Vandasamt er að fjalla um starfsemi haturshópa í fjölmiðlum, en ekki er hægt að hunsa vandamálið og vona að það hverfi. Nýnasistahópar nota í auknum mæli óhefðbundna miðla til að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Þetta er mat Jonathan Leman, sérfræðings hjá sænska fjölmiðlinum Expo. Samtökin Expo voru stofnuð 1995 með það að markmiði að fjalla um starfsemi hægri öfgahópa á Norðurlöndum. Á meðal stofnenda var Stieg Larsson rithöfundur, sem frægastur er fyrir glæpasögur sínar í Millenium-þríleiknum. Stundin er í samstarfi við Expo í skrifum sínum um Íslandsheimsókn 13 nýnasista úr Norrænu mótstöðuhreyfingunni og fyrstu opinberu birtingarmynd meðlima Íslandsdeildar samtakanna, Norðurvígi.
„Ég tel að það sé alltaf þess virði að íhuga að hvað miklu leyti fjölmiðlar eigi að fjalla um haturshópa,“ segir Leman. „Hjá Expo skrifum við að mestu leyti um öfgamenn, það er okkar stefna, svo við erum kannski ekki …
Athugasemdir