Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir tel­ur einu leið­ina til að bæta kjör kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks vera að auka einka­rekst­ur og mynda sam­keppni um starfs­fólk. „Hið op­in­bera er ekki best í rekstri eða að hugsa vel um starfs­fólk.“

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“
Álfheiður Eymarsdóttir Varaþingmaðurinn hefur reglulega tekið sæti á Alþingi fyrir Pírata. Mynd: Alþingi

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, segir einu lausnina til að bæta kjör og starfsumhverfi í mennta- og heilbrigðiskerfinu vera aukinn einkarekstur. „Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta,“ skrifar hún á Facebook.

Álfheiður er stjórnmálafræðingur og varaþingmaður Pírata á Suðurlandi fyrir Smára McCarthy. Hún hefur tekið sæti á þingi fyrir flokkinn í sex skipti síðustu tvö ár. „Eina lausnin sem ég sé til að bæta kjör og starfsumhverfi kennara, leikskólakennara og heilbrigðisstarfsfólks er að hvetja til fjölbreyttari reksturs,“ skrifar hún. „Hjallastefnuskólar, Waldorfskólar, einkaskólar, foreldrareknir skólar, skólar fyrir börn með sérþarfir (ADHD skólinn td) allskonar skólar og leikskólar -og svipað í heilbigðisþjónustunni. Hverfarekin heilsugæsla hljómar dásamlega. Samvinnufélög, góðgerðafélög, einkahlutafélög.“

Hún segir að með þessu fyrirkomulagi verði fjármunir látnir fylgja einstaklingum. „Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður,“ skrifar Álfheiður. „Hjallastefnan getur til að mynda boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma starfsfólks í þeirra leikskólum og skólum. Og sveigjanlegan sumarleyfistíma fyrir börn á leikskólum. Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta. Á stöku stað er hægt að velja um sumarleyfistíma en yfir það heila er þetta mjög stíft og kassalaga.“

„Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður“

Loks segir hún þetta munu hafa áhrif á biðlista og biðtíma. „Því það verður að segjast eins og er. Hið opinbera er ekki best (lesist: glatað, oft ófært um) í rekstri eða að hugsa vel um starfsfólk.“

Í stefnu Pírata kemur fram að uppfæra þurfi menntakerfið í heild sinni. „Samfélagið og menntakerfið þurfa að vera samstíga frá leikskóla til háskóla,“ segir í stefnunni. Fyrir kosningar 2017 höfðu Píratar einnig stefnu um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Stefnt skal að því að heilbrigðisþjónusta og nauðsynleg lyfjakaup verði gjaldfrjáls. Aðbúnaður og kjör heilbrigðisstarfsfólks verði bætt verulega og fjársvelti heilbrigðiskerfisins hætt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár