Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir tel­ur einu leið­ina til að bæta kjör kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks vera að auka einka­rekst­ur og mynda sam­keppni um starfs­fólk. „Hið op­in­bera er ekki best í rekstri eða að hugsa vel um starfs­fólk.“

Varaþingmaður Pírata vill einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og segir hið opinbera „glatað“
Álfheiður Eymarsdóttir Varaþingmaðurinn hefur reglulega tekið sæti á Alþingi fyrir Pírata. Mynd: Alþingi

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, segir einu lausnina til að bæta kjör og starfsumhverfi í mennta- og heilbrigðiskerfinu vera aukinn einkarekstur. „Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta,“ skrifar hún á Facebook.

Álfheiður er stjórnmálafræðingur og varaþingmaður Pírata á Suðurlandi fyrir Smára McCarthy. Hún hefur tekið sæti á þingi fyrir flokkinn í sex skipti síðustu tvö ár. „Eina lausnin sem ég sé til að bæta kjör og starfsumhverfi kennara, leikskólakennara og heilbrigðisstarfsfólks er að hvetja til fjölbreyttari reksturs,“ skrifar hún. „Hjallastefnuskólar, Waldorfskólar, einkaskólar, foreldrareknir skólar, skólar fyrir börn með sérþarfir (ADHD skólinn td) allskonar skólar og leikskólar -og svipað í heilbigðisþjónustunni. Hverfarekin heilsugæsla hljómar dásamlega. Samvinnufélög, góðgerðafélög, einkahlutafélög.“

Hún segir að með þessu fyrirkomulagi verði fjármunir látnir fylgja einstaklingum. „Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður,“ skrifar Álfheiður. „Hjallastefnan getur til að mynda boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma starfsfólks í þeirra leikskólum og skólum. Og sveigjanlegan sumarleyfistíma fyrir börn á leikskólum. Hið opinbera sér sér ekki fært um að gera þetta. Á stöku stað er hægt að velja um sumarleyfistíma en yfir það heila er þetta mjög stíft og kassalaga.“

„Þá myndast eðlileg samkeppni um þetta frábæra starfsfólk og einhver von um eðlileg kjör og manneskjulegri starfsaðstæður“

Loks segir hún þetta munu hafa áhrif á biðlista og biðtíma. „Því það verður að segjast eins og er. Hið opinbera er ekki best (lesist: glatað, oft ófært um) í rekstri eða að hugsa vel um starfsfólk.“

Í stefnu Pírata kemur fram að uppfæra þurfi menntakerfið í heild sinni. „Samfélagið og menntakerfið þurfa að vera samstíga frá leikskóla til háskóla,“ segir í stefnunni. Fyrir kosningar 2017 höfðu Píratar einnig stefnu um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. „Stefnt skal að því að heilbrigðisþjónusta og nauðsynleg lyfjakaup verði gjaldfrjáls. Aðbúnaður og kjör heilbrigðisstarfsfólks verði bætt verulega og fjársvelti heilbrigðiskerfisins hætt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu