Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samflokksmenn segja Eyþór standa einan gegn samgöngusamningi

Ey­þór Arn­alds mætti ekki á sam­ráðs­fund um nýj­an sam­göngu­samn­ing en kvart­ar und­an sam­ráði. Sjálf­stæð­is­menn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru sagð­ir óánægð­ir með af­stöðu hans.

Samflokksmenn segja Eyþór standa einan gegn samgöngusamningi
Eyþór Arnalds Oddvitinn er sagður vera á skjön við samflokksmenn sína á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir vonbrigðum með afstöðu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, til ný samgöngusamnings ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Allir bæjarstjórar sveitarfélaganna sem eiga aðild að samningnum eru úr Sjálfstæðisflokki, fyrir utan Dag B. Eggertsson borgarstjóra.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Ráðherrar og bæjarstjórar skrifuðu undir samgöngusamninginn á dögunum. Samkomulagið nær til fimmtán ára og verða 52,2 milljarðar króna lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir.

Eyþór Arnalds hefur gagnrýnt samgöngusamninginn og sagt að samráð vegna hans hafi skort. Í samtali við Fréttablaðið hafna flestir flokksfélagar hans á sveitarstjórnarstiginu þessum málflutningi. Eyþór hafi verið boðaður á stóran samráðsfund vegna málsins 11. september en ekki mætt. Er sagt að eftir því hafi verið tekið meðal samflokksmanna.

Þá hefur Eyþór verið gagnrýninn á fjármögnun samningins, en af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdir mun ríkið leggja til 45 milljarða, sveitarfélögin 15 milljarða og gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi undir 60 milljörðum króna. Segja aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þær áhyggjur Eyþórs ótímabærar.

„Ekki er lengur deilt um samgönguvandann í höfuðborginni,“ segir Eyþór. „Nýundirritaður sáttmáli um framkvæmdir, ljósastýringu og umferðarmódel staðfestir að grípa þarf til aðgerða. En fjármögnunin vekur spurningar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár