Miðflokkurinn mælist næst stærstur

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærst­ur flokka. Frem­ur litl­ar breyt­ing­ar á fylgi milli kann­ana en Vinstri græn og Pírat­ar missa þó mark­tækt fylgi.

Miðflokkurinn mælist næst stærstur
Miðflokkurinn sækir á Um 15 prósent kjósenda styðja nú Miðflokkinn, samkvæmt nýrri könnun. Mynd: Facebook / Miðflokkurinn

Miðflokkurinn mælist með næst mest fylgi flokka í nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist með 14,8 prósent stuðning en mældist síðast, 16. september, með 12 prósenta stuðning. Er um marktæka breytingu að ræða milli kannana.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn með mest fylgi flokka, 19,8 prósent en mældist síðast með 18,3 prósent. Samfylkingin er þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, nýtur nú fylgis 14,1 prósents þeirra sem tóku þátt í könnuninni en síðast sögðust 14,8 prósent styðja flokkinn. Viðreisn styðja nú 11 prósent en síðast voru það 10,2 prósent. Breytingar á fylgi þessara flokka allra milli kannana eru innan vikmarka.

Vinstri græn mælast nú með 10,3 prósenta fylgi en mældust síðast með 12,8 prósenta fylgi. Er fylgisbreytingin í tilviki flokksins marktæk. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,1 prósenta aðspurðra en naut síðasta stuðnings 11,8 prósenta og er breyting á fylgi við flokkinn milli kannana marktæk, þó tæplega sé. 8,8 prósent aðspurðra segjast nú styðja Pírata, sem er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár