Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samflokksmenn segja Eyþór standa einan gegn samgöngusamningi

Ey­þór Arn­alds mætti ekki á sam­ráðs­fund um nýj­an sam­göngu­samn­ing en kvart­ar und­an sam­ráði. Sjálf­stæð­is­menn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru sagð­ir óánægð­ir með af­stöðu hans.

Samflokksmenn segja Eyþór standa einan gegn samgöngusamningi
Eyþór Arnalds Oddvitinn er sagður vera á skjön við samflokksmenn sína á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir vonbrigðum með afstöðu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, til ný samgöngusamnings ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Allir bæjarstjórar sveitarfélaganna sem eiga aðild að samningnum eru úr Sjálfstæðisflokki, fyrir utan Dag B. Eggertsson borgarstjóra.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Ráðherrar og bæjarstjórar skrifuðu undir samgöngusamninginn á dögunum. Samkomulagið nær til fimmtán ára og verða 52,2 milljarðar króna lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir.

Eyþór Arnalds hefur gagnrýnt samgöngusamninginn og sagt að samráð vegna hans hafi skort. Í samtali við Fréttablaðið hafna flestir flokksfélagar hans á sveitarstjórnarstiginu þessum málflutningi. Eyþór hafi verið boðaður á stóran samráðsfund vegna málsins 11. september en ekki mætt. Er sagt að eftir því hafi verið tekið meðal samflokksmanna.

Þá hefur Eyþór verið gagnrýninn á fjármögnun samningins, en af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdir mun ríkið leggja til 45 milljarða, sveitarfélögin 15 milljarða og gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi undir 60 milljörðum króna. Segja aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þær áhyggjur Eyþórs ótímabærar.

„Ekki er lengur deilt um samgönguvandann í höfuðborginni,“ segir Eyþór. „Nýundirritaður sáttmáli um framkvæmdir, ljósastýringu og umferðarmódel staðfestir að grípa þarf til aðgerða. En fjármögnunin vekur spurningar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár