Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Katrín skorar á andstæðinga orkupakkans að styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra kaus með inn­leið­ingu þriðja orkupakk­ans á Al­þingi og beindi hvatn­ing­ar­orð­um til and­stæð­inga að verja ís­lenskt eign­ar­hald á orku­auð­lind­um. Orkupakk­inn var sam­þykkt­ur á Al­þingi rétt í þessu með 46 at­kvæð­um gegn 13.

Katrín skorar á andstæðinga orkupakkans að styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra segir þriðja orkupakkann vel undirbúinn á Alþingi. Mynd: Pressphotos.biz

Atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann lauk rétt í þessu á Alþingi og var málið samþykkt með 46 atkvæðum gegn 13. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra beindi orðum sínum að andstæðingum málsins þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og kaus með innleiðingu orkupakkans. Hvatti hún þingmenn Miðflokksins og aðra sem kusu gegn málinu til að styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

„Þetta mál hefur hér verið í undirbúningi á vettvangi Alþingis frá árinu 2010 með ólíkar ríkisstjórnir og ólíka flokka,“ sagði Katrín. „Þingmenn allra flokka skrifuðu undir nefndarálit á sínum tíma um þetta mál. Ég tel það vel undirbúið, löngu fullreifað og fullrætt hér á vettvangi Alþingis og vel undirbúið af hálfu stjórnvalda sem hafa sett skýra fyrirvara. Og hér á eftir verður sömuleiðis afgreidd skýr ferill um það hvernig beri að meðhöndla tillögu um lagningu sæstrengs ef til hennar kemur.“

Sagðist hún þar af leiðandi styðja málið. „En ég nýti tækifærið hér og heiti á þá þingmenn sem lýst hafa áhyggjum af ýmsum málum í tengslum við afgreiðslu þessa máls að standa þá saman um að tryggja hér ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá,“ bætti hún við. „Að tryggja að staðinn verði vörður um opinbert eignarhald mikilvægra orkufyrirtækja. Að standa að því að setja skýrari lagaramma um jarða- og landakaup og tryggja það að Alþingi búi vel um orku- og auðlindamál eins og við höfum heyrt af frá almenningi í landinu, en þau einfaldlega varða ekki þetta mál og þess vegna styð ég það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár