„Maður er einhvern veginn aldrei öruggur, alltaf á varðbergi að eitthvað geti gerst.“ Þetta segir Sveinn Fannar Brynjarsson, einn af kaupendum að íbúðum við Gerplustræti 2–4 í Mosfellsbæ, sem standa í lögfræðideilu við fasteignafélagið og hafa margir hverjir þurft að bíða í eitt og hálft ár eftir afhendingu íbúða. Sveinn fékk óvænt símtal um að hann ætti á hættu að tapa rúmum 2 milljónum sem hann hafði þegar greitt vegna yfirvofandi gjaldþrots fasteignafélagsins.
Stundin hefur áður fjallað um tafirnar við verkið og deilur íbúanna við Sturlu Sighvatsson fjárfesti, sem hefur sagt tafirnar alfarið á ábyrgð Arion banka, sem lánaði 680 milljónir króna til verksins, og verktakans Byggingafélagsins Ný-Húsa, sem nýverið skipti um nafn og heitir Vonbrá ehf.
Íbúðirnar voru fyrst auglýstar til afhendingar í apríl 2018. Í nóvember 2018 hafði kaupendum verið lofað afhendingu í desember, sem gekk ekki …
Athugasemdir