Miðflokkurinn mælist með næst mest fylgi flokka í nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist með 14,8 prósent stuðning en mældist síðast, 16. september, með 12 prósenta stuðning. Er um marktæka breytingu að ræða milli kannana.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn með mest fylgi flokka, 19,8 prósent en mældist síðast með 18,3 prósent. Samfylkingin er þriðji stærsti stjórnmálaflokkurinn, nýtur nú fylgis 14,1 prósents þeirra sem tóku þátt í könnuninni en síðast sögðust 14,8 prósent styðja flokkinn. Viðreisn styðja nú 11 prósent en síðast voru það 10,2 prósent. Breytingar á fylgi þessara flokka allra milli kannana eru innan vikmarka.
Vinstri græn mælast nú með 10,3 prósenta fylgi en mældust síðast með 12,8 prósenta fylgi. Er fylgisbreytingin í tilviki flokksins marktæk. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,1 prósenta aðspurðra en naut síðasta stuðnings 11,8 prósenta og er breyting á fylgi við flokkinn milli kannana marktæk, þó tæplega sé. 8,8 prósent aðspurðra segjast nú styðja Pírata, sem er …
Athugasemdir