Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íbúar krafðir um greiðslur: „Maður er aldrei öruggur“

Kaup­end­ur íbúða við Gerplustræti í Mos­fells­bæ fengu bréf frá Ás­geiri Kol­beins­syni um að borga loka­greiðsl­ur svo þeir tapi ekki fé. Fé­lag Sturlu Sig­hvats­son­ar ætl­aði að af­henda íbúð­irn­ar vor­ið 2018. „Ég held að það sé ekki hægt að henda mér út núna,“ seg­ir einn kaup­enda.

Íbúar krafðir um greiðslur: „Maður er aldrei öruggur“
Ásgeir Kolbeinsson og Sturla Sighvatsson Framkvæmdir voru stopp í lengri tíma á meðan kaupendur biðu eftir íbúðum sínum.

„Maður er einhvern veginn aldrei öruggur, alltaf á varðbergi að eitthvað geti gerst.“ Þetta segir Sveinn Fannar Brynjarsson, einn af kaupendum að íbúðum við Gerplustræti 2–4 í Mosfellsbæ, sem standa í lögfræðideilu við fasteignafélagið og hafa margir hverjir þurft að bíða í eitt og hálft ár eftir afhendingu íbúða. Sveinn fékk óvænt símtal um að hann ætti á hættu að tapa rúmum 2 milljónum sem hann hafði þegar greitt vegna yfirvofandi gjaldþrots fasteignafélagsins.

Stundin hefur áður fjallað um tafirnar við verkið og deilur íbúanna við Sturlu Sighvatsson fjárfesti, sem hefur sagt tafirnar alfarið á ábyrgð Arion banka, sem lánaði 680 milljónir króna til verksins, og verktakans Byggingafélagsins Ný-Húsa, sem nýverið skipti um nafn og heitir Vonbrá ehf.

Íbúðirnar voru fyrst auglýstar til afhendingar í apríl 2018Í nóvember 2018 hafði kaupendum verið lofað afhendingu í desember, sem gekk ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár