Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samflokksmenn segja Eyþór standa einan gegn samgöngusamningi

Ey­þór Arn­alds mætti ekki á sam­ráðs­fund um nýj­an sam­göngu­samn­ing en kvart­ar und­an sam­ráði. Sjálf­stæð­is­menn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru sagð­ir óánægð­ir með af­stöðu hans.

Samflokksmenn segja Eyþór standa einan gegn samgöngusamningi
Eyþór Arnalds Oddvitinn er sagður vera á skjön við samflokksmenn sína á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu urðu fyrir vonbrigðum með afstöðu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, til ný samgöngusamnings ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Allir bæjarstjórar sveitarfélaganna sem eiga aðild að samningnum eru úr Sjálfstæðisflokki, fyrir utan Dag B. Eggertsson borgarstjóra.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Ráðherrar og bæjarstjórar skrifuðu undir samgöngusamninginn á dögunum. Samkomulagið nær til fimmtán ára og verða 52,2 milljarðar króna lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir.

Eyþór Arnalds hefur gagnrýnt samgöngusamninginn og sagt að samráð vegna hans hafi skort. Í samtali við Fréttablaðið hafna flestir flokksfélagar hans á sveitarstjórnarstiginu þessum málflutningi. Eyþór hafi verið boðaður á stóran samráðsfund vegna málsins 11. september en ekki mætt. Er sagt að eftir því hafi verið tekið meðal samflokksmanna.

Þá hefur Eyþór verið gagnrýninn á fjármögnun samningins, en af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdir mun ríkið leggja til 45 milljarða, sveitarfélögin 15 milljarða og gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi undir 60 milljörðum króna. Segja aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þær áhyggjur Eyþórs ótímabærar.

„Ekki er lengur deilt um samgönguvandann í höfuðborginni,“ segir Eyþór. „Nýundirritaður sáttmáli um framkvæmdir, ljósastýringu og umferðarmódel staðfestir að grípa þarf til aðgerða. En fjármögnunin vekur spurningar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár