Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

Mynd­band Lands­bank­ans um sparn­að ungs fólks sæt­ir gagn­rýni. „Við­mæl­end­urn­ir í mynd­band­inu eru ekki leik­end­ur held­ur ungt fólk sem beð­ið var að tala út frá eig­in reynslu,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi.

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
Ungt fólk og peningar Pétur Kiernan er andlit herferðarinnar. Mynd: Landsbankinn

Viðmælendur í herferð Landsbankans „Ungt fólk og peningar“ eru margir hverjir börn forstjóra, stjórnenda úr fjármálageiranum og áhrifamanna úr þjóðfélaginu. Markmið herferðarinnar er að skoða hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað.

Herferðin, sem unnin er í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks, sætti gagnrýni í Fréttablaðinu á dögunum. Þar var bent á að Pétur Kiernan, áhrifavaldur og andlit herferðarinnar, væri með Audemars Piguet úr á hendi í myndbandi þar sem hann ræddi við ungmenni um sparnað. Slíkt úr kosti nýtt um 4 milljónir króna.

„Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu,“ segir Pétur á vef Landsbankans. „Ég vil líka geta lifað lífinu.“

Pétur er nemi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Á samfélagsmiðlum hefur hann gert kynningar fyrir 66°Norður, Laugar Spa og Joe & the Juice. Faðir hans er Sigurður Hrafn Kiernan fjárfestir, sem áður var einn lykilstjórnenda Askar Capital og var með 104 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2017. 

Viðmælendur Péturs í myndbandinu eru einnig margir hverjir börn stjórnenda í atvinnulífinu og fjármálakerfinu. Í myndbandinu ræða námsmennirnir um það hvernig þeim finnist skynsamlegast að spara peninga. Eru nefnd ráð eins og að fara með dósir og flöskur í endurvinnslu til að eiga efni á bíóferð. Segjast þau flest vera að spara fyrir kaupum á íbúð.

Stundin sendi Landsbankanum fyrirspurn um hvort námsmennirnir væru ráðnir sem leikarar og hvort bankinn liti svo á að hópur viðmælenda í myndbandinu endurspeglaði reynsluheim ungs fólks þegar kemur að fjármálum.

„Viðmælendurnir í myndbandinu eru ekki leikendur heldur ungt fólk sem beðið var að tala út frá eigin reynslu,“ svarar Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. „Landsbankinn býr ekki yfir upplýsingum um stöðu og fjárhag foreldra þeirra sem koma fram í viðtölunum.“

Nokkur umræða hefur orðið um herferðina á samfélagsmiðlum. „Mér er sama hvað einhver leikari í auglýsingu fyrir banka er með dýrt úr,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, á Twitter.

„Eru áhrifavaldar leikarar?“ spyr þá Hrafn Jónsson pistlahöfundur. „Þeir koma fram undir eigin nafni og ímynd, en eru augljóslega að presentera mjög skekkta mynd af einhverskonar veruleika á þeim forsendum að selja.“

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, bregst einnig við frétt Fréttablaðsins á Twitter og telur skilaboð Landsbankans til ungs fólks af hinu góða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár