Enginn frá þjóðkirkjunni hefur haft samband við þær konur sem sökuðu séra Gunnar Björnsson, pastor emeritus, um kynferðislega áreitni þegar þær voru á barns- og unglingsaldri. Þetta staðfesta þær sjö konur sem stigu fram í umfjöllun Stundarinnar í mars. Atvikin áttu sér stað yfir meira en þriggja áratuga skeið á Ísafirði, Flateyri og Selfossi þegar Gunnar var sóknarprestur og tónlistarkennari.
Málið er ekki í ferli hjá þjóðkirkjunni. „Varðandi fyrirspurn um kynferðisbrotamál sem tengjast sr. Gunnari Björnssyni, emerítus, þá hefur Biskupsstofa engar upplýsingar um opið mál, innan þjóðkirkjunnar, sem tengist Gunnari,“ segir Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. „Teymi þjóðkirkjunnar væri öflugur, traustur og faglegur vettvangur fyrir slík mál í framtíðinni.“
Fagráð þjóðkirkjunnar lagt niður
Þjóðkirkjan setti sér í vor starfsreglur um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Fagráð þjóðkirkjunnar var lagt niður, en í stað þess stofnað svokallað …
Athugasemdir