Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir tel­ur einu leið­ina til að bæta kjör kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks vera að auka einka­rekst­ur og mynda sam­keppni um starfs­fólk. „Hið op­in­bera er ekki best í rekstri eða að hugsa vel um starfs­fólk.“

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“
Álfheiður Eymarsdóttir Varaþingmaðurinn hefur reglulega tekið sæti á Alþingi fyrir Pírata. Mynd: Alþingi

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, segir einu lausnina til að bæta kjör og starfsumhverfi í mennta- og heilbrigðiskerfinu vera aukinn einkarekstur. „Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta,“ skrifar hún á Facebook.

Álfheiður er stjórnmálafræðingur og varaþingmaður Pírata á Suðurlandi fyrir Smára McCarthy. Hún hefur tekið sæti á þingi fyrir flokkinn í sex skipti síðustu tvö ár. „Eina lausnin sem ég sé til að bæta kjör og starfsumhverfi kennara, leikskólakennara og heilbrigðisstarfsfólks er að hvetja til fjölbreyttari reksturs,“ skrifar hún. „Hjallastefnuskólar, Waldorfskólar, einkaskólar, foreldrareknir skólar, skólar fyrir börn með sérþarfir (ADHD skólinn td) allskonar skólar og leikskólar -og svipað í heilbigðisþjónustunni. Hverfarekin heilsugæsla hljómar dásamlega. Samvinnufélög, góðgerðafélög, einkahlutafélög.“

Hún segir að með þessu fyrirkomulagi verði fjármunir látnir fylgja einstaklingum. „Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður,“ skrifar Álfheiður. „Hjallastefnan getur til að mynda boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma starfsfólks í þeirra leikskólum og skólum. Og sveigjanlegan sumarleyfistíma fyrir börn á leikskólum. Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta. Á stöku stað er hægt að velja um sumarleyfistíma en yfir það heila er þetta mjög stíft og kassalaga.“

„Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður“

Loks segir hún þetta munu hafa áhrif á biðlista og biðtíma. „Því það verður að segjast eins og er. Hið opinbera er ekki best (lesist: glatað, oft ófært um) í rekstri eða að hugsa vel um starfsfólk.“

Í stefnu Pírata kemur fram að uppfæra þurfi menntakerfið í heild sinni. „Samfélagið og menntakerfið þurfa að vera samstíga frá leikskóla til háskóla,“ segir í stefnunni. Fyrir kosningar 2017 höfðu Píratar einnig stefnu um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Stefnt skal að því að heilbrigðisþjónusta og nauðsynleg lyfjakaup verði gjaldfrjáls. Aðbúnaður og kjör heilbrigðisstarfsfólks verði bætt verulega og fjársvelti heilbrigðiskerfisins hætt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár