Bíða enn eftir viðbrögðum Þjóðkirkjunnar við kynferðisbrotamáli

Eng­inn frá þjóð­kirkj­unni hef­ur haft sam­band við þær kon­ur sem stigu fram í Stund­inni í mars og lýstu áreitni séra Gunn­ars Björns­son­ar gagn­vart þeim á barns­aldri. Taf­ir hafa ver­ið á því að nýtt teymi þjóð­kirkj­unn­ar, sem sinn­ir við­kvæm­um mál­um, taki til starfa.

Bíða enn eftir viðbrögðum Þjóðkirkjunnar við kynferðisbrotamáli
Biskup og presturinn Þjóðkirkjan er ekki með mál séra Gunnars Björnssonar í formlegu ferli, en hann hefur að eigin sögn starfað við prestsstörf í hjáverkum undanfarin ár.

Enginn frá þjóðkirkjunni hefur haft samband við þær konur sem sökuðu séra Gunnar Björnsson, pastor emeritus, um kynferðislega áreitni þegar þær voru á barns- og unglingsaldri. Þetta staðfesta þær sjö konur sem stigu fram í umfjöllun Stundarinnar í mars. Atvikin áttu sér stað yfir meira en þriggja áratuga skeið á Ísafirði, Flateyri og Selfossi þegar Gunnar var sóknarprestur og tónlistarkennari.

Málið er ekki í ferli hjá þjóðkirkjunni. „Varðandi fyrirspurn um kynferðisbrotamál sem tengjast sr. Gunnari Björnssyni, emerítus, þá hefur Biskupsstofa engar upplýsingar um opið mál, innan þjóðkirkjunnar, sem tengist Gunnari,“ segir Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. „Teymi þjóðkirkjunnar væri öflugur, traustur og faglegur vettvangur fyrir slík mál í framtíðinni.“

Fagráð þjóðkirkjunnar lagt niður

Þjóðkirkjan setti sér í vor starfsreglur um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Fagráð þjóðkirkjunnar var lagt niður, en í stað þess stofnað svokallað …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár