Almannahagsmunir krefjast umfjöllunar um rasista og öfgahópa

Fjöl­miðl­ar geta ekki huns­að starf­semi nýnas­ista, að mati Jon­ath­an Lem­an, sér­fræð­ings hjá Expo. Hvorki ætti að ýkja né draga úr hættu hægri öfga­hópa, en nöfn forsprakka eiga er­indi við al­menn­ing.

Almannahagsmunir krefjast umfjöllunar um rasista og öfgahópa
Áróður á Lækjartorgi Á annan tug nýnasista, sem flestir voru í heimsókn frá Norðurlöndunum, kom saman í miðborg Reykjavíkur.

Vandasamt er að fjalla um starfsemi haturshópa í fjölmiðlum, en ekki er hægt að hunsa vandamálið og vona að það hverfi. Nýnasistahópar nota í auknum mæli óhefðbundna miðla til að koma skilaboðum sínum á framfæri.

Þetta er mat Jonathan Leman, sérfræðings hjá sænska fjölmiðlinum Expo. Samtökin Expo voru stofnuð 1995 með það að markmiði að fjalla um starfsemi hægri öfgahópa á Norðurlöndum. Á meðal stofnenda var Stieg Larsson rithöfundur, sem frægastur er fyrir glæpasögur sínar í Millenium-þríleiknum. Stundin er í samstarfi við Expo í skrifum sínum um Íslandsheimsókn 13 nýnasista úr Norrænu mótstöðuhreyfingunni og fyrstu opinberu birtingarmynd meðlima Íslandsdeildar samtakanna, Norðurvígi.

„Ég tel að það sé alltaf þess virði að íhuga að hvað miklu leyti fjölmiðlar eigi að fjalla um haturshópa,“ segir Leman. „Hjá Expo skrifum við að mestu leyti um öfgamenn, það er okkar stefna, svo við erum kannski ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Íslenskir nýnasistar

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Afhjúpun

Ís­lensk­ir nýnas­ist­ar lokka „stráka sem eru í sigt­inu“ í dul­kóð­aða net­spjall­hópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár