með tvo fullorðna einstaklinga og eitt barn á milli sín og fara fram fyrir röðina og beint inn í vél. Ég pældi einhvern veginn ekkert í þessu og vissi í rauninni ekkert hvað væri að gerast, en tók náttúrulega eftir þessu eins og aðrir,“ sagði farþeginn sem áttaði sig síðar á því að um væri að ræða fólkið sem fjallað hefur verið um í fréttum.

Útlendingastofnun hefur staðhæft að konan hafi verið ferðafær, samkvæmt vottorði frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Í vottorði læknis á kvennadeild Landspítalans kemur hinsvegar fram að konan sé „slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Fylgdust með atburðarrásinni

No Borders samtökin hafa fylgt málinu eftir frá upphafi og flutt fregnir af atburðarrásinni. Elínborg Harpa Önundardóttir, meðlimur samtakanna, fór upp á spítala þegar hún fékk fregnir af því sem væri að gerast. Þegar hún kom á vettvang þá var lögreglan nýfarin, en henni tjáð að lögregluljósin hefðu blikkað lengi vel fyrir utan gluggan á meðan verið var að skoða konuna. „Starfsmönnunum og konunni fannst þetta mjög óhuggulegt og lýstu yfir óþægindum varðandi þetta, að það væri beðið svona fyrir utan gluggann á meðan hún væri þarna með bumbuna úti og mælitækin á sér,“ segir Elínborg Harpa í samtali við Stundina.

Vottorðið veitti vonKatrín Alda Ámundadóttir, meðlimur No Borders, hefur fylgst náið með atburðarásinni.

Elínborg segist hafa verið vongóð um að brottvísun yrði frestað, eftir að þau voru komin með vottorð í hendurnar þar sem fram kom að konan gæti átt erfitt með langt flug. „Þrátt fyrir að hafi séð Útlendingastofnun og stoðdeild lögreglunnar gera allskonar hluti, sem geta einhvernveginn ekki átt að vera hluti af verklaginu þeirra, þá einhvern veginn svona trúði ég þí samt að þetta gæti breytt einhverju.“

Katrín Alda Ámundadóttir, annar meðlimur No Borders, sem fylgdist náið með atburðarrásinni, tekur undir með Elínborgu um að vottorðið hafi veitt ákveðna von. „Sérstaklega í ljósi þess að hún hafði ekki séð neinn annan lækni í einhvern tíma og því hefði enginn annar getað gefið út „fit to fly“ vottorð,“ segir Katrín Alda í samtali við Stundina. Annað hafi hinsvegar komið á daginn þegar í ljós kom að lögreglan hafi fengið annað vottorð frá lækni sem konan hafði ekki verið í sambandi við.

Hún segir aðgerðir lögreglunnar því miður ekki koma henni eða félögum þeirra svo mikið á óvart. „Hreint út sagt þá kom það mörgum okkar ekkert sérlega á óvart þar sem við höfum horft upp á ýmislegt sem lögreglan gerir á vegum Útlendingastofnunnar. Þetta var hins vegar mjög gróft dæmi um þessa valdnýðslu sem á sér oft stað.“

Sem fyrr segir þá er konan nú talsvert verkjuð og á leiðinni á spítala í Albaníu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
2
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
8
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár