Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir tel­ur einu leið­ina til að bæta kjör kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks vera að auka einka­rekst­ur og mynda sam­keppni um starfs­fólk. „Hið op­in­bera er ekki best í rekstri eða að hugsa vel um starfs­fólk.“

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“
Álfheiður Eymarsdóttir Varaþingmaðurinn hefur reglulega tekið sæti á Alþingi fyrir Pírata. Mynd: Alþingi

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, segir einu lausnina til að bæta kjör og starfsumhverfi í mennta- og heilbrigðiskerfinu vera aukinn einkarekstur. „Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta,“ skrifar hún á Facebook.

Álfheiður er stjórnmálafræðingur og varaþingmaður Pírata á Suðurlandi fyrir Smára McCarthy. Hún hefur tekið sæti á þingi fyrir flokkinn í sex skipti síðustu tvö ár. „Eina lausnin sem ég sé til að bæta kjör og starfsumhverfi kennara, leikskólakennara og heilbrigðisstarfsfólks er að hvetja til fjölbreyttari reksturs,“ skrifar hún. „Hjallastefnuskólar, Waldorfskólar, einkaskólar, foreldrareknir skólar, skólar fyrir börn með sérþarfir (ADHD skólinn td) allskonar skólar og leikskólar -og svipað í heilbigðisþjónustunni. Hverfarekin heilsugæsla hljómar dásamlega. Samvinnufélög, góðgerðafélög, einkahlutafélög.“

Hún segir að með þessu fyrirkomulagi verði fjármunir látnir fylgja einstaklingum. „Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður,“ skrifar Álfheiður. „Hjallastefnan getur til að mynda boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma starfsfólks í þeirra leikskólum og skólum. Og sveigjanlegan sumarleyfistíma fyrir börn á leikskólum. Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta. Á stöku stað er hægt að velja um sumarleyfistíma en yfir það heila er þetta mjög stíft og kassalaga.“

„Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður“

Loks segir hún þetta munu hafa áhrif á biðlista og biðtíma. „Því það verður að segjast eins og er. Hið opinbera er ekki best (lesist: glatað, oft ófært um) í rekstri eða að hugsa vel um starfsfólk.“

Í stefnu Pírata kemur fram að uppfæra þurfi menntakerfið í heild sinni. „Samfélagið og menntakerfið þurfa að vera samstíga frá leikskóla til háskóla,“ segir í stefnunni. Fyrir kosningar 2017 höfðu Píratar einnig stefnu um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Stefnt skal að því að heilbrigðisþjónusta og nauðsynleg lyfjakaup verði gjaldfrjáls. Aðbúnaður og kjör heilbrigðisstarfsfólks verði bætt verulega og fjársvelti heilbrigðiskerfisins hætt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár